Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2025 11:00 Fyrirliðinn Jordan Henderson og félagar hans í Ajax leyndu ekki vonbrigðum sínum í gærkvöld. Eftir tvö stig úr síðustu fjórum leikjum þurfa þeir nú að treysta á hjálp í lokaumferðinni til að geta orðið Hollandsmeistarar. Getty Fyrir mánuði síðan virtist Ajax svo gott sem búið að tryggja sér hollenska meistaratitilinn í fótbolta. Keppinautarnir í PSV höfðu játað sig sigraða. Við tók ævintýralegt, sögulega slæmt klúður Ajax-manna sem nú þurfa að treysta á hjálp Íslendinga í lokaumferðinni. Ajax vann PSV 2-0 á útivelli 30. mars og þá þegar viðurkenndu leikmenn PSV að baráttan um meistaratitilinn væri búin. „Núna höfum við tapað tvisvar fyrir Ajax á leiktíðinni. Þetta mót er búið. Við höndluðum greinilega ekki pressuna. Ajax var betra liðið en við köstuðum þessu bara frá okkur sjálfir. Núna verðum við eð ná 2. sæti, annars þurfum við að fara í undankeppnina fyrir Meistaradeild Evrópu,“ sagði Noa Lang, kantmaður PSV, og fyrirliði liðsins, Luuk de Jong tók í sama streng: „Níu stig eru of mikið. Ég held að það hafi aldrei gerst í sögunni að lið vinni upp svona forskot þegar það eru svona fáir leikir eftir,“ sagði De Jong. En honum skjátlaðist. Brynjólfur átti þátt í að skapa ærandi fögnuð PSV Ajax vann reyndar næstu tvo leiki og var því enn með níu stiga forskot (og gat náð tólf stiga forskoti) þegar liðið mætti Utrecht á útivelli 20. apríl. Þar hófst martröð liðsins. Utrecht vann 4-0 og Ajax hefur núna aðeins fengið tvö stig úr síðustu fjórum leikjum sínum. Á meðan hefur PSV verið á svakalegu flugi og er eftir dramatískt gærkvöld einu stigi fyrir ofan Ajax þegar ein umferð er eftir. Sigur gegn Groningen í gær hefði breytt öllu fyrir Ajax og liðið var 2-1 yfir fram á níundu mínútu uppbótartíma, og heimamenn í Groningen búnir að missa mann af velli með rautt spjald, þegar Thijmen Blokzijl rak rýting í hjarta Ajax-manna. Það ærði stuðningsmenn PSV skiljanlega af gleði. PSV fans & staff after hearing Ajax conceded in the 99th minute:😭😭😭😂 pic.twitter.com/f9eIhGfszK— Mystershirt 👕📦 (@Mystershirt) May 14, 2025 Íslendingur átti sinn þátt í þessu jöfnunarmarki Groningen því Brynjólfur Willumsson krækti í aukaspyrnuna sem það kom upp úr. Groningen sendi alla sína menn fram, þar á meðal markvörðinn Etienne Vaessen sem bjó til smálæti í teignum áður en boltinn endaði svo í netinu. Lætin héldu reyndar áfram eftir leik og á myndbandi sést Vaessen kýla mann úr þjálfarateymi Ajax. Dómari leiksins lyfti engum spjöldum en ljóst er að málið verður rannsakað. Vaessen die vol inslaat op iemand die op de grond ligt. Ik neem aan dat dit een serieus staartje krijgt @KNVB pic.twitter.com/njve4sJYFl— Tim (@Tim_TLBL) May 14, 2025 Stoppa Nökkvarnir PSV? Þrátt fyrir allt á Ajax enn möguleika fyrir lokaumferð deildarinnar á sunnudaginn. Liðið verður auðvitað að vinna Twente á heimavelli en svo þarf að treysta á að Sparta Rotterdam komi í veg fyrir sigur PSV. Sparta Rotterdam hefur heldur betur rétt úr kútnum eftir að Íslendingarnir Kristian Nökkvi Hlynsson og Nökkvi Þeyr Þórisson komu til félagsins í lok janúar, laust úr fallhættu og í 11. sæti deildarinnar. Kristian og Nökkvi hafa skorað tvö mörk hvor og hver veit nema annar þeirra bjargi Ajax frá því að fá nafn sitt skráð í sögubækurnar yfir mestu meistaratitilsklúður sögunnar? Hollenski boltinn Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Ajax vann PSV 2-0 á útivelli 30. mars og þá þegar viðurkenndu leikmenn PSV að baráttan um meistaratitilinn væri búin. „Núna höfum við tapað tvisvar fyrir Ajax á leiktíðinni. Þetta mót er búið. Við höndluðum greinilega ekki pressuna. Ajax var betra liðið en við köstuðum þessu bara frá okkur sjálfir. Núna verðum við eð ná 2. sæti, annars þurfum við að fara í undankeppnina fyrir Meistaradeild Evrópu,“ sagði Noa Lang, kantmaður PSV, og fyrirliði liðsins, Luuk de Jong tók í sama streng: „Níu stig eru of mikið. Ég held að það hafi aldrei gerst í sögunni að lið vinni upp svona forskot þegar það eru svona fáir leikir eftir,“ sagði De Jong. En honum skjátlaðist. Brynjólfur átti þátt í að skapa ærandi fögnuð PSV Ajax vann reyndar næstu tvo leiki og var því enn með níu stiga forskot (og gat náð tólf stiga forskoti) þegar liðið mætti Utrecht á útivelli 20. apríl. Þar hófst martröð liðsins. Utrecht vann 4-0 og Ajax hefur núna aðeins fengið tvö stig úr síðustu fjórum leikjum sínum. Á meðan hefur PSV verið á svakalegu flugi og er eftir dramatískt gærkvöld einu stigi fyrir ofan Ajax þegar ein umferð er eftir. Sigur gegn Groningen í gær hefði breytt öllu fyrir Ajax og liðið var 2-1 yfir fram á níundu mínútu uppbótartíma, og heimamenn í Groningen búnir að missa mann af velli með rautt spjald, þegar Thijmen Blokzijl rak rýting í hjarta Ajax-manna. Það ærði stuðningsmenn PSV skiljanlega af gleði. PSV fans & staff after hearing Ajax conceded in the 99th minute:😭😭😭😂 pic.twitter.com/f9eIhGfszK— Mystershirt 👕📦 (@Mystershirt) May 14, 2025 Íslendingur átti sinn þátt í þessu jöfnunarmarki Groningen því Brynjólfur Willumsson krækti í aukaspyrnuna sem það kom upp úr. Groningen sendi alla sína menn fram, þar á meðal markvörðinn Etienne Vaessen sem bjó til smálæti í teignum áður en boltinn endaði svo í netinu. Lætin héldu reyndar áfram eftir leik og á myndbandi sést Vaessen kýla mann úr þjálfarateymi Ajax. Dómari leiksins lyfti engum spjöldum en ljóst er að málið verður rannsakað. Vaessen die vol inslaat op iemand die op de grond ligt. Ik neem aan dat dit een serieus staartje krijgt @KNVB pic.twitter.com/njve4sJYFl— Tim (@Tim_TLBL) May 14, 2025 Stoppa Nökkvarnir PSV? Þrátt fyrir allt á Ajax enn möguleika fyrir lokaumferð deildarinnar á sunnudaginn. Liðið verður auðvitað að vinna Twente á heimavelli en svo þarf að treysta á að Sparta Rotterdam komi í veg fyrir sigur PSV. Sparta Rotterdam hefur heldur betur rétt úr kútnum eftir að Íslendingarnir Kristian Nökkvi Hlynsson og Nökkvi Þeyr Þórisson komu til félagsins í lok janúar, laust úr fallhættu og í 11. sæti deildarinnar. Kristian og Nökkvi hafa skorað tvö mörk hvor og hver veit nema annar þeirra bjargi Ajax frá því að fá nafn sitt skráð í sögubækurnar yfir mestu meistaratitilsklúður sögunnar?
Hollenski boltinn Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira