Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Árni Sæberg skrifar 15. maí 2025 17:02 Frá fyrri Miðbæjarreið Landssamband hestamannafélaga. Hildur hefur lagt til að slíkir viðburðir geti farið fram án þess að borgin innheimti afnotaleyfisgjöld. Vísir Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni hefur lagt til að gjaldtaka vegna minni háttar viðburða verði lögð af og gjaldtaka vegna meiri háttar viðburða verði helmingað. Borgin sjái reglulega á eftir viðburðum vegna gjaldtöku. Í morgun var greint frá því að Landssamband hestamannafélaga hefði ákveðið að láta ekki bjóða sér rukkun borgarinnar upp á 477,5 þúsund krónur í aðstöðugjald vegna Miðbæjarreiðarinnar svokölluðu. Að óbreyttu verði ekkert af reiðinni. „Við sjáum mörg dæmi þess að viðburðir séu færðir til annarra sveitarfélaga eða rótgrónum viðburðum aflýst vegna gjaldtöku borgarinnar. Nýjasta dæmið er auðvitað miðbæjarreið Landsambands hestamanna sem nú hefur verið aflýst af þessum sökum. Þetta er verulega óæskileg þróun,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, í samtali við Vísi. Tillögunni vísað til umhverfis- og skipulagssviðs Hildur lagði í dag fram svohljóðandi tillögu á fundi borgarráðs: „Borgarráð samþykkir að gera eftirfarandi breytingar á gjaldskrá Reykjavíkurborgar vegna afnotaleyfa, þar sem gjald vegna afnotaleyfa fyrir minniháttar aðstöðusköpun og verulega aðstöðusköpun verður fellt niður. Gjald vegna meiriháttar aðstöðusköpunar verði helmingað. Breytt gjaldskrá taki gildi eigi síðar en 1. júní 2025. Mikilvægt er að höfuðborgin leggi ekki stein í götu þeirra sem hafa hug á því að sinna viðburðahaldi í borginni en dæmi eru um að viðburðir, bæði nýir og rótgrónir, hafi verið felldir niður eða færðir til annarra sveitarfélaga vegna óhóflegrar gjaldtöku borgarinnar.“ Í greinargerð með tillögunni fylgir taflan hér að neðan, sem sýnir breytingarnar sem lagðar eru til. Í fundargerð fundar borgarráðs segir að tillögunni hafi verið vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. Ætti að vera keppikefli að taka vel á móti þeim sem vilja lífga upp á borgina Hildur segir að það ætti að vera borginni keppikefli að taka vel á móti þeim sem vilja lífga upp á hversdaginn og skapa ánægjulega upplifun fyrir fólkið í borginni. „Ég hef því lagt til við borgarráð að gjaldtöku verði hætt af viðburðum sem skilgreindir eru verulegir eða minniháttar og að gjald vegna meiriháttar viðburða verði helmingað. Höfuðborgin á að vera aðlaðandi staður fyrir viðburðahald og hvers kyns íþyngjandi gjaldtaka og regluverk dregur auðvitað úr möguleikum á því að hér sé hægt að skapa lifandi borg með blómlegu mannlífi og menningarlífi.“ Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Hestar Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Í morgun var greint frá því að Landssamband hestamannafélaga hefði ákveðið að láta ekki bjóða sér rukkun borgarinnar upp á 477,5 þúsund krónur í aðstöðugjald vegna Miðbæjarreiðarinnar svokölluðu. Að óbreyttu verði ekkert af reiðinni. „Við sjáum mörg dæmi þess að viðburðir séu færðir til annarra sveitarfélaga eða rótgrónum viðburðum aflýst vegna gjaldtöku borgarinnar. Nýjasta dæmið er auðvitað miðbæjarreið Landsambands hestamanna sem nú hefur verið aflýst af þessum sökum. Þetta er verulega óæskileg þróun,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, í samtali við Vísi. Tillögunni vísað til umhverfis- og skipulagssviðs Hildur lagði í dag fram svohljóðandi tillögu á fundi borgarráðs: „Borgarráð samþykkir að gera eftirfarandi breytingar á gjaldskrá Reykjavíkurborgar vegna afnotaleyfa, þar sem gjald vegna afnotaleyfa fyrir minniháttar aðstöðusköpun og verulega aðstöðusköpun verður fellt niður. Gjald vegna meiriháttar aðstöðusköpunar verði helmingað. Breytt gjaldskrá taki gildi eigi síðar en 1. júní 2025. Mikilvægt er að höfuðborgin leggi ekki stein í götu þeirra sem hafa hug á því að sinna viðburðahaldi í borginni en dæmi eru um að viðburðir, bæði nýir og rótgrónir, hafi verið felldir niður eða færðir til annarra sveitarfélaga vegna óhóflegrar gjaldtöku borgarinnar.“ Í greinargerð með tillögunni fylgir taflan hér að neðan, sem sýnir breytingarnar sem lagðar eru til. Í fundargerð fundar borgarráðs segir að tillögunni hafi verið vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. Ætti að vera keppikefli að taka vel á móti þeim sem vilja lífga upp á borgina Hildur segir að það ætti að vera borginni keppikefli að taka vel á móti þeim sem vilja lífga upp á hversdaginn og skapa ánægjulega upplifun fyrir fólkið í borginni. „Ég hef því lagt til við borgarráð að gjaldtöku verði hætt af viðburðum sem skilgreindir eru verulegir eða minniháttar og að gjald vegna meiriháttar viðburða verði helmingað. Höfuðborgin á að vera aðlaðandi staður fyrir viðburðahald og hvers kyns íþyngjandi gjaldtaka og regluverk dregur auðvitað úr möguleikum á því að hér sé hægt að skapa lifandi borg með blómlegu mannlífi og menningarlífi.“
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Hestar Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira