Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2025 22:31 Berglind Björg Þorvaldsdóttir sló á létta strengi eftir að hafa skorað gegn sínu gamla félagi í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport Breiðablik rúllaði yfir Val í stórleik kvöldsins í Bestu deild kvenna í fótbolta, 4-0. Berglind Björg Þorvaldsdóttir sussaði á fólk og setti tvö mörk gegn félaginu sem vildi ekki halda henni. Mörk kvöldins má nú sjá á Vísi. Mörkin fjögur má sjá í spilaranum hér að neðan en það var Agla María Albertsdóttir, nýmætt aftur í íslenska landsliðshópinn, sem skoraði fyrsta markið strax á fyrstu mínútu. Berglind bætti við tveimur mörkum fyrir hálfleik og fjórða markið skoraði Karitas Tómasdóttir svo með bakinu í seinni hálfleik. Klippa: Mörk Breiðabliks gegn Val Þó að hún hafi nokkuð spör á yfirlýsingarnar í viðtali í Sportpakkanum í gærkvöld þá virtist alveg ljóst að Berglind væri í hefndarhug gegn sínu gamla félagi í kvöld. Hún fagnaði fyrra marki sínu með því að leggja fingur yfir varir sínar, mögulega til að sussa á einhverja sem efuðust um að þessi mikli markahrókur hefði enn svo mikið fram að færa. Blikar hafa verið magnaðir í upphafi tímabils og skorað 28 mörk í sex leikjum en Berglind hefur skorað fjórðung þeirra, eða heil sjö mörk, og er langmarkahæst í deildinni það sem af er, á sínu fyrsta heila tímabili eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku og úr barneignaorlofi með Val í fyrra. Berglind hefur raunar skorað einu marki meira en allt Valsliðið til samans því Valskonur hafa aðeins skorað sex mörk í fyrstu sex leikjunum og fengið á sig átta. Þær hafa auk þess tapað þremur deildarleikjum í röð núna, í fyrsta sinn frá árinu 2015 þegar liðið endaði aðeins í 7. sæti. Berglind skoraði fjögur mörk í tíu leikjum fyrir Val í fyrra, eftir að hafa eignast strák um veturinn. Hún gerði tólf mörk í níu leikjum sumarið 2020, áður en hún fór í atvinnumennsku, og hefur mest skorað nítján mörk á einni leiktíð í efstu deild, þegar hún hlaut gullskóinn árið 2018. Alls hefur hún núna skorað 148 mörk í 209 leikjum í efstu deild á Íslandi. Besta deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Mörkin fjögur má sjá í spilaranum hér að neðan en það var Agla María Albertsdóttir, nýmætt aftur í íslenska landsliðshópinn, sem skoraði fyrsta markið strax á fyrstu mínútu. Berglind bætti við tveimur mörkum fyrir hálfleik og fjórða markið skoraði Karitas Tómasdóttir svo með bakinu í seinni hálfleik. Klippa: Mörk Breiðabliks gegn Val Þó að hún hafi nokkuð spör á yfirlýsingarnar í viðtali í Sportpakkanum í gærkvöld þá virtist alveg ljóst að Berglind væri í hefndarhug gegn sínu gamla félagi í kvöld. Hún fagnaði fyrra marki sínu með því að leggja fingur yfir varir sínar, mögulega til að sussa á einhverja sem efuðust um að þessi mikli markahrókur hefði enn svo mikið fram að færa. Blikar hafa verið magnaðir í upphafi tímabils og skorað 28 mörk í sex leikjum en Berglind hefur skorað fjórðung þeirra, eða heil sjö mörk, og er langmarkahæst í deildinni það sem af er, á sínu fyrsta heila tímabili eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku og úr barneignaorlofi með Val í fyrra. Berglind hefur raunar skorað einu marki meira en allt Valsliðið til samans því Valskonur hafa aðeins skorað sex mörk í fyrstu sex leikjunum og fengið á sig átta. Þær hafa auk þess tapað þremur deildarleikjum í röð núna, í fyrsta sinn frá árinu 2015 þegar liðið endaði aðeins í 7. sæti. Berglind skoraði fjögur mörk í tíu leikjum fyrir Val í fyrra, eftir að hafa eignast strák um veturinn. Hún gerði tólf mörk í níu leikjum sumarið 2020, áður en hún fór í atvinnumennsku, og hefur mest skorað nítján mörk á einni leiktíð í efstu deild, þegar hún hlaut gullskóinn árið 2018. Alls hefur hún núna skorað 148 mörk í 209 leikjum í efstu deild á Íslandi.
Besta deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira