Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. maí 2025 17:48 Nauthólsvík var algjörlega pökkuð af fólki í dag sem baðaði sig í sólinni. Vísir/Lýður Valberg Hæsti hiti í Reykjavík mældist í dag 20,4 stig og vantaði aðeins 0,2 stig til að jafna maí-hitamet frá 14. maí 1960. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni á Facebook. Reykvíkingar nýttu veðrið sannarlega og þyrptist fólk í Nauthólsvík eins og sést á myndinni hér að ofan. Hitamet féll ekki um helgina þó hitinn hafi komist nærri því. Hitinn í dag fór hæst í 25,1 stig í Stafholtsey í Borgarfirði og í gær fór hann hæst í 26,4 stig á Egilsstaðaflugvelli. Á höfuðborgarsvæðinu mældist hiti víða hærri en í sjálfri höfuðborginni, til dæmis fór hitinn í 21, 8 stig í Urriðaholti í Garðabæ. Á borgarjaðrinum fór hitinn í 22,7 stig í Víðidal og í 22,2 stig við Korpu. Þó kemur fram í tilkynningunni að fyrrnefndar hitatölur séu óyfirfarnar og geti því mögulega breyst lítillega. Áfram bongó næstu daga Allmikil hæð suðaustur af Dalatanga stýrir veðrinu áfram að sinni, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Á morgun verði því hægviðri eða hafgola og yfirleitt léttskýjað en líkur á þoku við suður- og vestströndina. Inn til lands gæti hitinn farið vel yfir tuttugu stig. „Á þriðjudag og miðvikudag er útlit fyrir svipað veður, víða sólríkt og hlýtt, en þokuloft sækir þá líklega einnig að einnig að norðurströndinni og kólnar heldur þar,“ segir í hugleiðingunum. Líkur eru á rigningu á fimmtudag. Reykjavík Veður Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Má búast við skúrum eða éljum Víðast úrkomulítið en skúrir og slydduél austantil Mildri austanátt beint til landsins Áfram hvasst með suðurströndinni Slær áfram í storm á suðurströndinni Djúp lægð veldur stormi syðst á landinu Þurrt og bjart víða um landið Hvasst syðst á landinu Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni á Facebook. Reykvíkingar nýttu veðrið sannarlega og þyrptist fólk í Nauthólsvík eins og sést á myndinni hér að ofan. Hitamet féll ekki um helgina þó hitinn hafi komist nærri því. Hitinn í dag fór hæst í 25,1 stig í Stafholtsey í Borgarfirði og í gær fór hann hæst í 26,4 stig á Egilsstaðaflugvelli. Á höfuðborgarsvæðinu mældist hiti víða hærri en í sjálfri höfuðborginni, til dæmis fór hitinn í 21, 8 stig í Urriðaholti í Garðabæ. Á borgarjaðrinum fór hitinn í 22,7 stig í Víðidal og í 22,2 stig við Korpu. Þó kemur fram í tilkynningunni að fyrrnefndar hitatölur séu óyfirfarnar og geti því mögulega breyst lítillega. Áfram bongó næstu daga Allmikil hæð suðaustur af Dalatanga stýrir veðrinu áfram að sinni, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Á morgun verði því hægviðri eða hafgola og yfirleitt léttskýjað en líkur á þoku við suður- og vestströndina. Inn til lands gæti hitinn farið vel yfir tuttugu stig. „Á þriðjudag og miðvikudag er útlit fyrir svipað veður, víða sólríkt og hlýtt, en þokuloft sækir þá líklega einnig að einnig að norðurströndinni og kólnar heldur þar,“ segir í hugleiðingunum. Líkur eru á rigningu á fimmtudag.
Reykjavík Veður Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Má búast við skúrum eða éljum Víðast úrkomulítið en skúrir og slydduél austantil Mildri austanátt beint til landsins Áfram hvasst með suðurströndinni Slær áfram í storm á suðurströndinni Djúp lægð veldur stormi syðst á landinu Þurrt og bjart víða um landið Hvasst syðst á landinu Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Sjá meira