Um 100 skemmtiferðaskip í Vestmannaeyjum í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. júní 2025 20:04 Í vor og það sem af er sumri hafa nokkur skemmtiferðaskip komið til Vestmannaeyjar, meðal annars þetta skip. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um hundrað skemmtiferðaskip koma til Vestmannaeyja í sumar og eru þau fyrstu nú þegar komin. Koma skipanna er mikil vítamínsprauta fyrir bæjarfélagið fyrir allskonar þjónustu. Það þykir öllum gaman að koma til Vestmannaeyja og þar eru innlendir og erlendir ferðamenn engin undantekning en mjög mikið er um ferðamenn í bæjarfélaginu á vorin og sumrin. Farþegar skemmtiferðaskipa eru líka stór hluti ferðamanna þó þau stoppi yfirleitt ekki lengi í höfninni. Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri Tónlistarskólans er duglegur að fara með hópa um eyjuna enda mjög fróður og skemmtilegur leiðsögumaður. „Veðrið er komið og það stefnir bara í gott sumar. Ég er sannfærður um að sumarið verði mjög gott ferðasumar og að þetta verði sumarið okkar“, segir Jarl kátur í bragði. Jarl er ánægður með öll skemmtiferðaskipin, sem verða í Vestmannaeyjum í sumar og hafa verið nú í vor. „Já, það er gríðarleg lyftistöng og að fá þá ferðamenn hingað. Þeir skilja eftir gjaldeyrir, sem við nýtum. Þetta er reyndar bara dagstopp, skipin koma hérna og taka kannski fjórhjólaferð eða bátsferð eða rútuferð með ferðamennina og kynna sér eyjuna,“ segir Jarl. Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja, sem tekur af og til á móti ferðahópum, sem koma til eyja.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver eru viðbrögð erlendra ferðamanna, sem koma til Vestmannaeyja, hvað segir fólk? „Þau segja bara vá, það er bara svoleiðis, þau elska þetta,“ segir Jarl. Samkvæmt upplýsingum frá Gísla Vali Gíslasyni hafnsögumanni komu 103 skemmtiferðaskip á síðasta ári til Vestmannaeyja en í ár eru 97 komur bókaðar þannig að það er smávægileg fækkun á milli ára. Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra líst vel á ferðasumarið 2025 í Vestmannaeyjum. „Þetta er frábær tími í Eyjum, sumarið og við höfum mikið að hlakka til, við erum hátíðarglöð og svona, þannig að þetta er góður tími. Við fáum mjög mikið af ferðamönnum yfir sumartímann og líka mikið af Íslendingum, sem vilja koma og njóta þess, sem við höfum upp á að bjóða,“ segir Íris. Íris er líka ánægð með öll skemmtiferðaskipin. „Já, já, af því að þeim finnst algjörlega einstakt að sigla hingað inn til okkar og fjallasalurinn, sem tekur á móti skipunum er eitthvað, sem þau upplifa hvergi,“ segir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum er að vonum kampakát með alla ferðamennina, sem heimsækja Vestmannaeyjar yfir sumartímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Ferðaþjónusta Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Það þykir öllum gaman að koma til Vestmannaeyja og þar eru innlendir og erlendir ferðamenn engin undantekning en mjög mikið er um ferðamenn í bæjarfélaginu á vorin og sumrin. Farþegar skemmtiferðaskipa eru líka stór hluti ferðamanna þó þau stoppi yfirleitt ekki lengi í höfninni. Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri Tónlistarskólans er duglegur að fara með hópa um eyjuna enda mjög fróður og skemmtilegur leiðsögumaður. „Veðrið er komið og það stefnir bara í gott sumar. Ég er sannfærður um að sumarið verði mjög gott ferðasumar og að þetta verði sumarið okkar“, segir Jarl kátur í bragði. Jarl er ánægður með öll skemmtiferðaskipin, sem verða í Vestmannaeyjum í sumar og hafa verið nú í vor. „Já, það er gríðarleg lyftistöng og að fá þá ferðamenn hingað. Þeir skilja eftir gjaldeyrir, sem við nýtum. Þetta er reyndar bara dagstopp, skipin koma hérna og taka kannski fjórhjólaferð eða bátsferð eða rútuferð með ferðamennina og kynna sér eyjuna,“ segir Jarl. Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja, sem tekur af og til á móti ferðahópum, sem koma til eyja.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver eru viðbrögð erlendra ferðamanna, sem koma til Vestmannaeyja, hvað segir fólk? „Þau segja bara vá, það er bara svoleiðis, þau elska þetta,“ segir Jarl. Samkvæmt upplýsingum frá Gísla Vali Gíslasyni hafnsögumanni komu 103 skemmtiferðaskip á síðasta ári til Vestmannaeyja en í ár eru 97 komur bókaðar þannig að það er smávægileg fækkun á milli ára. Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra líst vel á ferðasumarið 2025 í Vestmannaeyjum. „Þetta er frábær tími í Eyjum, sumarið og við höfum mikið að hlakka til, við erum hátíðarglöð og svona, þannig að þetta er góður tími. Við fáum mjög mikið af ferðamönnum yfir sumartímann og líka mikið af Íslendingum, sem vilja koma og njóta þess, sem við höfum upp á að bjóða,“ segir Íris. Íris er líka ánægð með öll skemmtiferðaskipin. „Já, já, af því að þeim finnst algjörlega einstakt að sigla hingað inn til okkar og fjallasalurinn, sem tekur á móti skipunum er eitthvað, sem þau upplifa hvergi,“ segir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum er að vonum kampakát með alla ferðamennina, sem heimsækja Vestmannaeyjar yfir sumartímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Ferðaþjónusta Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira