„Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. maí 2025 22:03 Jökull verður væntanlega með hornspyrnur á heilanum fram að næsta leik. Vísir/Diego Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, er meðvitaður um varnarvandræði liðsins í hornspyrnum en er að vinna í vandamálinu. Hann var ánægður með karakter sinna manna, sem stigu upp í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 2-2 jafntefli varð lokaniðurstaðan þegar Víkingar komu í heimsókn. „Mér fannst við slakir í fyrri en náðum að laga það. Ef við getum tekið þennan seinni hálfleik eitthvað áfram þá verð ég ánægður“ sagði Jökull fljótlega eftir leik. Bæði mörk Víkings og fjöldi fleiri færa kom upp úr hornspyrnum. Stjarnan bjargaði líka á línu og Víkingar skutu í stöngina. Jökull var því spurður hvers vegna liðið ætti svona erfitt með að verjast hornspyrnum. „Þeir eru sterkir þar og það verður oft alls konar klafs í kringum það. Þeir eru bara öflugir í því og við þurfum eitthvað að skoða hvernig við verjumst þeim en ég er svosem ekki með betra svar akkúrat núna.“ Hefur þetta ekki verið vandamál hjá ykkur? „Við erum aðeins búnir að ströggla núna en vorum orðnir helvíti sterkir seinni hlutann í fyrra, fengum ekki á okkur mark eftir horn hálft mótið. Við höfum ekki náð að fylgja því alveg eftir. Þannig að við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft. En við skoðum þetta bara eins og eftir alla leiki.“ Mikill munur var á frammistöðu Stjörnunnar í fyrri og seinni hálfleik. Sá seinni mun betri, sem Jökull skrifar á hreyfanleika og hugrekki. „Við vorum bara hreyfanlegri og hugrakkari, fyrst og fremst. Mér fannst það aðalatriðið. Þannig náðum við að taka aðeins yfir leikinn. [Hugrekkið] vantaði aðeins í fyrri hálfleik… en þessi seinni hálfleikur var helvíti góður og ég vil sjá meira af þessu.“ Guðmundur Kristjánsson var tekinn af velli eftir klukkutíma leik og sást haltrandi eftir á. Jóhann Árni Gunnarsson kom inn á í sömu þreföldu skiptingunni og spilaði sinn fyrsta deildarleik í sumar. „Gummi er búinn að vera aðeins stífur og við erum að reyna að passa upp á hann. Að öðru leiti er staðan á hópnum frábær, nánast ekkert um meiðsli. Stór og öflugur hópur“ sagði Jökull að lokum. Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
„Mér fannst við slakir í fyrri en náðum að laga það. Ef við getum tekið þennan seinni hálfleik eitthvað áfram þá verð ég ánægður“ sagði Jökull fljótlega eftir leik. Bæði mörk Víkings og fjöldi fleiri færa kom upp úr hornspyrnum. Stjarnan bjargaði líka á línu og Víkingar skutu í stöngina. Jökull var því spurður hvers vegna liðið ætti svona erfitt með að verjast hornspyrnum. „Þeir eru sterkir þar og það verður oft alls konar klafs í kringum það. Þeir eru bara öflugir í því og við þurfum eitthvað að skoða hvernig við verjumst þeim en ég er svosem ekki með betra svar akkúrat núna.“ Hefur þetta ekki verið vandamál hjá ykkur? „Við erum aðeins búnir að ströggla núna en vorum orðnir helvíti sterkir seinni hlutann í fyrra, fengum ekki á okkur mark eftir horn hálft mótið. Við höfum ekki náð að fylgja því alveg eftir. Þannig að við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft. En við skoðum þetta bara eins og eftir alla leiki.“ Mikill munur var á frammistöðu Stjörnunnar í fyrri og seinni hálfleik. Sá seinni mun betri, sem Jökull skrifar á hreyfanleika og hugrekki. „Við vorum bara hreyfanlegri og hugrakkari, fyrst og fremst. Mér fannst það aðalatriðið. Þannig náðum við að taka aðeins yfir leikinn. [Hugrekkið] vantaði aðeins í fyrri hálfleik… en þessi seinni hálfleikur var helvíti góður og ég vil sjá meira af þessu.“ Guðmundur Kristjánsson var tekinn af velli eftir klukkutíma leik og sást haltrandi eftir á. Jóhann Árni Gunnarsson kom inn á í sömu þreföldu skiptingunni og spilaði sinn fyrsta deildarleik í sumar. „Gummi er búinn að vera aðeins stífur og við erum að reyna að passa upp á hann. Að öðru leiti er staðan á hópnum frábær, nánast ekkert um meiðsli. Stór og öflugur hópur“ sagði Jökull að lokum.
Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira