Haraldur Jóhannsson er látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2025 14:44 Haraldur Jóhannsson er falinn frá. Haraldur Jóhannsson, einnig þekktur sem Halli í Nesi, lést á líknardeildinni í Kópavogi 16. maí síðastliðinn, 71 árs að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Haraldur var fæddur 8. apríl 1954 og ólst upp í Nesstofu við Seltjörn. Foreldrar hans voru Ólöf Gunnsteinsdóttir og Jóhann Ólafsson en þau voru síðustu ábúendur í Nesi. Haraldur, sem var þekktur hjá sveitungum sem Halli í Nesi, gekk í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi og tók þátt í ungliðastarfi Gróttu og Björgunarsveitarinnar Alberts. Eftir grunnskóla dvaldi hann um tíma í Grimsby á Englandi þar sem hann var hjá móðursystur sinni og fór í enskunám. Síðar lagði hann stund á húsgagnasmíði og var á samningi hjá Trésmiðjunni Meið og lauk sveinsprófi frá Fjölbrautarskóla Suðurnesja árið 1976. Haraldur kvæntist æskuástinni sinni, Fjólu Guðrúnu Friðriksdóttur fyrsta vetrardag árið 1976. Sama ár stofnuðu þau heildverslunina Forval sem þau ráku saman allar götur síðan. Fyrstu árin fluttu þau inn leikföng og gjafavöru og fylgihluti og færðu sig svo yfir í hár- og snyrtivörur. Forval var umboðsaðili fyrir fjölda þekktra snyrtivörumerkja og ilmhúsa auk þess að framleiða sínar eigin hárvörur og var Haraldur oftast kenndur við fyrirtækið þeirra hjóna sem Halli í Forval. Árið 2013 seldu þau snyrtivöruhluta fyrirtækisins. Samhliða rekstri Forvals kom Haraldur að mörgum fasteignatengdum þróunarverkefnum sem og að fjárfestingum í smærri fyrirtækjaverkefnum. Einnig sat hann í stjórn skíðadeildar KR um nokkurt skeið. Árið 2017 stofnuðu Haraldur og Fjóla Spa of Iceland, íslenskt snyrtivöru- og lífstílsvörumerki sem hlotið hefur margar alþjóðlegar viðurkenningar. Það ráku þau saman allt til síðasta dags. Börn Haraldar og Fjólu eru tvö; Guðrún Edda (1977) gift Viðari Þór Haukssyni og eiga þau Fjólu Guðrúnu og Benedikt Þór og Jóhann Friðrik (1979) giftur Bryndísi Haraldsdóttur og börn þeirra eru María Ólöf, Sara Mjöll og Haraldur. Útför Haraldar verður frá Neskirkju við Hagatorg, 27. maí kl. 15. Andlát Seltjarnarnes Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Haraldur var fæddur 8. apríl 1954 og ólst upp í Nesstofu við Seltjörn. Foreldrar hans voru Ólöf Gunnsteinsdóttir og Jóhann Ólafsson en þau voru síðustu ábúendur í Nesi. Haraldur, sem var þekktur hjá sveitungum sem Halli í Nesi, gekk í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi og tók þátt í ungliðastarfi Gróttu og Björgunarsveitarinnar Alberts. Eftir grunnskóla dvaldi hann um tíma í Grimsby á Englandi þar sem hann var hjá móðursystur sinni og fór í enskunám. Síðar lagði hann stund á húsgagnasmíði og var á samningi hjá Trésmiðjunni Meið og lauk sveinsprófi frá Fjölbrautarskóla Suðurnesja árið 1976. Haraldur kvæntist æskuástinni sinni, Fjólu Guðrúnu Friðriksdóttur fyrsta vetrardag árið 1976. Sama ár stofnuðu þau heildverslunina Forval sem þau ráku saman allar götur síðan. Fyrstu árin fluttu þau inn leikföng og gjafavöru og fylgihluti og færðu sig svo yfir í hár- og snyrtivörur. Forval var umboðsaðili fyrir fjölda þekktra snyrtivörumerkja og ilmhúsa auk þess að framleiða sínar eigin hárvörur og var Haraldur oftast kenndur við fyrirtækið þeirra hjóna sem Halli í Forval. Árið 2013 seldu þau snyrtivöruhluta fyrirtækisins. Samhliða rekstri Forvals kom Haraldur að mörgum fasteignatengdum þróunarverkefnum sem og að fjárfestingum í smærri fyrirtækjaverkefnum. Einnig sat hann í stjórn skíðadeildar KR um nokkurt skeið. Árið 2017 stofnuðu Haraldur og Fjóla Spa of Iceland, íslenskt snyrtivöru- og lífstílsvörumerki sem hlotið hefur margar alþjóðlegar viðurkenningar. Það ráku þau saman allt til síðasta dags. Börn Haraldar og Fjólu eru tvö; Guðrún Edda (1977) gift Viðari Þór Haukssyni og eiga þau Fjólu Guðrúnu og Benedikt Þór og Jóhann Friðrik (1979) giftur Bryndísi Haraldsdóttur og börn þeirra eru María Ólöf, Sara Mjöll og Haraldur. Útför Haraldar verður frá Neskirkju við Hagatorg, 27. maí kl. 15.
Andlát Seltjarnarnes Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira