Sport

Dag­skráin í dag: Ellefu beinar út­sendingar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
KR-ingar taka á móti Fram í Bestu-deild karla í knattspyrnu.
KR-ingar taka á móti Fram í Bestu-deild karla í knattspyrnu. Vísir/Anton Brink

Sportrásir Stöðvar 2 og Vodafone bjóða alls upp á ellefu beinar útsendingar þennan föstudaginn þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Meðal þess sem boðið verður upp á verða leikir í Bestu-deildum karla og kvenna, æfingar fyrir Mónakó-kappaksturinn í Formúlu 1, úrslitakeppnin í NBA og margt fleira.

Stöð 2 Sport 

KR tekur á móti Fram í Reykjavíkurslag Bestu-deildar karla klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport.

Stöð 2 Sport 2

Þegar klukkan slær miðnætti mætast New York Knicks og Indiana Pacers í öðrum leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta.

Stöð 2 Sport 3

Soudal Open á DP World Tour í golfi heldur áfram frá klukkan 11:00.

Stöð 2 Sport 4

Sýnt verður beint frá öðrum keppnisdegi MEXICO Riviera Maya Open á LPGA-mótaröðinni í golfi frá klukkan 15:00.

Stöð 2 Sport 5

Íslandsmeistarar Breiðabliks heimsækja FH í Bestu-deild karla í knattspyrnu klukkan 17:50.

Stöð 2 BD

Fram og Tindastóll eigast við í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu klukkan 17:20.

Stöð 2 BD 2

Valur tekur á móti Víkingum í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu klukkan 17:50.

Vodafone Sport

Bein útsending frá fyrstu æfingu fyrir Mónakó-kappaksturinn í Formúlu 1 hefst klukkan 11:25, áður en önnur æfingin tekur við klukkan 14:55.

Senior PGA Championship heldur svo áfram á Vodafone Sport klukkan 17:00 og klukkan 00:05 eftir miðnætti mætast Stars og Oilers í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×