Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. maí 2025 16:10 Karlotta segir það hafa verið afar erfiða lífsreynslu að sitja fyrir svörum í dómsal og svara spurningum aftur og aftur hvað gerðist á heimili hennar þann 19. júní árið 2021. Karlotta H. Margrétardóttir er mjög vonsvikin með vinnubrögð lögreglu í tæplega fjögurra ára gömlu kynferðisbrotamáli sem lauk með sýknudómi í gær. Henni líði eins og mál hennar hafi ekki skipt lögregluna neinu máli. Hún vonar að barátta hennar verði öðrum konum víti til varnaðar. Ákærði var sýknaður fyrir nauðgun en hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir að kýla aðra konu. Karlotta segir í færslu á Facebook í dag að þann 19. júní verði liðin fjögur ár síðan hún varð fyrir hrottalegu kynferðisofbeldi á heimili sínu þar sem hún hafi óttast um líf sitt í marga klukkutíma. Hún lagði fram kæru hjá lögreglu fyrir nauðgun í von um að geta bjargað öðrum konum frá manninum. Ákæra fyrir nauðgun var gefin út í september 2024. „Í fjögur ár hef ég þurft að bera þennan djöful með mér á hverjum degi, ef ég skyldi einhvern tímann þurfa að sitja í dómsal og segja mína sögu og fara yfir hvert einasta atriði aftur og aftur og aftur.“ Karlotta vísar þar til mikilvægi þess að geta munað og sagt frá erfiðri lífsreynslu og mestu smáatriðum fyrir dómi löngu eftir að atburðir gerast. Þjóðþekktur einstaklingur sýknaður og dæmdur Karlotta segir það hafa reynst henni mikil vonbrigði þegar dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að sýkna Brynjólf Löve Mogensen, betur þekktur sem Binni Löve, sem ákærður var í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Brynjólfur einnig ákærður fyrir ofbeldi gagnvart annarri konu. Þótt málið væri ótengt máli Karlottu voru málin sameinuð fyrir dómi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hlaut Brynjólfur þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm fyrir að kýla konuna. Færsla Karlottu á Facebook. Binni varð þjóðþekktur fyrir tæpum áratug sem einn helsti Snappari þjóðarinnar og var meðal viðmælenda í þáttum um þekktustu snappara landsins á Stöð 2. Hann var í sambandi með þjóðþekktum konum og komst meðal annars í fréttirnar fyrir að gagnrýna barnsmóður sína fyrir að birta myndir af sér fáklæddri á samfélagsmiðlum. Þá sakaði kona hann um kynferðislega áreitni þegar hann kyssti hana á munninn. Dómurinn yfir Brynjólfi hefur ekki verið birtur. Karlotta segir hafa spilað inn í hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hve seint skýrslur voru teknar af vitnum eða þrettán mánuðum eftir að hún lagði fram kæru. Dómari hafi nefnt það sérstaklega í niðurstöðu sinni að það hafi verið allt of seint. Gögn glötuðust „Auk þess eyðilögðust eða týndust upptökurnar af framburðum vitnanna hjá lögreglu,“ segir Karlotta. Dómari hafi auk þess bent á að skýrslur lögreglu væru rýrar og „skortir á að betur væri að skýrslutökum staðið hjá lögreglu“. Þá hafi dómari gert athugasemd við að framburður vitna hafi ekki verið „að öllu leyti“ sá sami árið 2022 og 2025. En þar sem ekki var hægt að hlusta á sumar upptökur af skýrslutökum frá árinu 2022 hafi ekki verið hægt að bera framburðinn almennilega saman. Karlottu líður eins og réttarkerfið hafi brugðist henni með því að láta hana bíða í tæp fjögur ár eftir niðurstöðu í málinu. „Mér finnst lögreglan líka hafa brugðist og mér er virkilega misboðið vegna þessa alvarlegu og afdrifaríku mistaka hjá þeim,“ segir Karlotta. Henni líði eins og mál hennar hafi ekki skipt lögreglu neinu máli. Eins og það hafi verið neðst í bunkanum og týnst. Það sé ekki góð tilfinning. „Ég er ekki sátt með niðurstöðu héraðsdóms og vinnubrögð lögreglunnar í þessu máli eru til skammar.“ „Það erfiðast sem ég hef gert“ Hún vonar að barátta hennar hafi ekki verið til einskis. Karlotta vill nota tækifærið og hrósa brotaþolanum í hinu ofbeldismálinu fyrir að hafa haft hugrekki til að leggja fram kæru. „Þetta var fyrir mig og aðrar konur. Mig langar að setja lok á þetta mál. Núna er þetta algjörlega úr mínum höndum og ég þarf ekki að muna þetta lengur. Ég vona svo innilega að það séu ekki fleiri konur sem hafi lent í honum á einhvern hátt,“ segir Karlotta. Hún hafi lent í áföllum á lífsleiðinni, eins og aðrir. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á minni lífsleið,“ segir Karlotta um málið í heild - allt frá 19. júní 2021 og yfir í að bera vitni í eigin máli. Það er í höndum ríkissaksóknara að ákveða hvort málinu verður áfrýjað til Landsréttar. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Karlotta segir í færslu á Facebook í dag að þann 19. júní verði liðin fjögur ár síðan hún varð fyrir hrottalegu kynferðisofbeldi á heimili sínu þar sem hún hafi óttast um líf sitt í marga klukkutíma. Hún lagði fram kæru hjá lögreglu fyrir nauðgun í von um að geta bjargað öðrum konum frá manninum. Ákæra fyrir nauðgun var gefin út í september 2024. „Í fjögur ár hef ég þurft að bera þennan djöful með mér á hverjum degi, ef ég skyldi einhvern tímann þurfa að sitja í dómsal og segja mína sögu og fara yfir hvert einasta atriði aftur og aftur og aftur.“ Karlotta vísar þar til mikilvægi þess að geta munað og sagt frá erfiðri lífsreynslu og mestu smáatriðum fyrir dómi löngu eftir að atburðir gerast. Þjóðþekktur einstaklingur sýknaður og dæmdur Karlotta segir það hafa reynst henni mikil vonbrigði þegar dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að sýkna Brynjólf Löve Mogensen, betur þekktur sem Binni Löve, sem ákærður var í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Brynjólfur einnig ákærður fyrir ofbeldi gagnvart annarri konu. Þótt málið væri ótengt máli Karlottu voru málin sameinuð fyrir dómi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hlaut Brynjólfur þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm fyrir að kýla konuna. Færsla Karlottu á Facebook. Binni varð þjóðþekktur fyrir tæpum áratug sem einn helsti Snappari þjóðarinnar og var meðal viðmælenda í þáttum um þekktustu snappara landsins á Stöð 2. Hann var í sambandi með þjóðþekktum konum og komst meðal annars í fréttirnar fyrir að gagnrýna barnsmóður sína fyrir að birta myndir af sér fáklæddri á samfélagsmiðlum. Þá sakaði kona hann um kynferðislega áreitni þegar hann kyssti hana á munninn. Dómurinn yfir Brynjólfi hefur ekki verið birtur. Karlotta segir hafa spilað inn í hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hve seint skýrslur voru teknar af vitnum eða þrettán mánuðum eftir að hún lagði fram kæru. Dómari hafi nefnt það sérstaklega í niðurstöðu sinni að það hafi verið allt of seint. Gögn glötuðust „Auk þess eyðilögðust eða týndust upptökurnar af framburðum vitnanna hjá lögreglu,“ segir Karlotta. Dómari hafi auk þess bent á að skýrslur lögreglu væru rýrar og „skortir á að betur væri að skýrslutökum staðið hjá lögreglu“. Þá hafi dómari gert athugasemd við að framburður vitna hafi ekki verið „að öllu leyti“ sá sami árið 2022 og 2025. En þar sem ekki var hægt að hlusta á sumar upptökur af skýrslutökum frá árinu 2022 hafi ekki verið hægt að bera framburðinn almennilega saman. Karlottu líður eins og réttarkerfið hafi brugðist henni með því að láta hana bíða í tæp fjögur ár eftir niðurstöðu í málinu. „Mér finnst lögreglan líka hafa brugðist og mér er virkilega misboðið vegna þessa alvarlegu og afdrifaríku mistaka hjá þeim,“ segir Karlotta. Henni líði eins og mál hennar hafi ekki skipt lögreglu neinu máli. Eins og það hafi verið neðst í bunkanum og týnst. Það sé ekki góð tilfinning. „Ég er ekki sátt með niðurstöðu héraðsdóms og vinnubrögð lögreglunnar í þessu máli eru til skammar.“ „Það erfiðast sem ég hef gert“ Hún vonar að barátta hennar hafi ekki verið til einskis. Karlotta vill nota tækifærið og hrósa brotaþolanum í hinu ofbeldismálinu fyrir að hafa haft hugrekki til að leggja fram kæru. „Þetta var fyrir mig og aðrar konur. Mig langar að setja lok á þetta mál. Núna er þetta algjörlega úr mínum höndum og ég þarf ekki að muna þetta lengur. Ég vona svo innilega að það séu ekki fleiri konur sem hafi lent í honum á einhvern hátt,“ segir Karlotta. Hún hafi lent í áföllum á lífsleiðinni, eins og aðrir. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á minni lífsleið,“ segir Karlotta um málið í heild - allt frá 19. júní 2021 og yfir í að bera vitni í eigin máli. Það er í höndum ríkissaksóknara að ákveða hvort málinu verður áfrýjað til Landsréttar.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira