„Lengi dreymt um að keppa við þá“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júní 2025 10:15 Dagbjartur Sigurbrandsson leikur hér golf í Konopiska í Póllandi á síðasta ári. Octavio Passos/Getty Images Dagbjartur Sigurbrandsson tekur þátt í lokaúrtökumóti fyrir opna bandaríska meistaramótið í golfi í dag. Í holli með honum er þrefaldi risamótsmeistarinn Padraig Harrington og Svíinn Alex Noren, sem er með tíu sigra á Evrópumótaröðinni. Dagbjartur tryggði sér sæti í lokaúrtökumótinu með frábærri spilamennsku í undankeppni í Illinois. Þar léku 120 kylfingar um sex laus sæti í lokaúrtökumótinu, og komst Dagbjartur inn eftir fimm manna bráðabana, þar sem tvö sæti voru laus. Lokaúrtökumót opna bandaríska er síðasta stigið í átt þátttöku í einu af fjórum risamótum golfsins. Þar leika kylfingar 36 holur á einum degi, og aðeins þeir efstu tryggja sér sæti á mótinu sjálfu. 67 kylfingar munu berjast um nokkur laus sæti, en undankeppnin í Columbus er þekkt fyrir að vera ein sú allra erfiðasta. Ástæðan fyrir því er að Memorial mótið á PGA mótaröðinni sem lauk í gærkvöldi er einnig haldið í Ohio í Bandaríkjunum. Margir kylfingar sem eru ekki þegar með þátttökurétt á opna bandaríska nýta sér stutta ferðalagið og mæta beint í úrtökumótið. Gunnlaugur Árni Sveinsson lék í einu af lokaúrtökumótunum þann 19. maí og var ekki langt frá því að ná alla leið. Dagbjartur fer af stað rétt fyrir hádegi og með honum í holli verða Padraig Harrington, einn fremsti kylfingur Írlands sem hefur unnið þrjú risamót á ferlinum, og Alex Noren, sænskur kylfingur sem hefur tíu sinnum unnið mót á Evrópumótaröðinni og verið hluti af sigurliði Evrópu í Ryder bikarnum. Meðal annarra þekktra kylfinga sem taka þátt í mótinu má nefna Matt Kuchar, Rickie Fowler, Max Homa, Cameron Young og Tomas Lehman. „Það er virkilega gaman að sjá nafnið mitt við hliðina á mörgum af þessum frábæru leikmönnum. Maður hefur lengi dreymt um að keppa við þá síðan maður var yngri, svo það er virkilega spennandi að fá tækifæri til þess núna“ sagði Dagbjartur í viðtali við Golfsambandið. „Það er alltaf best á vera á brautinni og hitta sem flest grín sem mun hjálpa við skora vel. Hef verið að vinna að bæta driverinn og æfa vel í kringum gríninn sem hefur gengið vel og hef verið að rúlla honum vel á grínunum. Innáhögginn verða mikilvæg. Það skiptir miklu máli að vera þolinmóður á 36 holu dögunum og vera með góða næringu út á velli. Svona langir dagar taka vel á andlegu hliðina og er spenntur fyrir þeirri áskorun” sagði Dagbjartur einnig. Hér má fylgjast með skori mótsins. Dagbjartur fer af stað klukkan 11:40 á íslenskum tíma, 7:40 á staðartíma í Ohio, Bandaríkjunum. Lokamótið sjálft fer svo fram 12. - 15. júní á Oakmont Country Club. Golf Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Sjá meira
Dagbjartur tryggði sér sæti í lokaúrtökumótinu með frábærri spilamennsku í undankeppni í Illinois. Þar léku 120 kylfingar um sex laus sæti í lokaúrtökumótinu, og komst Dagbjartur inn eftir fimm manna bráðabana, þar sem tvö sæti voru laus. Lokaúrtökumót opna bandaríska er síðasta stigið í átt þátttöku í einu af fjórum risamótum golfsins. Þar leika kylfingar 36 holur á einum degi, og aðeins þeir efstu tryggja sér sæti á mótinu sjálfu. 67 kylfingar munu berjast um nokkur laus sæti, en undankeppnin í Columbus er þekkt fyrir að vera ein sú allra erfiðasta. Ástæðan fyrir því er að Memorial mótið á PGA mótaröðinni sem lauk í gærkvöldi er einnig haldið í Ohio í Bandaríkjunum. Margir kylfingar sem eru ekki þegar með þátttökurétt á opna bandaríska nýta sér stutta ferðalagið og mæta beint í úrtökumótið. Gunnlaugur Árni Sveinsson lék í einu af lokaúrtökumótunum þann 19. maí og var ekki langt frá því að ná alla leið. Dagbjartur fer af stað rétt fyrir hádegi og með honum í holli verða Padraig Harrington, einn fremsti kylfingur Írlands sem hefur unnið þrjú risamót á ferlinum, og Alex Noren, sænskur kylfingur sem hefur tíu sinnum unnið mót á Evrópumótaröðinni og verið hluti af sigurliði Evrópu í Ryder bikarnum. Meðal annarra þekktra kylfinga sem taka þátt í mótinu má nefna Matt Kuchar, Rickie Fowler, Max Homa, Cameron Young og Tomas Lehman. „Það er virkilega gaman að sjá nafnið mitt við hliðina á mörgum af þessum frábæru leikmönnum. Maður hefur lengi dreymt um að keppa við þá síðan maður var yngri, svo það er virkilega spennandi að fá tækifæri til þess núna“ sagði Dagbjartur í viðtali við Golfsambandið. „Það er alltaf best á vera á brautinni og hitta sem flest grín sem mun hjálpa við skora vel. Hef verið að vinna að bæta driverinn og æfa vel í kringum gríninn sem hefur gengið vel og hef verið að rúlla honum vel á grínunum. Innáhögginn verða mikilvæg. Það skiptir miklu máli að vera þolinmóður á 36 holu dögunum og vera með góða næringu út á velli. Svona langir dagar taka vel á andlegu hliðina og er spenntur fyrir þeirri áskorun” sagði Dagbjartur einnig. Hér má fylgjast með skori mótsins. Dagbjartur fer af stað klukkan 11:40 á íslenskum tíma, 7:40 á staðartíma í Ohio, Bandaríkjunum. Lokamótið sjálft fer svo fram 12. - 15. júní á Oakmont Country Club.
Golf Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Sjá meira