Væbaramanía og múgæsingur er nýtt átak var kynnt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júní 2025 20:31 Hljómsveitin Væb héldu tónleika fyrir nemendur grunnskóla Hafnarfjarðar á Thorsplaninu. Vísir/Anton Brink Hálfgerður múgæsingur myndaðist á Thorsplani þegar að foreldraráð Hafnarfjarðarbæjar með hjálp VÆB-bræðra kynntu nýtt framtak sem boðar símalaust sumar fyrir grunnskólanemendur. Krakkar í banastuði sögðu það ekki koma til greina að vera í símanum. Óhætt er að segja að ef þak hefði verið á Thorsplani hefði það rifnað af þegar að VÆB-bræður kynntu átakið, Horfumst í augu, í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ í dag enda undirtektirnar gífurlegar. Já hálfgerður múgæsingur á svæðinu og jafnvel hægt að tala um Væbaramaníu sem fyrirsvarsmenn átaksins tóku fagnandi. „Þetta er út frá víðtæku verkefni þar sem við erum að hvetja til þess að hafa símafrí í grunnskólum hérna í bænum með það að markmiðið að ýta undir betri líðan, samskipti og námsumhverfi barnanna,“ sagði Kristín Ólöf Grétarsdóttir, meðlimur í foreldraráði Hafnarfjarðarbæjar sem stendur á bak við framtakið. Hvernig sýndist þér til dæmis krakkarnir taka í þetta á þessum viðburði? „Þeim fannst brjálæðislega gaman. Þau voru alveg vel peppuð og þegar að Væb- strákarnir voru að segja: Ætlum við ekki að leggja frá okkur símana í sumar? Þá sögðu allir bara: JÁ! Svo það ætlar enginn í Hafnarfirði að vera í símanum í sumar,“ sagði Stella Björg Kristinsdóttir, forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. En hvað segja krakkarnir um að sleppa símanum? Sjá má þeirra skoðun á þessu öllu saman í spilaranum hér fyrir neðan. Ýmsir sögðust ætla láta símann eiga sig á meðan aðrir tvíefldust og sögðu símann koma með hvert sem er. „Krakkar, það er sumar, við eigum að vera úti og hafa gaman. Verkefnið heitir Horfumst í augu. Við ætlum að horfast í augu, það er eye contact. Í staðinn fyrir að vera heima að skrolla. Inni í herbergi að skrolla. Maður græðir ekkert á því,“ sögðu VÆB-bræðurnir Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir. Hafnarfjörður Símanotkun barna Börn og uppeldi Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Óhætt er að segja að ef þak hefði verið á Thorsplani hefði það rifnað af þegar að VÆB-bræður kynntu átakið, Horfumst í augu, í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ í dag enda undirtektirnar gífurlegar. Já hálfgerður múgæsingur á svæðinu og jafnvel hægt að tala um Væbaramaníu sem fyrirsvarsmenn átaksins tóku fagnandi. „Þetta er út frá víðtæku verkefni þar sem við erum að hvetja til þess að hafa símafrí í grunnskólum hérna í bænum með það að markmiðið að ýta undir betri líðan, samskipti og námsumhverfi barnanna,“ sagði Kristín Ólöf Grétarsdóttir, meðlimur í foreldraráði Hafnarfjarðarbæjar sem stendur á bak við framtakið. Hvernig sýndist þér til dæmis krakkarnir taka í þetta á þessum viðburði? „Þeim fannst brjálæðislega gaman. Þau voru alveg vel peppuð og þegar að Væb- strákarnir voru að segja: Ætlum við ekki að leggja frá okkur símana í sumar? Þá sögðu allir bara: JÁ! Svo það ætlar enginn í Hafnarfirði að vera í símanum í sumar,“ sagði Stella Björg Kristinsdóttir, forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. En hvað segja krakkarnir um að sleppa símanum? Sjá má þeirra skoðun á þessu öllu saman í spilaranum hér fyrir neðan. Ýmsir sögðust ætla láta símann eiga sig á meðan aðrir tvíefldust og sögðu símann koma með hvert sem er. „Krakkar, það er sumar, við eigum að vera úti og hafa gaman. Verkefnið heitir Horfumst í augu. Við ætlum að horfast í augu, það er eye contact. Í staðinn fyrir að vera heima að skrolla. Inni í herbergi að skrolla. Maður græðir ekkert á því,“ sögðu VÆB-bræðurnir Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir.
Hafnarfjörður Símanotkun barna Börn og uppeldi Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein