Segir viðbrögð borgarfulltrúa á mótmælum kjánaleg Lovísa Arnardóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 3. júní 2025 22:01 Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari og Darina Andriivna Khomenska, leikmaður Aþenu. Stöð 2 Reykjavíkurborg og forsvarsmenn körfuboltafélagsins Aþenu hafa enn ekki komist að samkomulagi um endurnýjun samninga vegna notkunar félagsins á íþróttahúsi í Breiðholti. Liðsmenn mótmæltu við ráðhúsið í dag og liðsmaður Aþenu segir viðbrögð borgarfulltrúa á mótmælunum kjánaleg. Brynjar Karl, þjálfari, segir borgarfulltrúa ekki búna að kynna sér starf Aþenu áður en ákvörðun er tekin. Fjallað hefur verið um það síðustu daga rekstrarsamningur íþróttafélagsins Aþenu við Reykjavíkurborg um notkun íþróttahúsnæðis hafi runnið út þann 31. maí. Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs sagðist í skriflegum svörum við fréttastofu í dag vilja sjá breytingar á samningnum sem felist í eðlilegri samnýtingu húsnæðis borgarinnar, samstarfi Aþenu og Leiknis, „góðum samskiptum og að fylgt verði mannréttindastefnu borgarinnar.“ Hann sagði mikilvægt að aðgreina annars vegar rekstur mannvirkjanna og hins vegar að skapa Aþenu aðstæður til að halda áfram sínu starfi. Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu gefur lítið fyrir svör formanns menningar- og íþróttaráðs um samning sem hann bauð félaginu um afnot á húsnæði Leiknis til æfingatíma, slíkur samningur muni drepa félagið, hvers starf fer að miklu leyti fram utan tilsettra æfingatíma. Þurfi einhver að fylgja mannréttindum séu það borgaryfirvöld en ekki Aþena. Brynjar Karl og liðskonur Aþenu efndu af þessu tilefni til mótmæla við ráðhúsið í dag þegar borgarstjórn fundaði. Gerður var hlé á fundinum vegna hávaða og nokkrir borgarfulltrúar, og borgarstjóri, komu út til að ræða við stelpurnar. Darina Andriivna Khomenska, leikmaður Aþenu, segir borgarfulltrúa ekki hafa verið með mörg svör þegar þau komu út í dag á meðan mótmælunum stóð. Meðal þeirra sem komu út voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, Skúli Helgason og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri. Svöruðu ekki spurningum beint „Þau töluðu í kringum þetta og hvernig þau komu út til okkar. Mér fannst þetta frekar kjánalegt af þeim og töluðu bara í kringum þetta,“ segir Darina og að þegar þau hafi verið spurð beint út hvort það ætti að gera rekstrarsamning við Aþenu hafi borgafulltrúarnir ekki getað svarað því. „Þau voru að gefa fimmu og segja að það væri fínt að fá sér ferskt loft. Mér finnst það bara kjánalegt.“ Brynjar Karl segist upplifa málið þannig að Skúli sé búinn að mála sig út í horn og sé farinn að draga upp úr rassinum mannréttindastefnu sem hann telur borgina og borgarfulltrúana eiga að kynna sér sjálf. Hvað varðar kröfur borgarinnar segist Brynjar ekki skilja hvaðan þær komi. Aþena sé í góðu samstarfi við Leikni um nýtingu á húsnæðinu. „Við erum hérna á milli þrjú og sex,“ segir Brynjar Karl og það séu um hundrað börn sem taki þátt í starfi Aþenu á þeim tíma. Það sé mjög mikil fjölgun frá því að Aþena byrjaði að nýta húsnæðið og það sé útlit fyrir að þeim muni fjölga áfram. Aþena Íþróttir barna Körfubolti Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Fjallað hefur verið um það síðustu daga rekstrarsamningur íþróttafélagsins Aþenu við Reykjavíkurborg um notkun íþróttahúsnæðis hafi runnið út þann 31. maí. Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs sagðist í skriflegum svörum við fréttastofu í dag vilja sjá breytingar á samningnum sem felist í eðlilegri samnýtingu húsnæðis borgarinnar, samstarfi Aþenu og Leiknis, „góðum samskiptum og að fylgt verði mannréttindastefnu borgarinnar.“ Hann sagði mikilvægt að aðgreina annars vegar rekstur mannvirkjanna og hins vegar að skapa Aþenu aðstæður til að halda áfram sínu starfi. Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu gefur lítið fyrir svör formanns menningar- og íþróttaráðs um samning sem hann bauð félaginu um afnot á húsnæði Leiknis til æfingatíma, slíkur samningur muni drepa félagið, hvers starf fer að miklu leyti fram utan tilsettra æfingatíma. Þurfi einhver að fylgja mannréttindum séu það borgaryfirvöld en ekki Aþena. Brynjar Karl og liðskonur Aþenu efndu af þessu tilefni til mótmæla við ráðhúsið í dag þegar borgarstjórn fundaði. Gerður var hlé á fundinum vegna hávaða og nokkrir borgarfulltrúar, og borgarstjóri, komu út til að ræða við stelpurnar. Darina Andriivna Khomenska, leikmaður Aþenu, segir borgarfulltrúa ekki hafa verið með mörg svör þegar þau komu út í dag á meðan mótmælunum stóð. Meðal þeirra sem komu út voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, Skúli Helgason og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri. Svöruðu ekki spurningum beint „Þau töluðu í kringum þetta og hvernig þau komu út til okkar. Mér fannst þetta frekar kjánalegt af þeim og töluðu bara í kringum þetta,“ segir Darina og að þegar þau hafi verið spurð beint út hvort það ætti að gera rekstrarsamning við Aþenu hafi borgafulltrúarnir ekki getað svarað því. „Þau voru að gefa fimmu og segja að það væri fínt að fá sér ferskt loft. Mér finnst það bara kjánalegt.“ Brynjar Karl segist upplifa málið þannig að Skúli sé búinn að mála sig út í horn og sé farinn að draga upp úr rassinum mannréttindastefnu sem hann telur borgina og borgarfulltrúana eiga að kynna sér sjálf. Hvað varðar kröfur borgarinnar segist Brynjar ekki skilja hvaðan þær komi. Aþena sé í góðu samstarfi við Leikni um nýtingu á húsnæðinu. „Við erum hérna á milli þrjú og sex,“ segir Brynjar Karl og það séu um hundrað börn sem taki þátt í starfi Aþenu á þeim tíma. Það sé mjög mikil fjölgun frá því að Aþena byrjaði að nýta húsnæðið og það sé útlit fyrir að þeim muni fjölga áfram.
Aþena Íþróttir barna Körfubolti Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira