Stuð og stemning á „árshátíð íslenskra þungarokkara“ í Stykkishólmi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. júní 2025 14:06 Bibbi í Skálmöld, Gunnar Sauermann, Dagur Gíslason (Misþyrming) og Guðni Th. Jóhannesson í góðum gír á Sátunni í Stykkishólmi. aðsend/Sátan Þriggja daga þungarokkshátíðin Sátan fer fram Stykkishólmi um helgina en þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin. Fremstu þungarokkshljómsveitir landsins troða upp á hátíðinni ásamt vel völdum erlendum hljómsveitum. „Þarna eru þungarokkssveitir, íslenskar og erlendar, að spila, og pönkhljómsveitir og rokksveitir og alls kyns. Svo er fyrirlestradagskrá líka. Þetta er nánast einhvers konar árshátíð íslenskra þungarokkara,“ segir tónlistarblaðamaðurinn og gagnrýnandinn Arnar Eggert Thoroddsen er staddur á Sátunni í Stykkishólmi. Hann segir hátíðina hafa gengið frábærlega síðustu daga og hrósar aðstandendum hátíðarinnar. „Gísli Sigmundsson og hans fólk, Gísli úr Sororicide, hafa haldið utan um þetta og þetta er nánast eins og fjölskylduskemmtun. Innileg stemning mikil og fjölskyludublær yfir þessu einhvern veginn, allir í góðum fíling, allir að spjalla og treysta böndin og þetta hefur virkað alveg ótrúlega vel sem tónlistarhátíð,“ segir Arnar. „Allt hefur farið vel fram, fólk er aðallega að drekka Trópí og borða pylsur og spjalla.“ Hér má sjá sveitina Sororicide eftir að þeir stigu á svið í síðasta sinn.aðsend/Sátan Tilfinningar á síðasta gigginu Fjöldi hljómsveita treður upp á hátíðinni sem hófst á fimmtudaginn og lýkur í kvöld. „Íslenska dauðarokkshljómsveitin Sororicide lék sína síðustu tónleika og það var mikið tilfinningaumrót í salnum, stórsveitin Carcass spilaði í gær og allt vitlaust og í kvöld mun Skálmöld ljúka hátíðinni, þannig að þetta eru engin smáræðis nöfn sem eru í gangi hérna,“ segir Arnar. Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, er heiðursgestur á hátíðinni en hann tók þátt í ráðstefnuhluta hennar í gær. „Það var verið að ræða hvernig Ásgarður og goðafræðin eru notuð í þungarokki og hann og Bibbi í Skálmöld og Gunnar Sourman, sem er svona risi í alþjóðlegum heimi þungarokksins, sátu þarna og spjölluðu saman. Og hann mætti þarna bara í einhverjum þungarokksbol og með derhúfu og stóð sig eins og hetja, hann Guðni.“ Tónlist Stykkishólmur Tónleikar á Íslandi Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Kanónur í jólakósí Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
„Þarna eru þungarokkssveitir, íslenskar og erlendar, að spila, og pönkhljómsveitir og rokksveitir og alls kyns. Svo er fyrirlestradagskrá líka. Þetta er nánast einhvers konar árshátíð íslenskra þungarokkara,“ segir tónlistarblaðamaðurinn og gagnrýnandinn Arnar Eggert Thoroddsen er staddur á Sátunni í Stykkishólmi. Hann segir hátíðina hafa gengið frábærlega síðustu daga og hrósar aðstandendum hátíðarinnar. „Gísli Sigmundsson og hans fólk, Gísli úr Sororicide, hafa haldið utan um þetta og þetta er nánast eins og fjölskylduskemmtun. Innileg stemning mikil og fjölskyludublær yfir þessu einhvern veginn, allir í góðum fíling, allir að spjalla og treysta böndin og þetta hefur virkað alveg ótrúlega vel sem tónlistarhátíð,“ segir Arnar. „Allt hefur farið vel fram, fólk er aðallega að drekka Trópí og borða pylsur og spjalla.“ Hér má sjá sveitina Sororicide eftir að þeir stigu á svið í síðasta sinn.aðsend/Sátan Tilfinningar á síðasta gigginu Fjöldi hljómsveita treður upp á hátíðinni sem hófst á fimmtudaginn og lýkur í kvöld. „Íslenska dauðarokkshljómsveitin Sororicide lék sína síðustu tónleika og það var mikið tilfinningaumrót í salnum, stórsveitin Carcass spilaði í gær og allt vitlaust og í kvöld mun Skálmöld ljúka hátíðinni, þannig að þetta eru engin smáræðis nöfn sem eru í gangi hérna,“ segir Arnar. Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, er heiðursgestur á hátíðinni en hann tók þátt í ráðstefnuhluta hennar í gær. „Það var verið að ræða hvernig Ásgarður og goðafræðin eru notuð í þungarokki og hann og Bibbi í Skálmöld og Gunnar Sourman, sem er svona risi í alþjóðlegum heimi þungarokksins, sátu þarna og spjölluðu saman. Og hann mætti þarna bara í einhverjum þungarokksbol og með derhúfu og stóð sig eins og hetja, hann Guðni.“
Tónlist Stykkishólmur Tónleikar á Íslandi Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Kanónur í jólakósí Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira