Orri Harðarson er allur Jakob Bjarnar skrifar 10. júní 2025 13:12 Orri Harðarson var kátur á styrktartónleikum sem haldnir voru 22. febrúar. Daníel Þór Ágústsson Orri Harðarson, tónlistarmaður og rithöfundur, er allur eftir hugdjarfa baráttu við krabbamein. Hann var fæddur 1972 en deyr á laugardaginn 7. júní 2025 í faðmi fjölskyldu sinnar. Orri kenndi sig ætíð við Akranes en fór víða og var meðal annars kjörinn bæjarlistamaður á Akureyri 2017. Orri var fjölhæfur listamaður, hann sendi frá sér tvær skáldsögur og fimm eða sex stórar plötur auk þess sem hann starfaði lengi sem upptökustjóri. Orri veitti vinum sínum á samfélagsmiðlum hlutdeild í baráttu sinni við þennan skelfilega vágest sem krabbamein er. Í maí tilkynnti hann um að eftir tíðar inndælingar krabbameinslyfja síðan í janúar, væri nóg komið. „Tímabært að leyfa líkama og sál að jafna sig; þiggja aðeins líknandi meðferð og leitast við að gera einhvers konar lífsgæði úr restinni. Rannsóknir sýna enda að ekki verður lengur við neitt ráðið.“ Orri lætur eftir sig tvær dætur en sérstakir og vel heppnaðir styrktartónleikar voru haldnir fyrir Orra á Akranesi, í Bíóhöllinni þann 22. febrúar. Þar komu fram margir af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar, vottuðu Orra virðingu sína og fluttu lög eftir hann. Ótrúlegt æðruleysi gagnvart þessum vágesti Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður, einn besti vinur Orra frá barnæsku, segir Orra hafa tekið þessum tíðindum af ótrúlegu æðruleysi. Líkt og hann væri undirbúinn en hann greindist með krabbamein um síðustu áramót, þannig að ekki tók það krabbann langan tíma að leggja Orra. Orri lætur eftir sig tvær dætur.Daníel Þór Ágústsson „Hann sá að þetta var tapað stríð og aðeins spurning um hversu langan tíma hann fengi. Eins og hann hefði sætt sig við það hvernig svo sem stendur á því. Æðruleysið gagnvart þessum tíðindum voru slík að ég hef ekki séð annað eins.“ Ólafur Páll segir að Orri hafi sagt við sig að hann væri búinn að lifa í rúma hálfa öld, hann væri búinn að gera meira og minna það sem hann vildi og hann ætti tvær dætur sem voru í góðum höndum. „Hann var einhvern veginn tilbúinn og sáttur. Þetta er bara svona,“ segir Ólafur Páll. Ótrúlega mikið talent Fáir ef nokkrir eru eins fróðir um verk Orra og Ólafur Páll sem segir um vin sinn að þetta hafi verið einhver mestur hæfileikamaður sem hann hafi kynnst. Ólafur Páll á styrktartónleikunum. Óli Palli segir æðruleysið sem Orri sýndi sjúkdómi sínum slíkt að hann hafi ekki séð annað eins.Daníel Þór Ágústsson Hann gerði góð lög, var flinkur upptökustjóri, skóp einstakan hljóðheim og spilaði frábærlega á bæði gítar og píanó. „Við vinir hans hefðum viljað fá miklu meira frá honum en hann var flókinn persónuleiki og flæktist kannski helst fyrir sjálfum sér. Hann sagðist hættur í tónlistinni þegar hann byrjaði að skrifa skáldsögur. Honum fannst erfitt að vera á sviði og að fólk gerði kröfur til hans þegar hann var trúbador, sem honum þótti fyrir sig hræðilegt hlutskipti. Hann var ótrúlega mikið talent,“ segir Ólafur Páll. Tónlist Bókmenntir Andlát Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Orri var fjölhæfur listamaður, hann sendi frá sér tvær skáldsögur og fimm eða sex stórar plötur auk þess sem hann starfaði lengi sem upptökustjóri. Orri veitti vinum sínum á samfélagsmiðlum hlutdeild í baráttu sinni við þennan skelfilega vágest sem krabbamein er. Í maí tilkynnti hann um að eftir tíðar inndælingar krabbameinslyfja síðan í janúar, væri nóg komið. „Tímabært að leyfa líkama og sál að jafna sig; þiggja aðeins líknandi meðferð og leitast við að gera einhvers konar lífsgæði úr restinni. Rannsóknir sýna enda að ekki verður lengur við neitt ráðið.“ Orri lætur eftir sig tvær dætur en sérstakir og vel heppnaðir styrktartónleikar voru haldnir fyrir Orra á Akranesi, í Bíóhöllinni þann 22. febrúar. Þar komu fram margir af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar, vottuðu Orra virðingu sína og fluttu lög eftir hann. Ótrúlegt æðruleysi gagnvart þessum vágesti Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður, einn besti vinur Orra frá barnæsku, segir Orra hafa tekið þessum tíðindum af ótrúlegu æðruleysi. Líkt og hann væri undirbúinn en hann greindist með krabbamein um síðustu áramót, þannig að ekki tók það krabbann langan tíma að leggja Orra. Orri lætur eftir sig tvær dætur.Daníel Þór Ágústsson „Hann sá að þetta var tapað stríð og aðeins spurning um hversu langan tíma hann fengi. Eins og hann hefði sætt sig við það hvernig svo sem stendur á því. Æðruleysið gagnvart þessum tíðindum voru slík að ég hef ekki séð annað eins.“ Ólafur Páll segir að Orri hafi sagt við sig að hann væri búinn að lifa í rúma hálfa öld, hann væri búinn að gera meira og minna það sem hann vildi og hann ætti tvær dætur sem voru í góðum höndum. „Hann var einhvern veginn tilbúinn og sáttur. Þetta er bara svona,“ segir Ólafur Páll. Ótrúlega mikið talent Fáir ef nokkrir eru eins fróðir um verk Orra og Ólafur Páll sem segir um vin sinn að þetta hafi verið einhver mestur hæfileikamaður sem hann hafi kynnst. Ólafur Páll á styrktartónleikunum. Óli Palli segir æðruleysið sem Orri sýndi sjúkdómi sínum slíkt að hann hafi ekki séð annað eins.Daníel Þór Ágústsson Hann gerði góð lög, var flinkur upptökustjóri, skóp einstakan hljóðheim og spilaði frábærlega á bæði gítar og píanó. „Við vinir hans hefðum viljað fá miklu meira frá honum en hann var flókinn persónuleiki og flæktist kannski helst fyrir sjálfum sér. Hann sagðist hættur í tónlistinni þegar hann byrjaði að skrifa skáldsögur. Honum fannst erfitt að vera á sviði og að fólk gerði kröfur til hans þegar hann var trúbador, sem honum þótti fyrir sig hræðilegt hlutskipti. Hann var ótrúlega mikið talent,“ segir Ólafur Páll.
Tónlist Bókmenntir Andlát Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira