Persónuvernd lagði Landlækni en sektin milduð Agnar Már Másson skrifar 10. júní 2025 15:34 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Vísir/Einar Persónuvernd mátti sekta embætti Landlæknis fyrir öryggisbresti sem vörðuðu tugir þúsunda Íslendinga. Héraðsdómari mildaði þó stjórnvaldssektina úr 12 milljónum í 8 milljónir þar sem Landlæknir þótti samvinnufús við að upplýsa um málið. Landlæknisembættið hafði krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hann ógilti ákvörðun Persónuverndar frá 27. júlí 2023 þar sem embættið var sektað um tólf milljónir króna vegna öryggisveikleika á vefnum Heilsuvera.is. Embættið tryggði ekki öryggi persónuupplýsinga með fullnægjandi hætti á árunum 2015 til 2020, að sögn Persónuverndar. Öryggisveikleikinn uppgötvaðist 8. júní 2020 en hann náði til afmarkaðs hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á Heilsuvera.is. Innan við klukkustund var veikleikinn staðfestur af Origo, sem rekur Heilsuveru, og vefnum lokað. Þá tók um fimm klukkustundir að laga veikleikann og koma kerfinu aftur í notkun. Í téðri ákvörðun Persónuverndar kom fram að starfsmenn embættisins hefðu gefið Persónuvernd misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins varðandi umfang öryggisveikleikans. María Heimisdóttir var í febrúar skipuð Landlæknir til næstu fimm ára og tekur hún við af Ölmu Möller, sem nú er Heilbrigðisráðherra.Stöð 2/Sigurjón Í bréfi embættisins til Persónuverndar kom fram að öryggisbresturinn kynni að hafa áhrif á 205.407 skjöl sem vistuð voru hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og tengdust 41.390 einstaklingum, að því er fram kemur í dómnum sem birtur var á vefsvæði Héraðsdóms í dag. Héraðsdómur féllst á nálgun Persónuverndar að ófullnægjandi upplýsingaöryggi teldist vera sérlega alvarlegt. Ótvírætt hafi verið heimild og tilefni til að beita sekt í ljósi brota embættisins. Aftur á móti bendir dómurinn á að embætti landlæknis hafi verið samvinnufúst við rannsókn Persónuverndar á öryggisbrestunum og átt heldur óhægt um vik með að afhenda stefnda snarlega umbeðin gögn. Því taldi dómurinn við hæfi að fallast á þrautavarakröfu Landlæknis um að stjórnvaldssekt, í ákvörðun stefnda, dags. 27. júní 2023, lækki úr 12.000.000 króna í 8.000.000 króna. Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Dómsmál Embætti landlæknis Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Landlæknisembættið hafði krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hann ógilti ákvörðun Persónuverndar frá 27. júlí 2023 þar sem embættið var sektað um tólf milljónir króna vegna öryggisveikleika á vefnum Heilsuvera.is. Embættið tryggði ekki öryggi persónuupplýsinga með fullnægjandi hætti á árunum 2015 til 2020, að sögn Persónuverndar. Öryggisveikleikinn uppgötvaðist 8. júní 2020 en hann náði til afmarkaðs hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á Heilsuvera.is. Innan við klukkustund var veikleikinn staðfestur af Origo, sem rekur Heilsuveru, og vefnum lokað. Þá tók um fimm klukkustundir að laga veikleikann og koma kerfinu aftur í notkun. Í téðri ákvörðun Persónuverndar kom fram að starfsmenn embættisins hefðu gefið Persónuvernd misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins varðandi umfang öryggisveikleikans. María Heimisdóttir var í febrúar skipuð Landlæknir til næstu fimm ára og tekur hún við af Ölmu Möller, sem nú er Heilbrigðisráðherra.Stöð 2/Sigurjón Í bréfi embættisins til Persónuverndar kom fram að öryggisbresturinn kynni að hafa áhrif á 205.407 skjöl sem vistuð voru hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og tengdust 41.390 einstaklingum, að því er fram kemur í dómnum sem birtur var á vefsvæði Héraðsdóms í dag. Héraðsdómur féllst á nálgun Persónuverndar að ófullnægjandi upplýsingaöryggi teldist vera sérlega alvarlegt. Ótvírætt hafi verið heimild og tilefni til að beita sekt í ljósi brota embættisins. Aftur á móti bendir dómurinn á að embætti landlæknis hafi verið samvinnufúst við rannsókn Persónuverndar á öryggisbrestunum og átt heldur óhægt um vik með að afhenda stefnda snarlega umbeðin gögn. Því taldi dómurinn við hæfi að fallast á þrautavarakröfu Landlæknis um að stjórnvaldssekt, í ákvörðun stefnda, dags. 27. júní 2023, lækki úr 12.000.000 króna í 8.000.000 króna.
Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Dómsmál Embætti landlæknis Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira