Sakhæfi og refsing móður sem myrti eigið barn staðfest Árni Sæberg skrifar 12. júní 2025 16:46 Móðirin bjó ásamt drengjunum tveimur á Nýbýlavegi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest átján ára fangelsisrefsingu móður, sem sakfelld var fyrir að ráða syni sínum bana og að reyna að ráða öðrum syni sínum bana. Landsréttur féllst á það með héraðsdómi að konan væri sakhæf en lögmaður hennar taldi að meta ætti andleg veikindi konunnar henni til refsilækkunar eða refsileysis. Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp síðdegis. Konan var upphaflega sakfelld fyrir að myrða sex ára son sinn og gera tilraun til að bana eldri syni sínum í janúar í fyrra í héraði í nóvember þess árs. Í dómi héraðsdóms segir að konan hafi svipt drenginn lífi með því að setja kodda yfir andlit hans og með báðum höndum þrýst koddanum yfir vit hans og þrýst á háls hans og efri hluta brjóstkassa og ekki linað þau tök fyrr en hún varð þess áskynja að hann var látinn. Drengurinn hafi látist af völdum köfnunar. Í kjölfarið hafi hún farið inn í herbergi eldri sonar síns þar sem hann lá sofandi. Þar hafi hún tekið fyrir vit hans með annarri hendi og í hnakka hans með hinni og þannig þrýst andliti hans niður í rúmið, þannig að hann gat ekki andað. Drengurinn hafi vaknað og tekist að losa sig úr taki móður sinnar. Þunglynd en ekki ósakhæf Í dómi héraðsdóms sagði að konan hefði verið þjökuð af alvarlegu þunglyndi en ekki geðveiki að mati dómkvaddra matsmanna. „Málinu verður áfrýjað til Landsréttar, þar sem telja verður nauðsynlegt að tekið verði til endurskoðunar annarsvegar hve þungur dómurinn er og hinsvegar að ekki hafi verið fallist á að ákærða hafi verið ósakhæf á verknaðarstundu og hafi átt sér ákveðnar málsbætur í ljósi þess hve alvarleg andleg veikindi hún glímdi við er verknaðurinn var framinn,“ sagði í skriflegu svari Evu Dóru Kolbrúnardóttur, skipaðs verjanda konunnar, við fyrirspurn Vísis á sínum tíma. Landsréttur hefur nú komist að sömu niðurstöðu og héraðsdómur og dæmt konuna til átján ára fangelsisvistar. Í dómi Landsréttar kom fram að ákvæði almennra hegningarlaga geymdi undantekningu frá því þeirri meginreglu að mönnum skyldi refsað fyrir afbrot sín og það leiddi ekki til sakhæfisskorts þótt sá, sem framið hefði refsiverðan verknað, væri haldinn ranghugmyndum af völdum geðsjúkdóms nema hann hefði alls ekki verið fær um að stjórna gerðum sínum er hann vann verkið. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms, hafi dómur héraðsdóms verið staðfestur. Andlát barns á Nýbýlavegi Dómsmál Kópavogur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp síðdegis. Konan var upphaflega sakfelld fyrir að myrða sex ára son sinn og gera tilraun til að bana eldri syni sínum í janúar í fyrra í héraði í nóvember þess árs. Í dómi héraðsdóms segir að konan hafi svipt drenginn lífi með því að setja kodda yfir andlit hans og með báðum höndum þrýst koddanum yfir vit hans og þrýst á háls hans og efri hluta brjóstkassa og ekki linað þau tök fyrr en hún varð þess áskynja að hann var látinn. Drengurinn hafi látist af völdum köfnunar. Í kjölfarið hafi hún farið inn í herbergi eldri sonar síns þar sem hann lá sofandi. Þar hafi hún tekið fyrir vit hans með annarri hendi og í hnakka hans með hinni og þannig þrýst andliti hans niður í rúmið, þannig að hann gat ekki andað. Drengurinn hafi vaknað og tekist að losa sig úr taki móður sinnar. Þunglynd en ekki ósakhæf Í dómi héraðsdóms sagði að konan hefði verið þjökuð af alvarlegu þunglyndi en ekki geðveiki að mati dómkvaddra matsmanna. „Málinu verður áfrýjað til Landsréttar, þar sem telja verður nauðsynlegt að tekið verði til endurskoðunar annarsvegar hve þungur dómurinn er og hinsvegar að ekki hafi verið fallist á að ákærða hafi verið ósakhæf á verknaðarstundu og hafi átt sér ákveðnar málsbætur í ljósi þess hve alvarleg andleg veikindi hún glímdi við er verknaðurinn var framinn,“ sagði í skriflegu svari Evu Dóru Kolbrúnardóttur, skipaðs verjanda konunnar, við fyrirspurn Vísis á sínum tíma. Landsréttur hefur nú komist að sömu niðurstöðu og héraðsdómur og dæmt konuna til átján ára fangelsisvistar. Í dómi Landsréttar kom fram að ákvæði almennra hegningarlaga geymdi undantekningu frá því þeirri meginreglu að mönnum skyldi refsað fyrir afbrot sín og það leiddi ekki til sakhæfisskorts þótt sá, sem framið hefði refsiverðan verknað, væri haldinn ranghugmyndum af völdum geðsjúkdóms nema hann hefði alls ekki verið fær um að stjórna gerðum sínum er hann vann verkið. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms, hafi dómur héraðsdóms verið staðfestur.
Andlát barns á Nýbýlavegi Dómsmál Kópavogur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira