Fjögurra daga bongóblíða í vændum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2025 23:23 Ef allt gengur eftir verður svona um að litast í Nauthólsvík næstu daga. Myndin er tekin í bongóblíðunni í maí. Vísir/Anton Brink Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi Stormur veðurfræðingur, segir fjögurra daga bongóblíðu í vændum á stærstum hluta landsins. Hann spáir þó blautum þjóðhátíðardegi en segir ekkert fast í hendi. Samkvæmt staðarspám Veðurstofunnar má búast við allt að sautján stiga hita á höfuðborgarsvæðinu síðdegis á morgun. „Þegar þið talið um sautján gráður, ég held það verði um átján til 22 gráður þar sem hlýjast verður,“ sagði Sigurður í Reykjavík Síðdegis í dag. Á laugardaginn verði hlýjast í uppsveitum Suðurlands. Svalast verði á Austurlandi og Austfjörðum, þar sem lægð frá Færeyjum rembist við að landa hæðinni austan- og suðaustan til. „En ef við horfum á meginhluta landsins, og þá sérstaklega suðurhluta og Vesturland, þá erum við að tala um fjögurra daga bongóblíðu, það er ekkert öðruvísi. Og jafnvel framhald á hvað hitann varðar.“ Þjóðhátíðardagurinn ekki jafn spennandi Þrátt fyrir fjögurra daga veisluna sem Sigurður segir fram undan eru horfurnar ekki alveg jafn góðar í tengslum við þriðjudaginn 17. júní. „Þegar forsetinn okkar ætlar að færa okkur tíðindin á Austurvelli, þá gæti regnhlífin bjargað miklu. Og mér sýnist að 17. júní verði blautur að þessu sinni, sér í lagi sunnan- og vestan til. Þá er lægðin að hafa þau áhrif að hún nær að hrekja hæðina,“ segir Sigurður. Spáin geti þó breyst. Þó séu horfur fyrir þurrum 17. júní á norðanverðu landinu, sér í lagi á Norðausturlandi. Sigurður lofar jafnframt tveggja stafa hitatölum um allt land á þjóðhátíðardaginn. Allur er varinn góður, og Siggi, sem lært hefur að lofa ekki upp í ermina á sér, setur fyrirvara á spár næstu daga. „Nú er þetta annar kafli á þessu sumri sem beinir til okkar sólarveðri með hægum vindi. Það eina sem getur skemmt allar spár, ég ætla nú ekki að svekkja fólk, það er auðvitað þokan. Ef þokan gerir sig gildandi geta hitaspár snúist svolítið í höndunum á okkur.“ Veður Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Víðast úrkomulítið en skúrir og slydduél austantil Mildri austanátt beint til landsins Áfram hvasst með suðurströndinni Slær áfram í storm á suðurströndinni Djúp lægð veldur stormi syðst á landinu Þurrt og bjart víða um landið Hvasst syðst á landinu Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Sjá meira
Samkvæmt staðarspám Veðurstofunnar má búast við allt að sautján stiga hita á höfuðborgarsvæðinu síðdegis á morgun. „Þegar þið talið um sautján gráður, ég held það verði um átján til 22 gráður þar sem hlýjast verður,“ sagði Sigurður í Reykjavík Síðdegis í dag. Á laugardaginn verði hlýjast í uppsveitum Suðurlands. Svalast verði á Austurlandi og Austfjörðum, þar sem lægð frá Færeyjum rembist við að landa hæðinni austan- og suðaustan til. „En ef við horfum á meginhluta landsins, og þá sérstaklega suðurhluta og Vesturland, þá erum við að tala um fjögurra daga bongóblíðu, það er ekkert öðruvísi. Og jafnvel framhald á hvað hitann varðar.“ Þjóðhátíðardagurinn ekki jafn spennandi Þrátt fyrir fjögurra daga veisluna sem Sigurður segir fram undan eru horfurnar ekki alveg jafn góðar í tengslum við þriðjudaginn 17. júní. „Þegar forsetinn okkar ætlar að færa okkur tíðindin á Austurvelli, þá gæti regnhlífin bjargað miklu. Og mér sýnist að 17. júní verði blautur að þessu sinni, sér í lagi sunnan- og vestan til. Þá er lægðin að hafa þau áhrif að hún nær að hrekja hæðina,“ segir Sigurður. Spáin geti þó breyst. Þó séu horfur fyrir þurrum 17. júní á norðanverðu landinu, sér í lagi á Norðausturlandi. Sigurður lofar jafnframt tveggja stafa hitatölum um allt land á þjóðhátíðardaginn. Allur er varinn góður, og Siggi, sem lært hefur að lofa ekki upp í ermina á sér, setur fyrirvara á spár næstu daga. „Nú er þetta annar kafli á þessu sumri sem beinir til okkar sólarveðri með hægum vindi. Það eina sem getur skemmt allar spár, ég ætla nú ekki að svekkja fólk, það er auðvitað þokan. Ef þokan gerir sig gildandi geta hitaspár snúist svolítið í höndunum á okkur.“
Veður Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Víðast úrkomulítið en skúrir og slydduél austantil Mildri austanátt beint til landsins Áfram hvasst með suðurströndinni Slær áfram í storm á suðurströndinni Djúp lægð veldur stormi syðst á landinu Þurrt og bjart víða um landið Hvasst syðst á landinu Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Sjá meira