Burðardýr með þrettán kíló í farangrinum hlaut þungan dóm Árni Sæberg skrifar 13. júní 2025 14:15 Maðurinn flutti efnin í ferðatösku. Myndin er úr safni og maðurinn á henni er alveg örugglega ekki með þrettán kíló af kókaíni í töskunni. Vísir/Vilhelm Ungur karlmaður sem er erlendur ríkisborgari hefur verið dæmdur til sex og hálfs árs fangelsisvistar fyrir innflutning á rúmum þrettán kílóum af kókaíni. Ekkert bendir þó til þess að hann hafi komið að skipulagningu innflutningsins. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn, Maxence Yannick Bertrand, hafi verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í apríl þessa árs staðið að innflutningi á samtals 13,03 kílóum af kókaíni með styrkleika 83 til 87 prósent, ætluðu til söludreifingar hér á landi. Vel ríflega 200 milljóna virði Samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ, síðan í janúar árið 2023, kostar gramm af kókaíni 16,5 þúsund krónur á göturnar komið. Það gerir götuvirði efnanna um 215 milljónir króna. Þá sagði í nýlegum dómi í öðru fíkniefnamáli að neyslustyrkur kókaíns á Íslandi væri um 76 prósent. Því má ætla að götuvirðið sé nokkru hærra. Þá segir í dóminum að maðurinn hafi flutt kókaínið falin í tösku sem hann hafði meðferðis í flugi FI555 frá ótilgreindum stað til Keflavíkur. Flug FI555 er á vegum Icelandair og flogið er á milli Brussel í Belgíu og Íslands. Hluti keðju Bertrand hafi játað sök samkvæmt ákæru og samþykkt upptökukröfu ákæruvaldsins. Með hliðsjón af játningunni, sem ekki þyki ástæða til að draga í efa, og gögnum málsins teljist hann sannur að sök og háttsemi hans sé réttilega heimfærð til refsiákvæða. Honum hefði ekki áður verið gerð refsins svo vitað sé. Horft hafi verið til þess og skýlausar játningar hans en einnig til aldurs hans. Hann hafi lýst iðrun sinni fyrir dómi. „Ákærði flutti sterk fíkniefni til landsins ætluð til söludreifingar. Horfa verður til magns og styrkleika efnanna. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að ákærði hafi fjármagnað eða skipulagt innflutninginn og verður miðað við að hans hlutverk hafi verið það eitt að flytja efnin hingað til lands. Engu að síður var hann hlekkur í þeirri keðju sem ætluð var til að koma efnunum til söludreifingar á Íslandi. Þegar á allt er horft ákveðst refsing ákærða fangelsi í sex og hálft ár með frádrætti eins og í dómsorði greinir,“ segir í dóminum. Þá var honum gert að greiða málsvarnarþóknunar verjanda síns, 1,7 milljónir króna, 128 þúsund króna ferðakostnaðar hans og 1,3 milljónir króna í annan sakarkostnað. Dómsmál Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Smygl Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn, Maxence Yannick Bertrand, hafi verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í apríl þessa árs staðið að innflutningi á samtals 13,03 kílóum af kókaíni með styrkleika 83 til 87 prósent, ætluðu til söludreifingar hér á landi. Vel ríflega 200 milljóna virði Samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ, síðan í janúar árið 2023, kostar gramm af kókaíni 16,5 þúsund krónur á göturnar komið. Það gerir götuvirði efnanna um 215 milljónir króna. Þá sagði í nýlegum dómi í öðru fíkniefnamáli að neyslustyrkur kókaíns á Íslandi væri um 76 prósent. Því má ætla að götuvirðið sé nokkru hærra. Þá segir í dóminum að maðurinn hafi flutt kókaínið falin í tösku sem hann hafði meðferðis í flugi FI555 frá ótilgreindum stað til Keflavíkur. Flug FI555 er á vegum Icelandair og flogið er á milli Brussel í Belgíu og Íslands. Hluti keðju Bertrand hafi játað sök samkvæmt ákæru og samþykkt upptökukröfu ákæruvaldsins. Með hliðsjón af játningunni, sem ekki þyki ástæða til að draga í efa, og gögnum málsins teljist hann sannur að sök og háttsemi hans sé réttilega heimfærð til refsiákvæða. Honum hefði ekki áður verið gerð refsins svo vitað sé. Horft hafi verið til þess og skýlausar játningar hans en einnig til aldurs hans. Hann hafi lýst iðrun sinni fyrir dómi. „Ákærði flutti sterk fíkniefni til landsins ætluð til söludreifingar. Horfa verður til magns og styrkleika efnanna. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að ákærði hafi fjármagnað eða skipulagt innflutninginn og verður miðað við að hans hlutverk hafi verið það eitt að flytja efnin hingað til lands. Engu að síður var hann hlekkur í þeirri keðju sem ætluð var til að koma efnunum til söludreifingar á Íslandi. Þegar á allt er horft ákveðst refsing ákærða fangelsi í sex og hálft ár með frádrætti eins og í dómsorði greinir,“ segir í dóminum. Þá var honum gert að greiða málsvarnarþóknunar verjanda síns, 1,7 milljónir króna, 128 þúsund króna ferðakostnaðar hans og 1,3 milljónir króna í annan sakarkostnað.
Dómsmál Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Smygl Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Sjá meira