Þingmenn stjórnarandstöðu foxillir yfir því að funda á sunnudegi Agnar Már Másson skrifar 15. júní 2025 15:36 Sjálfstæðismenn og miðflokksmenn hafa í dag hjólað í meirihlutann fyrir að boða þingmenn á fund á sunnudegi til að ræða áfram bókun 35. Þingfundir á sunnudögum eru afar sjaldgæfir. Visir/Anton Brink Þingmönnum stjórnarandstöðunnar er ekki skemmt yfir því að forseti Alþingis hafi boðað til sjaldgæfs sunnudagsþingfundar í dag til að ræða áfram bókun 35. Þingmaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna kvarta undan heimabökuðum vanda en stjórnarliðar hafa sakað Miðflokksmenn um málþóf. Í gær stóðu umræður um bókun 35 yfir til klukkan 2.05 í nótt en þrjá daga í röð hafa þeir rætt bókunina þar til klukkan er að ganga í þrjú um nótt. Og enn karpa þingmenn. Þingfundur hófst kl. 13 í morgun þar sem bókun 35 er aftur á dagskrá en þingmenn hafa enn ekki komið sér að efninu þar sem þeir hafa nú rætt fundarstjórn forseta í rúma klukkustund. Gert var hlé á funndinum á fundinum rétt fyrir kl. 15 og hefst hann aftur kl. 16.15 að óbreyttu. Það hefur örsjaldan gerst að þing sé kallað saman á sunnudegi. Frá aldamótum hefur það aðeins gerst fjórum sinnum. „Hér hefur verið tekin sú fordæmalausa ákvörðun um að boða til þingfundar á sunnudegi án þess að nokkur brýn utanaðkomandi nauðsyn kalli á það og það án þess að það sé rætt einu orði við þingflokksformenn. Þingsköp, hefðir og fordæmi þingskapa skipta máli í lýðræðisríki,“ sagði Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sem þaut fyrst upp í pontu undir umræðu um fundarstjórn forseta. Jón Gunnarsson sjálfstæðismaður sagði stjórnarmeirihlutann sýna valdboð sem væri áður óþekkt í þingsögunni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sagði að fundurinn hafi verið boðaður „í skjóli nætur“. Karl Gauti Hjaltason miðflokksmaður benti á að sunndagsfundir hefðu ekki tíðkast nema þjóðarvá væri undir. „Eru siðaskiptin hin nýrri komin hér í þingsal.“ Heimabakaður vandi Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gerði grín að minnihlutanum. „Við þurfum bara að fara að breyta vinnulöggjöfinni, banna vinnu á sunnudögum, ef þingmenn eru alveg að missa sig yfir því að þurfa að mæta hérna einn sunnudag á lýðveldistímanum,“ sagði Ásthildur í ræðu. Dabjört Hákonardóttir jafnaðarmaður sagði að þingheimur ætti það algerlega undir átta þingmönnum Miðflokksins að binda endi á umræðuna um bókun 35. „Þegar þeirri umræðu er lokið þá getum við öll haldið hér heim.“ Hún sakaði minnihlutann um að spila tafarleiki. „Ég bið háttvirtan þingheim um að láta ekki eins og þetta sé ekki heimatilbúinn vandi sem er í boði stjórnarandstöðunnar,“ sagði Dagbjört. Dagbjört Hákonar þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir sjálfstæðismaður vildi reyndar ekki vera sökuð um málþóf og lýsti óánægju sinni yfir því að Sigmar Guðmundsson viðreisnarmaður, „heiðurspírati Viðreisnar“, hefði sakað minnihlutann um málþóf. „Sjálfur málþófs kóngurinn sjálfur,“ kallaði hún Sigmar. Alþingi Bókun 35 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira
Í gær stóðu umræður um bókun 35 yfir til klukkan 2.05 í nótt en þrjá daga í röð hafa þeir rætt bókunina þar til klukkan er að ganga í þrjú um nótt. Og enn karpa þingmenn. Þingfundur hófst kl. 13 í morgun þar sem bókun 35 er aftur á dagskrá en þingmenn hafa enn ekki komið sér að efninu þar sem þeir hafa nú rætt fundarstjórn forseta í rúma klukkustund. Gert var hlé á funndinum á fundinum rétt fyrir kl. 15 og hefst hann aftur kl. 16.15 að óbreyttu. Það hefur örsjaldan gerst að þing sé kallað saman á sunnudegi. Frá aldamótum hefur það aðeins gerst fjórum sinnum. „Hér hefur verið tekin sú fordæmalausa ákvörðun um að boða til þingfundar á sunnudegi án þess að nokkur brýn utanaðkomandi nauðsyn kalli á það og það án þess að það sé rætt einu orði við þingflokksformenn. Þingsköp, hefðir og fordæmi þingskapa skipta máli í lýðræðisríki,“ sagði Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sem þaut fyrst upp í pontu undir umræðu um fundarstjórn forseta. Jón Gunnarsson sjálfstæðismaður sagði stjórnarmeirihlutann sýna valdboð sem væri áður óþekkt í þingsögunni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sagði að fundurinn hafi verið boðaður „í skjóli nætur“. Karl Gauti Hjaltason miðflokksmaður benti á að sunndagsfundir hefðu ekki tíðkast nema þjóðarvá væri undir. „Eru siðaskiptin hin nýrri komin hér í þingsal.“ Heimabakaður vandi Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gerði grín að minnihlutanum. „Við þurfum bara að fara að breyta vinnulöggjöfinni, banna vinnu á sunnudögum, ef þingmenn eru alveg að missa sig yfir því að þurfa að mæta hérna einn sunnudag á lýðveldistímanum,“ sagði Ásthildur í ræðu. Dabjört Hákonardóttir jafnaðarmaður sagði að þingheimur ætti það algerlega undir átta þingmönnum Miðflokksins að binda endi á umræðuna um bókun 35. „Þegar þeirri umræðu er lokið þá getum við öll haldið hér heim.“ Hún sakaði minnihlutann um að spila tafarleiki. „Ég bið háttvirtan þingheim um að láta ekki eins og þetta sé ekki heimatilbúinn vandi sem er í boði stjórnarandstöðunnar,“ sagði Dagbjört. Dagbjört Hákonar þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir sjálfstæðismaður vildi reyndar ekki vera sökuð um málþóf og lýsti óánægju sinni yfir því að Sigmar Guðmundsson viðreisnarmaður, „heiðurspírati Viðreisnar“, hefði sakað minnihlutann um málþóf. „Sjálfur málþófs kóngurinn sjálfur,“ kallaði hún Sigmar.
Alþingi Bókun 35 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira