„Það er trú, power, orka og bara gæði í þessu Fram liði“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 15. júní 2025 16:33 Óskar Smári á hliðarlínunni. Vísir/Anton Brink Fram gerðu sér góða ferð niður á Hlíðarenda þar sem þær heimsóttu Val í níundu umferð Bestu deild kvenna. Eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik snéru Fram taflinu við í þeim síðari og fóru með sterkan sigur af hólmi 1-2. „Seinni hálfleikur gjörsamlega geggjaður hjá okkur. Við hlupum yfir þær í seinni hálfleik“ sagði Óskar Smári Haraldsson þjálfari Fram eftir sigurinn í dag. „Kannski spilar það svolítið inn í að leikurinn á miðvikudaginn hafi setið smá í Valskonum. Þær voru þreyttar og við vorum með orkustigið hátt“ Valur var með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum en hvað var sagt í hálfleik til þess að snúa þessu við? „Ég sagði ekkert voðalega mikið. Við breyttum í tígulinn aftur og settum smá áherslubreytingar sem heppnuðust vel“ Fram skoraði snemma í síðari hálfleiknum og það gaf þeim mikið sjálfstraust. „Geggjað mark, frábært mark hjá Unu. Spólar sig í gegn, frábært mark og 1-0 undir á móti Val á útivelli er erfið staða að vera í. Erfitt að koma tilbaka á móti svona góðu liði eins og Val“ „Það er bara trú, power, orka og bara gæði í þessu Fram liði. Stelpurnar eiga bara skilið sigurinn að mínu mati og voru bara betri heilt yfir í 90 mínútur“ Fram var nálægt því að skora þriðja markið alveg í blálok leiks en Kamila Pickett var þá sloppin ein í gegn og reyndi að lyfta boltanum yfir Tinnu Brá í marki Vals. „Við eigum skot í stöngina, slánna og svo eiga Valur auðvitað sín færi líka. Við erum að spila á móti frábæru Valsliði. Auðvitað hefði verið gott að ná þriðja markinu. Þú getur aldrei verið rólegur að spila á móti liði eins og Val“ „Tölfræðilega eiga þær að vera í öðru sæti í deildinni. Þessi sigur er því risastór fyrir okkur en á sama tíma verðskuldaður“ Það er stutt á milli leikja en þetta gefur liðinu mikið fyrir framhaldið. „Nú er Þróttur bara á föstudaginn, stutt á milli leikja og við þurfum að passa vel upp á þreytta skrokka. Við fáum Þróttara, toppliðið í heimsókn og það verður bara mjög gaman að fá Óla og hans stúlkur í heimsókn og taka á móti þeim í síðasta leik fyrir pásu“ Fram Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
„Seinni hálfleikur gjörsamlega geggjaður hjá okkur. Við hlupum yfir þær í seinni hálfleik“ sagði Óskar Smári Haraldsson þjálfari Fram eftir sigurinn í dag. „Kannski spilar það svolítið inn í að leikurinn á miðvikudaginn hafi setið smá í Valskonum. Þær voru þreyttar og við vorum með orkustigið hátt“ Valur var með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum en hvað var sagt í hálfleik til þess að snúa þessu við? „Ég sagði ekkert voðalega mikið. Við breyttum í tígulinn aftur og settum smá áherslubreytingar sem heppnuðust vel“ Fram skoraði snemma í síðari hálfleiknum og það gaf þeim mikið sjálfstraust. „Geggjað mark, frábært mark hjá Unu. Spólar sig í gegn, frábært mark og 1-0 undir á móti Val á útivelli er erfið staða að vera í. Erfitt að koma tilbaka á móti svona góðu liði eins og Val“ „Það er bara trú, power, orka og bara gæði í þessu Fram liði. Stelpurnar eiga bara skilið sigurinn að mínu mati og voru bara betri heilt yfir í 90 mínútur“ Fram var nálægt því að skora þriðja markið alveg í blálok leiks en Kamila Pickett var þá sloppin ein í gegn og reyndi að lyfta boltanum yfir Tinnu Brá í marki Vals. „Við eigum skot í stöngina, slánna og svo eiga Valur auðvitað sín færi líka. Við erum að spila á móti frábæru Valsliði. Auðvitað hefði verið gott að ná þriðja markinu. Þú getur aldrei verið rólegur að spila á móti liði eins og Val“ „Tölfræðilega eiga þær að vera í öðru sæti í deildinni. Þessi sigur er því risastór fyrir okkur en á sama tíma verðskuldaður“ Það er stutt á milli leikja en þetta gefur liðinu mikið fyrir framhaldið. „Nú er Þróttur bara á föstudaginn, stutt á milli leikja og við þurfum að passa vel upp á þreytta skrokka. Við fáum Þróttara, toppliðið í heimsókn og það verður bara mjög gaman að fá Óla og hans stúlkur í heimsókn og taka á móti þeim í síðasta leik fyrir pásu“
Fram Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira