„Lögreglan var ekki að gera það í fyrsta sinn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. júní 2025 20:59 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Dómsmálaráðherra lýsir áhyggjum af auknum innflutningi fíkniefna til landsins, og segir tilfelli þar sem einstaklingar sem tengjast erlendum glæpagengjum koma til Íslands vera mun algengari en fólk átti sig á. Aukið magn fíkniefna sem haldlagt er á landamærum sé þó jafnframt til marks um árangur. Nokkur stór fíkniefnamál hafa komið upp á landamærunum á Keflavíkurflugvelli nýverið og, fram hefur komið í fréttum að það gæti stefnt í metár hvað varðar innflutt magn ákveðinna fíkniefna. „Ísland er í stóra samhenginu öruggt land, en við sjáum vissulega breytingar og þær eru dálítið stórstígar,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. „Varðandi innflutninginn þá finnst mér maður geta sagt tvennt um það. Það leynir sér auðvitað ekki að það er markaður á Íslandi fyrir þessi efni, en við erum líka að sjá, og það er það bjarta í þessu, að lögreglan á Suðurnesjum er að ná töluverðum árangri. Þetta eru stórar sendingar sem menn hafa verið að taka og ég er að vonast til þess að við séum líka að trappa okkur upp í það að elta það hvaðan efnin koma,“ segir Þorbjörg. Meintum erlendum glæpamönnum oft vísað frá Þá greindi Rúv frá því á dögunum að háttsettir meðlimir Bandidos-samtakanna hafi nýverið verið stöðvaðir á landamærunum og sendir til baka. Málið er ekki einsdæmi. „Lögreglan stöðvaði tvo háttsetta menn í Bandidos og vísaði þeim frá landi. Þetta er afrakstur alþjóðlegrar samvinnu og líka afrakstur þess að hafa úr farþegalistum að moða, að geta greint það hverjir eru að koma hingað til lands.“ „Lögreglan var ekki að gera það í fyrsta sinn. Dæmi af svipuðu þau eru fleiri, og ég ætla að leyfa mér að segja að þau séu langtum fleiri en rata ekki öll í fjölmiðla. Aftur finnst mér þetta vera vitnisburður um það að sterk lögregla, sem byggir vinnu sína á góðum gögnum og er í sterku alþjóðlegu neti, samstarfi við lögreglu annars staðar frá, hún nær árangri,“ segir Þorbjörg. Í kvöldfréttum Sýnar í gær lýsti hún jafnframt áhyggjum af auknu ofbeldi í garð lögreglumanna og boðar aðgerðir til að bregðast við. Nokkur mál hafa komið upp að undanförnu þar sem lögreglumönnum og jafnvel fjölskyldum þeirra er hótað, þeir beittir ofbeldi, eða skemmdir unnar á eigum þeirra í eða við heimili. Dómsmál Lögreglumál Landamæri Fíkniefnabrot Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Nokkur stór fíkniefnamál hafa komið upp á landamærunum á Keflavíkurflugvelli nýverið og, fram hefur komið í fréttum að það gæti stefnt í metár hvað varðar innflutt magn ákveðinna fíkniefna. „Ísland er í stóra samhenginu öruggt land, en við sjáum vissulega breytingar og þær eru dálítið stórstígar,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. „Varðandi innflutninginn þá finnst mér maður geta sagt tvennt um það. Það leynir sér auðvitað ekki að það er markaður á Íslandi fyrir þessi efni, en við erum líka að sjá, og það er það bjarta í þessu, að lögreglan á Suðurnesjum er að ná töluverðum árangri. Þetta eru stórar sendingar sem menn hafa verið að taka og ég er að vonast til þess að við séum líka að trappa okkur upp í það að elta það hvaðan efnin koma,“ segir Þorbjörg. Meintum erlendum glæpamönnum oft vísað frá Þá greindi Rúv frá því á dögunum að háttsettir meðlimir Bandidos-samtakanna hafi nýverið verið stöðvaðir á landamærunum og sendir til baka. Málið er ekki einsdæmi. „Lögreglan stöðvaði tvo háttsetta menn í Bandidos og vísaði þeim frá landi. Þetta er afrakstur alþjóðlegrar samvinnu og líka afrakstur þess að hafa úr farþegalistum að moða, að geta greint það hverjir eru að koma hingað til lands.“ „Lögreglan var ekki að gera það í fyrsta sinn. Dæmi af svipuðu þau eru fleiri, og ég ætla að leyfa mér að segja að þau séu langtum fleiri en rata ekki öll í fjölmiðla. Aftur finnst mér þetta vera vitnisburður um það að sterk lögregla, sem byggir vinnu sína á góðum gögnum og er í sterku alþjóðlegu neti, samstarfi við lögreglu annars staðar frá, hún nær árangri,“ segir Þorbjörg. Í kvöldfréttum Sýnar í gær lýsti hún jafnframt áhyggjum af auknu ofbeldi í garð lögreglumanna og boðar aðgerðir til að bregðast við. Nokkur mál hafa komið upp að undanförnu þar sem lögreglumönnum og jafnvel fjölskyldum þeirra er hótað, þeir beittir ofbeldi, eða skemmdir unnar á eigum þeirra í eða við heimili.
Dómsmál Lögreglumál Landamæri Fíkniefnabrot Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira