Engar framfarir þrátt fyrir brýningu Loftslagsráðs Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2025 14:59 Loftslagslagsráð virðist telja að ríkisstjórnin hafi ekki sett nógu mikinn fókus á loftslagsaðgerðir frá því að hún tók við. Vísir/Anton Brink Veik verkstjórn og eftirfylgni er með loftslagsaðgerðum stjórnvalda og ráðstöfun fjármuna er ómarkviss að mati ráðgjafarráðs ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Ráðið segir að þáttaskil í loftslagsaðgerðum sem það kallaði eftir fyrir kosningar í vetur hafi ekki orðið að veruleika. Loftslagsráð lýsti aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sem ómarkvissum með mörgum ófjármögnuðum aðgerðum þar sem væntur árangur hefði ekki verið metinn í óvægnu áliti í nóvember, skömmu fyrir þingkosningar. Kallaði ráðið eftir þáttaskilum í framkvæmd loftslagsaðgerða og að stjórnvöld sýndu frumkvæði og stefnufestu í aðgerðum sínum. Nú meira en hálfu ári síðar segir ráðið að engin slík tímamót hafi orðið. Stjórnsýsla loftslagsmála sé enn of sundurlaus. Það birtist einkum í veikri verkstjórn og eftirfylgni, ómarkvissri ráðstöfun fjármuna, skorti á upplýsingamiðlun og takmörkuðu samráði við almenning. Sem dæmi um þetta nefnir ráðið hvernig samdráttur hafi orðið í nýskráningu hreinna rafbíla eftir að stjórnvöld gerðu breytingar á hvatakerfi fyrir þá í fyrra. Hann undirstriki veikleika í samþættingu hagstjórnar við markmið í loftslagsmálum og hversu mikilvægt sé að horfa á heildarmyndina og fleiri en eitt markmið þegar ákvarðanir séu teknar. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið lagði fram frumvarp til laga um loftslagsmál í samráðsgátt stjórnvalda í byrjun þessa mánaðar. Þá á að efla stjórnsýslu loftslagsmála og tryggja skilvirka innleiðingu aðgerða. Dýrt að efna ekki loftslagsskuldbindingarnar Ríki heims eiga að leggja fram ný og metnaðarfyllri losunarmarkmið á grundvelli Parísarsamkomulagsins fyrir loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna í Brasilíu í nóvember. Loftslagsráð hvetur íslensk stjórnvöld til þess að hraða undirbúningi að framlagi Íslands og að þau vandi til verka. Einnig bendir ráðið á að treysta þurfi undirstöður samstarfs Íslands við Evrópusambandið og Noreg um sameiginlegt markmið gagnvart Parísarsamkomulaginu. Enn hefur ekki verið ákveðið hver hlutdeild Íslands í núverandi markmiði ESB um 55 prósent samdrátt í losun fyrir 2030 verður. Búist er við að sambandið kynni markmið sitt fyrir 2040 á næstu mánuðum. Ráðið varar við því að það geti reynst íslenskum stjórnvöldum dýrkeypt að standa ekki við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Þannig hafi ráðgjafanefndir írskra stjórnvalda nýlega áætlað að Írar gætu þurft að greiða átta til 26 milljarða evra til annarra ESB-ríkja vegna slíkra vanefnda. Sambærilegt kostnaðarmat hefur ekki verið unnið fyrir Ísland en Loftslagsráð telur ljóst að kostnaðurinn geti orðið hár. Íslensk stjórnvöld hafa þegar afsalað sér hátt í tíu milljörðum króna af losunarheimildum til þess að standast loftslagsskuldbindingar sínar. Ráðgjafar loftslagsráðuneytisins hafa áætlað að ríkið gæti tapað tekjum upp á meira en þrettán milljarða króna á þessum áratug af þessum sökum. „Hagkvæmara er að auka fjárfestingar án frekari tafa í loftslagsaðgerðum sem einnig auka hagsæld og velferð til lengri tíma,“ segir í áliti sem Loftslagsráð samþykkti í síðustu viku. Raskanir erlendis ein stærsta ógnin fyrir Ísland Ráðið telur að ein mesta ógnin af hnattrænni hlýnun fyrir íslenskt samfélag séu afleiðingar utan landsteinanna og áhrif hennar á fæðuframleiðslu og hnattrænar virðiskeðjur. Því sé mikið í húfi að Ísland bieiti sér á alþjóðavettvangi í loftslagsmálum. Fettir ráðið fingur út í að ekki hafi verið þróaðar opinberar sviðsmyndir um þróun lykiláhættuþátta á næstu áratugum svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um skipulag og verklegar framkvæmdir. „Brýnt er að byggingareglugerðir verði endurskoðaðar í ljósi fyrirsjáanlegrar áhættu og að skipulag byggðar og samgöngumannvirkja taki mið af bestu fáanlegu þekkingu. Gera þarf fjárfestingaráætlanir um endurbætur á fráveituinnviðum til að bregðast við aukinni úrkomuákefð,“ segir í álitinu. Fjárfestingar í rannsóknum og vöktun geti dregið umtalsvert úr eignatjóni af loftslagstengdri veðurvá. Harmar ráðið að of hægt miði í að efla rannsóknir sem byggja meigi stefnumótun á vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Árangur á heimsvísu en ekki nógu mikill Varðandi stöðu loftslags almennt segir Loftslagsráð umtalsverður árangur hafi náðst á þeim áratug sem er brátt liðinn frá undirritun Parísarsamkomulagsins. Hægt hafi á aukningu losunar heimsbyggðarinnar þótt hún hafi enn ekki náð hámarki sínu. Meirihluti nýrra fjárfestinga í orkuvinnslu sé í endurnýjanlegum orkugjöfum. Miðað við núverandi landsmarkmið ríkja heims stefni 2,7 gráðu hlýnun á þessari öld en fyrir Parísarsamkomulagið stefndi í að hún yrði nær fjórum gráðum. Hlýnun af þessari stærðargráðu hefði engu að síður í för með sér geigvænleg áhrif með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir allt mannkyn. Grundvallarmunur séu á afleiðingum 2,7 gráðu hlýnunar annars vegar og markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun vel innan tveggja gráða og helst við 1,5 gráður. Þannig yrði massatap jökla jarðarinnar helmingi meira við 2,7 gráðu hlýnun en 1,5 gráður. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Loftslagsmál Stjórnsýsla Vistvænir bílar Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Sjá meira
Loftslagsráð lýsti aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sem ómarkvissum með mörgum ófjármögnuðum aðgerðum þar sem væntur árangur hefði ekki verið metinn í óvægnu áliti í nóvember, skömmu fyrir þingkosningar. Kallaði ráðið eftir þáttaskilum í framkvæmd loftslagsaðgerða og að stjórnvöld sýndu frumkvæði og stefnufestu í aðgerðum sínum. Nú meira en hálfu ári síðar segir ráðið að engin slík tímamót hafi orðið. Stjórnsýsla loftslagsmála sé enn of sundurlaus. Það birtist einkum í veikri verkstjórn og eftirfylgni, ómarkvissri ráðstöfun fjármuna, skorti á upplýsingamiðlun og takmörkuðu samráði við almenning. Sem dæmi um þetta nefnir ráðið hvernig samdráttur hafi orðið í nýskráningu hreinna rafbíla eftir að stjórnvöld gerðu breytingar á hvatakerfi fyrir þá í fyrra. Hann undirstriki veikleika í samþættingu hagstjórnar við markmið í loftslagsmálum og hversu mikilvægt sé að horfa á heildarmyndina og fleiri en eitt markmið þegar ákvarðanir séu teknar. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið lagði fram frumvarp til laga um loftslagsmál í samráðsgátt stjórnvalda í byrjun þessa mánaðar. Þá á að efla stjórnsýslu loftslagsmála og tryggja skilvirka innleiðingu aðgerða. Dýrt að efna ekki loftslagsskuldbindingarnar Ríki heims eiga að leggja fram ný og metnaðarfyllri losunarmarkmið á grundvelli Parísarsamkomulagsins fyrir loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna í Brasilíu í nóvember. Loftslagsráð hvetur íslensk stjórnvöld til þess að hraða undirbúningi að framlagi Íslands og að þau vandi til verka. Einnig bendir ráðið á að treysta þurfi undirstöður samstarfs Íslands við Evrópusambandið og Noreg um sameiginlegt markmið gagnvart Parísarsamkomulaginu. Enn hefur ekki verið ákveðið hver hlutdeild Íslands í núverandi markmiði ESB um 55 prósent samdrátt í losun fyrir 2030 verður. Búist er við að sambandið kynni markmið sitt fyrir 2040 á næstu mánuðum. Ráðið varar við því að það geti reynst íslenskum stjórnvöldum dýrkeypt að standa ekki við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Þannig hafi ráðgjafanefndir írskra stjórnvalda nýlega áætlað að Írar gætu þurft að greiða átta til 26 milljarða evra til annarra ESB-ríkja vegna slíkra vanefnda. Sambærilegt kostnaðarmat hefur ekki verið unnið fyrir Ísland en Loftslagsráð telur ljóst að kostnaðurinn geti orðið hár. Íslensk stjórnvöld hafa þegar afsalað sér hátt í tíu milljörðum króna af losunarheimildum til þess að standast loftslagsskuldbindingar sínar. Ráðgjafar loftslagsráðuneytisins hafa áætlað að ríkið gæti tapað tekjum upp á meira en þrettán milljarða króna á þessum áratug af þessum sökum. „Hagkvæmara er að auka fjárfestingar án frekari tafa í loftslagsaðgerðum sem einnig auka hagsæld og velferð til lengri tíma,“ segir í áliti sem Loftslagsráð samþykkti í síðustu viku. Raskanir erlendis ein stærsta ógnin fyrir Ísland Ráðið telur að ein mesta ógnin af hnattrænni hlýnun fyrir íslenskt samfélag séu afleiðingar utan landsteinanna og áhrif hennar á fæðuframleiðslu og hnattrænar virðiskeðjur. Því sé mikið í húfi að Ísland bieiti sér á alþjóðavettvangi í loftslagsmálum. Fettir ráðið fingur út í að ekki hafi verið þróaðar opinberar sviðsmyndir um þróun lykiláhættuþátta á næstu áratugum svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um skipulag og verklegar framkvæmdir. „Brýnt er að byggingareglugerðir verði endurskoðaðar í ljósi fyrirsjáanlegrar áhættu og að skipulag byggðar og samgöngumannvirkja taki mið af bestu fáanlegu þekkingu. Gera þarf fjárfestingaráætlanir um endurbætur á fráveituinnviðum til að bregðast við aukinni úrkomuákefð,“ segir í álitinu. Fjárfestingar í rannsóknum og vöktun geti dregið umtalsvert úr eignatjóni af loftslagstengdri veðurvá. Harmar ráðið að of hægt miði í að efla rannsóknir sem byggja meigi stefnumótun á vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Árangur á heimsvísu en ekki nógu mikill Varðandi stöðu loftslags almennt segir Loftslagsráð umtalsverður árangur hafi náðst á þeim áratug sem er brátt liðinn frá undirritun Parísarsamkomulagsins. Hægt hafi á aukningu losunar heimsbyggðarinnar þótt hún hafi enn ekki náð hámarki sínu. Meirihluti nýrra fjárfestinga í orkuvinnslu sé í endurnýjanlegum orkugjöfum. Miðað við núverandi landsmarkmið ríkja heims stefni 2,7 gráðu hlýnun á þessari öld en fyrir Parísarsamkomulagið stefndi í að hún yrði nær fjórum gráðum. Hlýnun af þessari stærðargráðu hefði engu að síður í för með sér geigvænleg áhrif með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir allt mannkyn. Grundvallarmunur séu á afleiðingum 2,7 gráðu hlýnunar annars vegar og markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun vel innan tveggja gráða og helst við 1,5 gráður. Þannig yrði massatap jökla jarðarinnar helmingi meira við 2,7 gráðu hlýnun en 1,5 gráður.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Loftslagsmál Stjórnsýsla Vistvænir bílar Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Sjá meira