Leikmenn sænska kvennalandsliðsins slógust á æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2025 09:04 Rosa Kafaji og Emma Kullberg voru aðeins og kappsamar á æfingu sænska landsliðsins en gerðu ekki nóg til að vinna sér sæti í EM-hópnum. Getty/ Alex Burstow Það gengur stundum ýmislegt á þegar sænska kvennalandsliðið kemur saman og það kemur vel í ljós í heimildaþáttum um leið sænska liðsins á Evrópumótið í Sviss. Sænska ríkisútvarpið hefur fengið að fylgjast með sænska liðinu sem er á leið á EM í næsta mánuði eins og íslensku stelpurnar. Í þáttunum má sjá hvernig landsliðsþjálfarinn Peter Gerhardsson tók á því þegar leikmenn hans fóru að slást á æfingu. „Í alvörunni stelpur, þetta er algjört rugl,“ sagði Peter Gerhardsson. Aftonbladet segir frá. Hann var þar að tala til þeirra Rosu Kafaji og Emmu Kullberg sem fóru á slást á æfingu fyrir leik í undankeppninni. Rosa Kafaji er 21 árs framherji sem spilar með Arsenal en Emma Kullberg er 33 ára varnarmaður sem spilar með Juventus á Ítalíu. Það er því tólf ára aldursmunur á þeim. „Ef ég þarf að vara ykkur í annað skiptið þá farið þið í bann. Þið getið ekkert kennt hvorri annarri um hér. Í þessu tilfelli þá eru þetta tvö gul spjöld,“ sagði Gerhardsson. Þær sökuðu hvor aðra um að vera toga í sig sem varð til þess að þær fóru að slást. „Mér fannst hún vera að toga í mig og það er ekkert dæmt. Ég hefði ekki gert þetta í leik, vildi bara sýna það hversu rangt þetta var,“ sagði reynsluboltinn Emma Kullberg. Landsliðsþjálfarinn hafði samt lúmskt gaman af því að leikmennirnir væru að takast vel á og að þeim væri ekki saman. „Þú þarft að vera á tánum. Svoleiðis er það bara. Ég vil frekar vera með leikmenn sem eru á brúninni heldur en leikmenn sem eru alveg sama,“ sagði Gerhardsson í heimildarþáttunum. Þetta hefur þó haft einhver áhrif því hann valdi síðan hvoruga þeirra í EM-hópinn sinn. Það má sjá þáttinn með því að smella hér. EM 2025 í Sviss Sænski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Sænska ríkisútvarpið hefur fengið að fylgjast með sænska liðinu sem er á leið á EM í næsta mánuði eins og íslensku stelpurnar. Í þáttunum má sjá hvernig landsliðsþjálfarinn Peter Gerhardsson tók á því þegar leikmenn hans fóru að slást á æfingu. „Í alvörunni stelpur, þetta er algjört rugl,“ sagði Peter Gerhardsson. Aftonbladet segir frá. Hann var þar að tala til þeirra Rosu Kafaji og Emmu Kullberg sem fóru á slást á æfingu fyrir leik í undankeppninni. Rosa Kafaji er 21 árs framherji sem spilar með Arsenal en Emma Kullberg er 33 ára varnarmaður sem spilar með Juventus á Ítalíu. Það er því tólf ára aldursmunur á þeim. „Ef ég þarf að vara ykkur í annað skiptið þá farið þið í bann. Þið getið ekkert kennt hvorri annarri um hér. Í þessu tilfelli þá eru þetta tvö gul spjöld,“ sagði Gerhardsson. Þær sökuðu hvor aðra um að vera toga í sig sem varð til þess að þær fóru að slást. „Mér fannst hún vera að toga í mig og það er ekkert dæmt. Ég hefði ekki gert þetta í leik, vildi bara sýna það hversu rangt þetta var,“ sagði reynsluboltinn Emma Kullberg. Landsliðsþjálfarinn hafði samt lúmskt gaman af því að leikmennirnir væru að takast vel á og að þeim væri ekki saman. „Þú þarft að vera á tánum. Svoleiðis er það bara. Ég vil frekar vera með leikmenn sem eru á brúninni heldur en leikmenn sem eru alveg sama,“ sagði Gerhardsson í heimildarþáttunum. Þetta hefur þó haft einhver áhrif því hann valdi síðan hvoruga þeirra í EM-hópinn sinn. Það má sjá þáttinn með því að smella hér.
EM 2025 í Sviss Sænski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira