Heyr, heyr-ið í þingsal veldur Snorra hugarangri Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2025 11:24 Snorri Másson taldi sig hafa greint ákveðið mynstur í þeirri hefði að hrópa heyr, heyr! í þingsal; þar réði ekki fölskvalaus aðdáun á ræðumanni heldur stundaði meirihlutinn þetta þegar hann væri hvað minnstur í sér. vísir/vilhelm Snorri Másson Miðflokki velti fyrir sér þeirri hefð sem myndast hefur í þingsal, þegar heyrist „Heyr, heyr!“ Hann taldi það misvísandi, þar lægi fiskur undir steini. Snorri var meðal þeirra þingmanna sem kvaddi sér hljóðs í dagskrárliðnum Störf þingsins sem var á dagskrá nú fyrir hádegi. Snorri var síðastur á mælendaskrá og kom fólki nokkuð á óvart þegar hann vildi gera þetta Heyr, heyr! að umtalsefni. Áður höfðu stjórnarliðar gert málþóf minnihlutans að umtalsefni, að það væri lítilsvirðandi og þingmenn minnihlutans sagt að þar væri verklagi ríkisstjórnar um að ræða. Halla Hrund Logadóttir Framsókn hafði opinberað að þingkonan Melissa Hortmann sem myrt var í Minnesota í Bandaríkjunum á dögunum, hafi verið með henni í skóla og Eydís Ásbjörnsdóttir Samfylkingu hafði þakkað heilbrigðisráðherra fyrir að vilja loks gera eitthvað í málefnum þeirra kvenna sem þjáðust af endómedríósu – sjálf væri hún meðal þeirra sem þjáðst hefði í fjóra áratugi af slíku. Halla Hrund Logadóttir greindi frá því að hún hafi verið með Melissu Hortmann, sem myrt var af manni sem var henni ósammála, í skóla. Hún taldi þennan voveiflega atburð til marks um pólaríseringu og væri brýning um að menn tækjust á en í vinsemd.vísir/vilhelm En Snorri fór í óvænta átt í ræðu sinni, eins og áður sagði. Hann taldi að þetta „Heyr, heyr!“ gæfi ekki rétta mynd af því sem í gangi væri í þinginu. Þetta gæti verið ruglandi fyrir þá sem fylgdust með Alþingisrásinni. Snorri hafði greint mynstur í „heyr, heyr-inu“, sem sagt því að þetta væri að mestu bundið við vinstri flokkana. „Við þingmenn vitum hvernig landið liggur. Og er þetta vegna þess að þau eru svona ánægð með sig? Nei, þau gera þetta þegar þau eru hvað minnst í sér. Þetta er ekki flöskvalaus aðdáun á ræðumanni sem ræður,“ sagði Snorri. Og uppskar hraustlegt „heyr, heyr!“ úr þingsal í lok ræðu sinnar. Þetta var þrátt fyrir að hann hafi farið sérstaklega fram á að það yrði ekki gert. Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Snorri var meðal þeirra þingmanna sem kvaddi sér hljóðs í dagskrárliðnum Störf þingsins sem var á dagskrá nú fyrir hádegi. Snorri var síðastur á mælendaskrá og kom fólki nokkuð á óvart þegar hann vildi gera þetta Heyr, heyr! að umtalsefni. Áður höfðu stjórnarliðar gert málþóf minnihlutans að umtalsefni, að það væri lítilsvirðandi og þingmenn minnihlutans sagt að þar væri verklagi ríkisstjórnar um að ræða. Halla Hrund Logadóttir Framsókn hafði opinberað að þingkonan Melissa Hortmann sem myrt var í Minnesota í Bandaríkjunum á dögunum, hafi verið með henni í skóla og Eydís Ásbjörnsdóttir Samfylkingu hafði þakkað heilbrigðisráðherra fyrir að vilja loks gera eitthvað í málefnum þeirra kvenna sem þjáðust af endómedríósu – sjálf væri hún meðal þeirra sem þjáðst hefði í fjóra áratugi af slíku. Halla Hrund Logadóttir greindi frá því að hún hafi verið með Melissu Hortmann, sem myrt var af manni sem var henni ósammála, í skóla. Hún taldi þennan voveiflega atburð til marks um pólaríseringu og væri brýning um að menn tækjust á en í vinsemd.vísir/vilhelm En Snorri fór í óvænta átt í ræðu sinni, eins og áður sagði. Hann taldi að þetta „Heyr, heyr!“ gæfi ekki rétta mynd af því sem í gangi væri í þinginu. Þetta gæti verið ruglandi fyrir þá sem fylgdust með Alþingisrásinni. Snorri hafði greint mynstur í „heyr, heyr-inu“, sem sagt því að þetta væri að mestu bundið við vinstri flokkana. „Við þingmenn vitum hvernig landið liggur. Og er þetta vegna þess að þau eru svona ánægð með sig? Nei, þau gera þetta þegar þau eru hvað minnst í sér. Þetta er ekki flöskvalaus aðdáun á ræðumanni sem ræður,“ sagði Snorri. Og uppskar hraustlegt „heyr, heyr!“ úr þingsal í lok ræðu sinnar. Þetta var þrátt fyrir að hann hafi farið sérstaklega fram á að það yrði ekki gert.
Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira