Einar horfir til hægri Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. júní 2025 13:19 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. vísir/vilhelm Borgarstjórnarflokkur Framsóknar myndi þurrkast út ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt nýrri könnun Gallup. Oddviti flokksins segist ósáttur við niðurstöðuna og telur uppi skýrt ákall um nýjan meirihluta til hægri. Framsókn mælist með þriggja prósenta fylgi í nýrri könnun Gallup sem unnin var fyrir Viðskiptablaðið og myndi samkvæmt því missa alla sína fjóra fulltrúa úr borgarstjórn Reykjavíkur. Fallið er hátt þar sem flokkurinn uppskar sögulegt nítján prósenta fylgi í síðustu kosningum. „Við erum auðvitað ósátt við þessa könnun enda teljum við að Framsókn hafi sýnt borgarbúum að við tókum í taumana á þessu kjörtímabili,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Innan við ár er í næstu sveitastjórnarkosningar og Einar segir flokkinn ætla að nýta tímann vel og veita meirihlutanum öflugt aðhald. Hann íhugi sína stöðu ekkert sérstaklega vegna þessa. „Nei, þetta er ein könnun. Auðvitað er hún ekki góð en við erum kosin til að láta gott af okkur leiða og höldum því ótrauð áfram.“ Ákall eftir því að skipta „rækilega um meirihluta“ Samkvæmt könnuninni mælist Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi flokka í Reykjavík, eða þrjátíu og eitt prósent og myndi fara úr sex borgarfulltrúum í átta. Þá myndi Miðflokkurinn fá einn borgarfulltrúa kjörinn en flokkurinn er ekki með neinn í dag. „Ég held að það sé ákall eftir því að skipta rækilega um meirihluta og það var nú það sem við reyndum að gera á þessu kjörtímabili með því að ganga frá því samstarfi sem við vorum í og mynda meirihluta með Viðreisn, Sjálfstæðisflokki og Flokki Fólksins. Ef það hefði gengið, og Flokkur fólksins hefði staðið við það sem hann sagði, hefði það verið mjög til bóta fyrir Reykvíkinga. En það gekk ekki eftir og Flokkur fólksins ákvað að fara í þennan róttæka vinstri meirihluta. Vonandi vinnur sá meirihluti ekki mikið tjón á rekstri borgarinnar og þjónustu og það verður hægt að skipta honum út eftir næstu kosningar en þá þarf Framsókn svo sannarlega að vaxa.“ Einar Þorsteinsson lýsir meirihlutanum sem tók við í borginni í ársbyrjum sem róttækum vinstri meirihluta.Vísir/Vilhelm Samfylkingin mælist nú með 26 prósenta fylgi og myndi samkvæmt því bæta við sig tveimur fulltrúum og fá sjö kjörna. Viðreisn færi úr einum í tvo en staða Flokks fólksins, Sósíalista og Vinstri Grænna héldist óbreytt. Píratar tapa tveimur og fara úr þremur fulltrúum í einn. „Ég hef reynt samstarf með þessum flokkum og sumu tókst að breyta en ég held að það verði erfitt fyrir Framsókn að mynda meirihluta með þeim aftur á meðan stefnan er svona einstrenginsleg og einkennist af tilraunamennsku eins og Brákarborgarævintýrið ber með sér. Við verðum einfaldlega að fá ferska vinda inn í borgina,“ segir Einar. Staða formannsins Sigurðar Inga Jóhannssonar hefur verið til umræðu í kjölfar skoðanakannana undanfarið.Vísir/Vilhelm Framsókn hefur ekki riðið feitum hesti frá skoðanakönnunum undanfarið. Fylgið á landsvísu hefur hríðfallið og mældist 5,5 prósent í síðasta þjóðarpúlsi Gallup. Einar segir mögulegt að sú staða endurspeglist í fylginu í borginni. Kallar þetta á nýja forystu í flokknum? „Það er alveg rétt að flokkurinn stendur ekki vel á landsvísu og um það hefur verið mikil umræða innan flokksins. Á næsta ári er flokksþing og það er náttúrulega flokksins að ákveða hver er í forsvari fyrir flokkinn og hvernig við beitum okkur sem öflugt stjórnmálaafl. Ég treysti bara flokknum til þess að meta það.“ Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Framsókn mælist með þriggja prósenta fylgi í nýrri könnun Gallup sem unnin var fyrir Viðskiptablaðið og myndi samkvæmt því missa alla sína fjóra fulltrúa úr borgarstjórn Reykjavíkur. Fallið er hátt þar sem flokkurinn uppskar sögulegt nítján prósenta fylgi í síðustu kosningum. „Við erum auðvitað ósátt við þessa könnun enda teljum við að Framsókn hafi sýnt borgarbúum að við tókum í taumana á þessu kjörtímabili,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Innan við ár er í næstu sveitastjórnarkosningar og Einar segir flokkinn ætla að nýta tímann vel og veita meirihlutanum öflugt aðhald. Hann íhugi sína stöðu ekkert sérstaklega vegna þessa. „Nei, þetta er ein könnun. Auðvitað er hún ekki góð en við erum kosin til að láta gott af okkur leiða og höldum því ótrauð áfram.“ Ákall eftir því að skipta „rækilega um meirihluta“ Samkvæmt könnuninni mælist Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi flokka í Reykjavík, eða þrjátíu og eitt prósent og myndi fara úr sex borgarfulltrúum í átta. Þá myndi Miðflokkurinn fá einn borgarfulltrúa kjörinn en flokkurinn er ekki með neinn í dag. „Ég held að það sé ákall eftir því að skipta rækilega um meirihluta og það var nú það sem við reyndum að gera á þessu kjörtímabili með því að ganga frá því samstarfi sem við vorum í og mynda meirihluta með Viðreisn, Sjálfstæðisflokki og Flokki Fólksins. Ef það hefði gengið, og Flokkur fólksins hefði staðið við það sem hann sagði, hefði það verið mjög til bóta fyrir Reykvíkinga. En það gekk ekki eftir og Flokkur fólksins ákvað að fara í þennan róttæka vinstri meirihluta. Vonandi vinnur sá meirihluti ekki mikið tjón á rekstri borgarinnar og þjónustu og það verður hægt að skipta honum út eftir næstu kosningar en þá þarf Framsókn svo sannarlega að vaxa.“ Einar Þorsteinsson lýsir meirihlutanum sem tók við í borginni í ársbyrjum sem róttækum vinstri meirihluta.Vísir/Vilhelm Samfylkingin mælist nú með 26 prósenta fylgi og myndi samkvæmt því bæta við sig tveimur fulltrúum og fá sjö kjörna. Viðreisn færi úr einum í tvo en staða Flokks fólksins, Sósíalista og Vinstri Grænna héldist óbreytt. Píratar tapa tveimur og fara úr þremur fulltrúum í einn. „Ég hef reynt samstarf með þessum flokkum og sumu tókst að breyta en ég held að það verði erfitt fyrir Framsókn að mynda meirihluta með þeim aftur á meðan stefnan er svona einstrenginsleg og einkennist af tilraunamennsku eins og Brákarborgarævintýrið ber með sér. Við verðum einfaldlega að fá ferska vinda inn í borgina,“ segir Einar. Staða formannsins Sigurðar Inga Jóhannssonar hefur verið til umræðu í kjölfar skoðanakannana undanfarið.Vísir/Vilhelm Framsókn hefur ekki riðið feitum hesti frá skoðanakönnunum undanfarið. Fylgið á landsvísu hefur hríðfallið og mældist 5,5 prósent í síðasta þjóðarpúlsi Gallup. Einar segir mögulegt að sú staða endurspeglist í fylginu í borginni. Kallar þetta á nýja forystu í flokknum? „Það er alveg rétt að flokkurinn stendur ekki vel á landsvísu og um það hefur verið mikil umræða innan flokksins. Á næsta ári er flokksþing og það er náttúrulega flokksins að ákveða hver er í forsvari fyrir flokkinn og hvernig við beitum okkur sem öflugt stjórnmálaafl. Ég treysti bara flokknum til þess að meta það.“
Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira