Hólavallagarður friðlýstur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. júní 2025 13:13 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis,-orku- og loftslagsráðherra, undirritar friðlýsinguna. Vísir/Anton Brink Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis,-orku- og loftslagsráðherra, staðfesti í dag friðlýsingu vegna Hólavallagarðs við Suðurgötu. Friðlýsingin tekur til Hólavallagarðs í heild; veggjar umhverfis garðinn, heildarskipulags hans, klukknaports, minningarmarka og ásýndar garðsins. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Hólavallagarður sé meðal merkustu kirkjugarða landsins, og hann endurspegli á einstakan hátt skipulagssögu og uppbyggingu kirkjugarða á 19. og 20. öld. „Skráð byggingarár garðsins er 1838 og var hann stækkaður í nokkrum áföngum sem hafði áhrif á þróun hans, m.a. skipulag grafa og gatna milli grafaraða. Í Hólavallagarði hefur varðveist eitt merkasta og heillegasta safn af minningarmörkum á Íslandi sem hafa mikið gildi fyrir listasögu, táknfræði og stílgerð.“ „Í garðinum, sem er um þrír hektarar að stærð, er auk þess að finna fjölbreyttan blóma- og trjágróður sem bera sínum samtíma vitni, auk fágætra mosa- og sveppategunda,“ segir í tilkynningunni. Hólavallagarður við Suðurgötu.Vísir/Anton Brink Jóhann Páll sagði viðeigandi að Hólavallagarður hafi verið friðlýstur á kvenréttindadeginum. „Hér hvíla merkar konur sem eiga stóran sess í sögu kvenréttindabaráttunnar á Íslandi, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Ingibjörg H. Bjarnason, Katrín Thoroddsen og áfram mætti telja. Með friðlýsingunni er einstakt gildi Hólavallagarðs á ólíkum sviðum undirstrikað.“ „Mér er því ljúft að staðfesta þessa friðlýsingu, en garðurinn er mörgum kær og með honum hefur varðveist svo margt í okkar sögu, hvort sem það tengist minningarmörkum, skipulagi, eða plöntutegundum sem margar hverjar finnast aðeins þar,” er haft eftir Jóhanni Páli ráðherra. Að lokinni friðlýsingu.Vísir/Anton Brink Fram kemur að friðlýsingin sé gerð að tillögu Minjastofnunar Íslands og sé í samræmi við ákvæði laga um menningarminjar. Viðstaddir friðlýsinguna voru auk ráðherra, fulltrúar Kirkjugarða Reykjavíkur og Minjaverndar Íslands, sem friðlýsingin var unnin í góðu samráði við, sem og fulltrúar Reykjavíkurborgar og Félags íslenskra landslagsarkitekta. „Friðlýsing mun ekki hafa áhrif á umhirðu og daglegan rekstur kirkjugarðsins og áfram verður heimilt að jarðsetja duftker og halda við leiðum í samráði við Kirkjugarða Reykjavíkur,“ segir í tilkynningu. Á ferð um Hólavallagarð.Vísir/Anton Brink Oddur Ævar fréttamaður Sýnar ræðir við Jóhann.Vísir/Anton Brink Hægt er að lesa meira um Hólavallagarð á síðunni kirkjugardar.is Kirkjugarðar Reykjavík Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Hólavallagarður sé meðal merkustu kirkjugarða landsins, og hann endurspegli á einstakan hátt skipulagssögu og uppbyggingu kirkjugarða á 19. og 20. öld. „Skráð byggingarár garðsins er 1838 og var hann stækkaður í nokkrum áföngum sem hafði áhrif á þróun hans, m.a. skipulag grafa og gatna milli grafaraða. Í Hólavallagarði hefur varðveist eitt merkasta og heillegasta safn af minningarmörkum á Íslandi sem hafa mikið gildi fyrir listasögu, táknfræði og stílgerð.“ „Í garðinum, sem er um þrír hektarar að stærð, er auk þess að finna fjölbreyttan blóma- og trjágróður sem bera sínum samtíma vitni, auk fágætra mosa- og sveppategunda,“ segir í tilkynningunni. Hólavallagarður við Suðurgötu.Vísir/Anton Brink Jóhann Páll sagði viðeigandi að Hólavallagarður hafi verið friðlýstur á kvenréttindadeginum. „Hér hvíla merkar konur sem eiga stóran sess í sögu kvenréttindabaráttunnar á Íslandi, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Ingibjörg H. Bjarnason, Katrín Thoroddsen og áfram mætti telja. Með friðlýsingunni er einstakt gildi Hólavallagarðs á ólíkum sviðum undirstrikað.“ „Mér er því ljúft að staðfesta þessa friðlýsingu, en garðurinn er mörgum kær og með honum hefur varðveist svo margt í okkar sögu, hvort sem það tengist minningarmörkum, skipulagi, eða plöntutegundum sem margar hverjar finnast aðeins þar,” er haft eftir Jóhanni Páli ráðherra. Að lokinni friðlýsingu.Vísir/Anton Brink Fram kemur að friðlýsingin sé gerð að tillögu Minjastofnunar Íslands og sé í samræmi við ákvæði laga um menningarminjar. Viðstaddir friðlýsinguna voru auk ráðherra, fulltrúar Kirkjugarða Reykjavíkur og Minjaverndar Íslands, sem friðlýsingin var unnin í góðu samráði við, sem og fulltrúar Reykjavíkurborgar og Félags íslenskra landslagsarkitekta. „Friðlýsing mun ekki hafa áhrif á umhirðu og daglegan rekstur kirkjugarðsins og áfram verður heimilt að jarðsetja duftker og halda við leiðum í samráði við Kirkjugarða Reykjavíkur,“ segir í tilkynningu. Á ferð um Hólavallagarð.Vísir/Anton Brink Oddur Ævar fréttamaður Sýnar ræðir við Jóhann.Vísir/Anton Brink Hægt er að lesa meira um Hólavallagarð á síðunni kirkjugardar.is
Kirkjugarðar Reykjavík Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira