Vandamenn megi ekki lengur hjálpa glæpamönnum Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2025 14:47 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Ekki yrði lengur refsilaust fyrir einstaklinga að hindra rannsókn lögreglu á nánum vandamönnum þeirra samkvæmt áformum dómsmálaráðherra. Nýlegt dæmi er um að forráðamenn pilts sem varð ungri stúlku að bana hafi reynt að hylma yfir með honum. Eins og hegningarlög eru núna er það refsilaust að tálma lögreglurannsókn þegar nánir vandamenn eru viðfangsefni hennar, óháð alvarleika brotsins. Refsivert er fyrir aðra að aðstoða einstakling sem sætir rannsókn eða eftirför lögreglu. Þessu vill Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, breyta. Í áformaskjali sem hún hefur lagt inn í samráðsgátt stjórnvalda kemur fram að endurskoðun á ákvæðinu beinist að því hvort eða að hvaða leyti háttsemi sem þessi eigi að vera refsilaus. Ákvæðið um refsileysi náinna vandamanna kunni að gera lögreglu og ákæruvaldi erfiðara fyrir við rannsókn mála þar sem öflun og meðferð sönnunargagna gegni lykilhlutverki við að upplýsa sakamál. Ekki sé hægt að útiloka að tálmun rannsóknar leiði til þess að sá sem fremur afbrot komist undan ábyrgð. Vinna við frumvarp að breytingum á lögunum er hafin í dómsmálaráðuneytinu og er haft eftir ráðherranum í tilkynningu þess að hann búist við því að það verði kynnt á næsta haustþingi. Handtekin en ekki ákærð fyrir að hjálpa eftir manndráp Greint var frá því í Kompás að forráðamenn þá sextán ára gamals pilts sem stakk Bryndísi Klöru Birgisdóttur til bana á menningarnótt í fyrra hefðu verið handteknir og grunaðir um að hindra rannsókn lögreglu. Þeir hefðu sent piltinn í sturtu þegar hann kom heim eftir árásina, sett föt hans í þvottavél, falið vopnið og logið til um ferðir hans. Hnífurinn hefði svo fundist síðar í bakpoka í skotti bifreiðar þeirra. Mál fólksins var fellt niður hjá héraðssaksóknara vegna ákvæðisins um refsileysi náinna vandamanna. Þorbjörg ráðherra sagði þá að margt í þeirri sögu stingi hana og hét því að skoða málið nánar. Pilturinn hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir að verða Bryndísi Klöru að bana í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl. Hún var sautján ára gömul þegar hún var drepin. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Eins og hegningarlög eru núna er það refsilaust að tálma lögreglurannsókn þegar nánir vandamenn eru viðfangsefni hennar, óháð alvarleika brotsins. Refsivert er fyrir aðra að aðstoða einstakling sem sætir rannsókn eða eftirför lögreglu. Þessu vill Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, breyta. Í áformaskjali sem hún hefur lagt inn í samráðsgátt stjórnvalda kemur fram að endurskoðun á ákvæðinu beinist að því hvort eða að hvaða leyti háttsemi sem þessi eigi að vera refsilaus. Ákvæðið um refsileysi náinna vandamanna kunni að gera lögreglu og ákæruvaldi erfiðara fyrir við rannsókn mála þar sem öflun og meðferð sönnunargagna gegni lykilhlutverki við að upplýsa sakamál. Ekki sé hægt að útiloka að tálmun rannsóknar leiði til þess að sá sem fremur afbrot komist undan ábyrgð. Vinna við frumvarp að breytingum á lögunum er hafin í dómsmálaráðuneytinu og er haft eftir ráðherranum í tilkynningu þess að hann búist við því að það verði kynnt á næsta haustþingi. Handtekin en ekki ákærð fyrir að hjálpa eftir manndráp Greint var frá því í Kompás að forráðamenn þá sextán ára gamals pilts sem stakk Bryndísi Klöru Birgisdóttur til bana á menningarnótt í fyrra hefðu verið handteknir og grunaðir um að hindra rannsókn lögreglu. Þeir hefðu sent piltinn í sturtu þegar hann kom heim eftir árásina, sett föt hans í þvottavél, falið vopnið og logið til um ferðir hans. Hnífurinn hefði svo fundist síðar í bakpoka í skotti bifreiðar þeirra. Mál fólksins var fellt niður hjá héraðssaksóknara vegna ákvæðisins um refsileysi náinna vandamanna. Þorbjörg ráðherra sagði þá að margt í þeirri sögu stingi hana og hét því að skoða málið nánar. Pilturinn hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir að verða Bryndísi Klöru að bana í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl. Hún var sautján ára gömul þegar hún var drepin.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“