Óttast að boð og bönn ráðherra muni setja verslanir í þrot Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júní 2025 19:44 Erna hefur um árabil rekið verslunina Gryfjuna sem sérhæfir sig í sölu nikótínvara. Vísir/Lýður Valberg Verslunareigandi segir að gangi áform heilbrigðisráðherra eftir um breytingar á löggjöf fyrir tóbaks- og níkótínvörur muni fyrirtæki hennar fara í þrot. Hún gagnrýnir stjórnvöld fyrir samráðsleysi og segir alla vilja vanda til verka þegar kemur að sölu nikótíns. Heilbrigðisráðherra hefur birt áform um breytingar á löggjöf fyrir tóbaks- og nikótínvörur í samráðsgátt stjórnvalda. Þar segir meðal annars að þörf sé á frekari aðgerðum í ljósi þess hve útbreidd notkun nikótínvara sé orðin. Nýjustu tölur Landlæknis sýna að dagleg notkun nikótínpúða er að aukast og eru þeir algengasta neysluform nikótíns. Áform ráðherrans fela í sér bann við sölu á nikótínvörum sem innihalda bragðefni sem höfða til barna og að umbúðir þeirra verði einsleitar líkt og á við um umbúðir tóbaksvara. Saknar samráðs Erna Margrét Oddsdóttir verslunareigandi Gryfjunnar sem selur nikótínvörur líkt og rafrettur og nikótínpúða segir að gangi áformin óbreytt í gegn þýði það að sérverslanir með nikótín muni þurfa að leggja upp laupana. „Og það er ekki jákvætt því að sérverslanirnar, við erum með lokað fyrir gluggana, þú sérð ekki hérna inn, við megum ekkert auglýsa eða neitt svoleiðis, hér máttu ekki koma inn nema þú sért orðinn átján, sem þýðir að þetta færi bara í bensínstöðvarnar, bara í litlu búðirnar þar sem er kannski ekki eins mikið eftirlit og ekki eins mikið power í að vilja stoppa. Ég held ekki að við myndum lifa þetta af, aðallega bara út af bragðefninu, jú jú ef þeir vilja breyta umbúðunum...en það skiptir fólk ekkert máli hvernig umbúðirnar eru.“ Hún segir stjórnvöld ekkert samráð eiga við verslunareigendur. Sjálf sé hún með fullt af hugmyndum um hvernig megi þrengja reglur og koma í veg fyrir að börn geti keypt nikótínvörur. „Það eru svo margar aðgerðir sem hægt er að fara í á undan því að banna. Boð og bönn virka ekki, það er fullorðið fólk sem er að nota bragðefni, bragðefni eru ekki óþarfa hlutur sem er settur í upp á fönnið, þetta er það sem hjálpar fólki að hætta að reykja,“ segir Erna. „Það þurfa að vera ákveðnar reglur, við viljum ekki að ungmenni séu að nota þessar vörur, þau eiga ekki að komast í þessar vörur, en setjum harðari reglur, hvar er lekinn í kerfinu? Hver er að selja börnunum? Hvernig eru þau að fá þetta? Það er það sem þarf að skoða, stoppa það.“ Nikótínpúðar Heilbrigðismál Verslun Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur birt áform um breytingar á löggjöf fyrir tóbaks- og nikótínvörur í samráðsgátt stjórnvalda. Þar segir meðal annars að þörf sé á frekari aðgerðum í ljósi þess hve útbreidd notkun nikótínvara sé orðin. Nýjustu tölur Landlæknis sýna að dagleg notkun nikótínpúða er að aukast og eru þeir algengasta neysluform nikótíns. Áform ráðherrans fela í sér bann við sölu á nikótínvörum sem innihalda bragðefni sem höfða til barna og að umbúðir þeirra verði einsleitar líkt og á við um umbúðir tóbaksvara. Saknar samráðs Erna Margrét Oddsdóttir verslunareigandi Gryfjunnar sem selur nikótínvörur líkt og rafrettur og nikótínpúða segir að gangi áformin óbreytt í gegn þýði það að sérverslanir með nikótín muni þurfa að leggja upp laupana. „Og það er ekki jákvætt því að sérverslanirnar, við erum með lokað fyrir gluggana, þú sérð ekki hérna inn, við megum ekkert auglýsa eða neitt svoleiðis, hér máttu ekki koma inn nema þú sért orðinn átján, sem þýðir að þetta færi bara í bensínstöðvarnar, bara í litlu búðirnar þar sem er kannski ekki eins mikið eftirlit og ekki eins mikið power í að vilja stoppa. Ég held ekki að við myndum lifa þetta af, aðallega bara út af bragðefninu, jú jú ef þeir vilja breyta umbúðunum...en það skiptir fólk ekkert máli hvernig umbúðirnar eru.“ Hún segir stjórnvöld ekkert samráð eiga við verslunareigendur. Sjálf sé hún með fullt af hugmyndum um hvernig megi þrengja reglur og koma í veg fyrir að börn geti keypt nikótínvörur. „Það eru svo margar aðgerðir sem hægt er að fara í á undan því að banna. Boð og bönn virka ekki, það er fullorðið fólk sem er að nota bragðefni, bragðefni eru ekki óþarfa hlutur sem er settur í upp á fönnið, þetta er það sem hjálpar fólki að hætta að reykja,“ segir Erna. „Það þurfa að vera ákveðnar reglur, við viljum ekki að ungmenni séu að nota þessar vörur, þau eiga ekki að komast í þessar vörur, en setjum harðari reglur, hvar er lekinn í kerfinu? Hver er að selja börnunum? Hvernig eru þau að fá þetta? Það er það sem þarf að skoða, stoppa það.“
Nikótínpúðar Heilbrigðismál Verslun Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira