Lárus sagði leikmenn ÍA hætta og stjórnendur sofa á verðinum Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2025 14:16 Lárus Orri Sigurðsson hefur síðustu misseri getið sér gott orð sem sérfræðingur í sjónvarpi en snýr nú aftur í þjálfun. Sýn Sport „Það kæmi mér á óvart ef þeir myndu fara aftur í Jóa Kalla,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson í Stúkunni á mánudagskvöld, þegar rætt var um þjálfaramálin hjá ÍA. Nú hefur hann verið ráðinn þjálfari liðsins. Lárus Orri var óvænt tilkynntur sem næsti þjálfari ÍA í dag en hann mun taka við liðinu eftir leikinn við Stjörnuna í Bestu deildinni á morgun, og stýra því út tímabilið. Það hefur óhjákvæmilega áhrif á störf hans fyrir Stúkuna á Sýn Sport, þar sem Lárus hefur getið sér gott orð sem sérfræðingur um íslenska boltann. Þeir Albert Brynjar Ingason hafa myndað stórskemmtilegt par og voru einmitt í settinu hjá Guðmundi Benediktssyni á mánudagskvöld, sama dag og Jón Þór Hauksson var látinn taka pokann sinn hjá ÍA. Umræðu þeirra um ákvörðun forráðamanna ÍA, og Skagaliðið sem er neðst í Bestu deildinni og hafði tapað 4-1 gegn Aftureldingu á sunnudaginn, má sjá hér að neðan. „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta hafi verið það rétta í stöðunni eða ekki. En þetta er búið að vera rosalega erfitt. Það er ekki nóg með að þeir séu neðstir í deildinni og gengið mjög illa heldur hafa þeir verið að tapa leikjum mjög illa,“ sagði Lárus um Skagaliðið á mánudaginn. ÍA hefur nefnilega tapað nokkuð stórt í sumum leikjum í sumar; 5-0 gegn KR, 5-1 gegn Val, 3-0 gegn ÍBV og 4-1 gegn Aftureldingu. „Það sem maður hefur verið að sjá, ekki bara [gegn Aftureldingu] heldur fyrr á tímabilinu er að þeir hætta. Hálfpartinn gefast upp,“ sagði Lárus og hélt áfram: „Maður sér það. Það er alveg áþreifanlegt hjá liðinu að trúin hverfur. Auðvitað er það þannig að ef það gengur illa hjá liðum þá fer sjálfstraustið, en þetta er búið að vera gríðarlega erfitt.“ ÍA hefur fengið á sig 28 mörk í fyrstu 11 umferðunum í ár en fékk aðeins 31 mark á sig í 22 umferðum í fyrra, áður en deildinni var skipt upp. Segja má að hrunið hafi því verið algjört og stjórnendur sáu ekki annan kost en að láta Jón Þór fara: „Ég held að þetta hafi verið óumflýjanlegt. Ef maður hugsar um það og skoðar stöðuna á liðinu,“ sagði Lárus. Sagði stjórnendur ÍA hafa verið sofandi í vetur Guðmundur velti upp þeirri spurningu hvort að Jóhannes Karl Guðjónsson, sem nú þjálfar í Danmörku, myndi taka við ÍA á nýjan leik en Lárus, sem mögulega vissi meira en aðrir, taldi það ólíklegt: „Mér fyndist það skrýtið. Hann var þarna áður en hann varð aðstoðarþjálfari landsliðsins og manni fannst þetta komið undir lok hjá honum með Skagann þá. Þá var hann búinn að vera þónokkur ár með þeim og kláraði tímabilið áður á því að bjarga þeim frá falli með 3-2 sigri í Keflavík í síðasta leik. Það kæmi mér á óvart ef þeir myndu fara aftur í Jóa Kalla.“ Lárus sagði einnig um sína nú nýju vinnuveitendur, í umræðu um leikmannamál ÍA, að þeir hefðu „klárlega verið svolítið sofandi“ á félagaskiptamarkaðnum í vetur. Það styttist einmitt í opnun félagaskiptagluggans á ný, um miðjan júlí: „Það er mikið sem þarf að gera í þessum hópi,“ sagði Albert og nú er sú vinna komin á herðar hans kæra fyrrverandi kollega. Besta deild karla ÍA Stúkan Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira
Lárus Orri var óvænt tilkynntur sem næsti þjálfari ÍA í dag en hann mun taka við liðinu eftir leikinn við Stjörnuna í Bestu deildinni á morgun, og stýra því út tímabilið. Það hefur óhjákvæmilega áhrif á störf hans fyrir Stúkuna á Sýn Sport, þar sem Lárus hefur getið sér gott orð sem sérfræðingur um íslenska boltann. Þeir Albert Brynjar Ingason hafa myndað stórskemmtilegt par og voru einmitt í settinu hjá Guðmundi Benediktssyni á mánudagskvöld, sama dag og Jón Þór Hauksson var látinn taka pokann sinn hjá ÍA. Umræðu þeirra um ákvörðun forráðamanna ÍA, og Skagaliðið sem er neðst í Bestu deildinni og hafði tapað 4-1 gegn Aftureldingu á sunnudaginn, má sjá hér að neðan. „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta hafi verið það rétta í stöðunni eða ekki. En þetta er búið að vera rosalega erfitt. Það er ekki nóg með að þeir séu neðstir í deildinni og gengið mjög illa heldur hafa þeir verið að tapa leikjum mjög illa,“ sagði Lárus um Skagaliðið á mánudaginn. ÍA hefur nefnilega tapað nokkuð stórt í sumum leikjum í sumar; 5-0 gegn KR, 5-1 gegn Val, 3-0 gegn ÍBV og 4-1 gegn Aftureldingu. „Það sem maður hefur verið að sjá, ekki bara [gegn Aftureldingu] heldur fyrr á tímabilinu er að þeir hætta. Hálfpartinn gefast upp,“ sagði Lárus og hélt áfram: „Maður sér það. Það er alveg áþreifanlegt hjá liðinu að trúin hverfur. Auðvitað er það þannig að ef það gengur illa hjá liðum þá fer sjálfstraustið, en þetta er búið að vera gríðarlega erfitt.“ ÍA hefur fengið á sig 28 mörk í fyrstu 11 umferðunum í ár en fékk aðeins 31 mark á sig í 22 umferðum í fyrra, áður en deildinni var skipt upp. Segja má að hrunið hafi því verið algjört og stjórnendur sáu ekki annan kost en að láta Jón Þór fara: „Ég held að þetta hafi verið óumflýjanlegt. Ef maður hugsar um það og skoðar stöðuna á liðinu,“ sagði Lárus. Sagði stjórnendur ÍA hafa verið sofandi í vetur Guðmundur velti upp þeirri spurningu hvort að Jóhannes Karl Guðjónsson, sem nú þjálfar í Danmörku, myndi taka við ÍA á nýjan leik en Lárus, sem mögulega vissi meira en aðrir, taldi það ólíklegt: „Mér fyndist það skrýtið. Hann var þarna áður en hann varð aðstoðarþjálfari landsliðsins og manni fannst þetta komið undir lok hjá honum með Skagann þá. Þá var hann búinn að vera þónokkur ár með þeim og kláraði tímabilið áður á því að bjarga þeim frá falli með 3-2 sigri í Keflavík í síðasta leik. Það kæmi mér á óvart ef þeir myndu fara aftur í Jóa Kalla.“ Lárus sagði einnig um sína nú nýju vinnuveitendur, í umræðu um leikmannamál ÍA, að þeir hefðu „klárlega verið svolítið sofandi“ á félagaskiptamarkaðnum í vetur. Það styttist einmitt í opnun félagaskiptagluggans á ný, um miðjan júlí: „Það er mikið sem þarf að gera í þessum hópi,“ sagði Albert og nú er sú vinna komin á herðar hans kæra fyrrverandi kollega.
Besta deild karla ÍA Stúkan Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira