Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2025 09:30 Logi Sigurðsson lék best á Hlíðavelli í gær, kominn heim af Opna breska áhugamannamótinu. Getty/Alex Burstow Íslandsmótið í holukeppni er í fullum gangi á Hlíðavelli í Mosfellsbæ og nú er 16 manna útsláttarkeppnin hjá körlunum hafin, eftir tveggja hringja höggleik í gær og bráðabana um síðustu lausu sætin. Ríkjandi Íslandsmeistarinn í holukeppni, Logi Sigurðsson úr Golfklúbbi Suðurnesja, lék best allra í höggleiknum eða samtals á -4 höggum í nokkuð krefjandi aðstæðum. GKG-ingarnir Guðjón Frans Halldórsson og Aron Snær Júlíusson komu næstir á eftir Loga á -3 höggum. Á meðal keppenda er einnig Tómas Eiríksson Hjaltested, nýkominn heim af Opna breska áhugamannamótinu þar sem hann komst í 32-manna úrslit. Fyrrnefndir Logi og Guðjón Frans kepptu einnig á því móti en féllu út fyrir 64 manna útsláttarkeppnina, þó að Logi færi þar í bráðabana. Lék níu holur á sex undir pari Í lýsingu frá Íslandsmótinu á golf.is er haft eftir Tómasi að hann hafi verið frekar þreyttur fyrstu níu holurnar í gær en komist í gang eftir einn orkudrykk. „Ég þarf bara að sulla í mig einum hvítum Monster,“ sagði hann og lék svo seinni níu holurnar, á fyrri hringnum, nær óaðfinnanlega eða á -6 höggum – fékk einn örn og fjóra fugla. Orkudrykkurinn virtist þó ekki duga fram í seinni hringinn því Tómas lék hringina tvo samtals á pari og varð í 6.-8. sæti í höggleiknum. Fimm í bráðabana Fimm kylfingar enduðu jafnir í 13.-17. sæti og léku í bráðabana um fjögur síðustu sætin í 16 manna úrslitunum. Það voru þeir Böðvar Bragi Pálsson, Axel Bóasson, Kristófer Orri Þórðarson, Arnar Daði Svavarsson og Jóhannes Guðmundsson. Að lokum var það Jóhannes, sem lék til úrslita gegn Loga á mótinu í fyrra, sem varð að sitja eftir. Sextán manna úrslitin í holukeppninni eru komin af stað og náði Tómas að vinna fyrstu holuna gegn Aroni Emil Gunnarssyni. Kristófer Orri Þórðarson er einnig kominn með holu í forskot gegn Loga eftir þrjár holur. Hægt er að fylgjast með stöðunni hér en keppt verður í 16-manna og 8-manna úrslitum í dag. Golf Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ríkjandi Íslandsmeistarinn í holukeppni, Logi Sigurðsson úr Golfklúbbi Suðurnesja, lék best allra í höggleiknum eða samtals á -4 höggum í nokkuð krefjandi aðstæðum. GKG-ingarnir Guðjón Frans Halldórsson og Aron Snær Júlíusson komu næstir á eftir Loga á -3 höggum. Á meðal keppenda er einnig Tómas Eiríksson Hjaltested, nýkominn heim af Opna breska áhugamannamótinu þar sem hann komst í 32-manna úrslit. Fyrrnefndir Logi og Guðjón Frans kepptu einnig á því móti en féllu út fyrir 64 manna útsláttarkeppnina, þó að Logi færi þar í bráðabana. Lék níu holur á sex undir pari Í lýsingu frá Íslandsmótinu á golf.is er haft eftir Tómasi að hann hafi verið frekar þreyttur fyrstu níu holurnar í gær en komist í gang eftir einn orkudrykk. „Ég þarf bara að sulla í mig einum hvítum Monster,“ sagði hann og lék svo seinni níu holurnar, á fyrri hringnum, nær óaðfinnanlega eða á -6 höggum – fékk einn örn og fjóra fugla. Orkudrykkurinn virtist þó ekki duga fram í seinni hringinn því Tómas lék hringina tvo samtals á pari og varð í 6.-8. sæti í höggleiknum. Fimm í bráðabana Fimm kylfingar enduðu jafnir í 13.-17. sæti og léku í bráðabana um fjögur síðustu sætin í 16 manna úrslitunum. Það voru þeir Böðvar Bragi Pálsson, Axel Bóasson, Kristófer Orri Þórðarson, Arnar Daði Svavarsson og Jóhannes Guðmundsson. Að lokum var það Jóhannes, sem lék til úrslita gegn Loga á mótinu í fyrra, sem varð að sitja eftir. Sextán manna úrslitin í holukeppninni eru komin af stað og náði Tómas að vinna fyrstu holuna gegn Aroni Emil Gunnarssyni. Kristófer Orri Þórðarson er einnig kominn með holu í forskot gegn Loga eftir þrjár holur. Hægt er að fylgjast með stöðunni hér en keppt verður í 16-manna og 8-manna úrslitum í dag.
Golf Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira