Ljósmyndari tekinn með valdi frá brúðkaupsgestum Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2025 11:48 Helene Spilling er þekkt í Noregi sem dansari, þar sem hún hefur keppt í sjónvarpsþáttum, en Martin Ödegaard var ungur orðinn að fótboltastjörnu. EPA-EFE/Thomas Fure Norskur ljósmyndari sem ætlaði sér að ná myndum af brúðhjónunum og gestum, í brúðkaupi Arsenal-mannsins Martins Ödegaard og danskonunnar Helene Spilling Ödegaard, var gripinn af öryggisvörðum og borinn í burtu. Ödegaard-hjónin giftu sig reyndar í nóvember í fyrra, í leyni, en héldu svo glæsilegt brúðkaup nú um helgina í Noregi. Ljósmyndarinn var gripinn af tveimur öryggisvörðum.Skjáskot/@Sportbladet Veisluhöldin hófust á föstudaginn í nágrenni Drammen, heimabæjar Martins, en athöfnin var svo í gær í kirkju í Gjerdrum, þaðan sem Helene kemur. Fjöldi fótboltastjarna og liðsfélaga Martins Ödegaard úr Arsenal og norska landsliðinu var á meðal gesta. Má þar nefna Kai Havertz og konu hans Sophiu, Bukayo Saka og kærustu hans Tolami Benson, og Leandro Trossard. Úr norska landsliðinu voru til dæmis mættir Leo Östigård, Morten Thorsby og Sander Berge sem raunar var svaramaður í brúðkaupinu. Ljóst er að Ödegaard-hjónin vildu fá að eiga sína stund með fjölskyldu og vinum, án þess að aðrir væru að skipta sér af. Þess vegna voru tveir öryggisverðir fljótir að grípa ljósmyndara norsku útgáfunnar af Séð og Heyrt, þegar hann reyndi að ná myndum af gestunum. Bukayo Saka og kærasta hans, Tolami Benson, á leið upp í bíl eftir athöfnina í kirkjunni í Gjerdrum.EPA-EFE/Thomas Fure Niklas Kokkinn-Thoresen, ritstjóri slúðurtímaritsins, sagði ljóst að ljósmyndarinn hefði mátt taka myndir og að málið myndi draga dilk á eftir sér. „Við bregðumst mjög hart við því að öryggisverðirnir hafi beitt ljósmyndara okkar líkamlegu ofbeldi á vettvangi. Hann var staddur á almannafæri til að fjalla um opinberan viðburð. Þeir höfðu engan rétt til að loka bílastæðinu eða svæðinu í kringum kirkjuna. Atvikið verður því tilkynnt til lögreglu – við getum ekki sætt okkur við að ofbeldi sé beitt gegn blaðamönnum og ljósmyndurum í starfi,“ sagði Kokkinn-Thoresen við Nettavisen. Helene Spilling og Martin Ödegaard voru brosandi og glæsileg eftir brúðkaupsathöfnina í Gjerdrum, á leið í veisluna sem svo tók við.EPA-EFE/Thomas Fure Noregur Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Ödegaard-hjónin giftu sig reyndar í nóvember í fyrra, í leyni, en héldu svo glæsilegt brúðkaup nú um helgina í Noregi. Ljósmyndarinn var gripinn af tveimur öryggisvörðum.Skjáskot/@Sportbladet Veisluhöldin hófust á föstudaginn í nágrenni Drammen, heimabæjar Martins, en athöfnin var svo í gær í kirkju í Gjerdrum, þaðan sem Helene kemur. Fjöldi fótboltastjarna og liðsfélaga Martins Ödegaard úr Arsenal og norska landsliðinu var á meðal gesta. Má þar nefna Kai Havertz og konu hans Sophiu, Bukayo Saka og kærustu hans Tolami Benson, og Leandro Trossard. Úr norska landsliðinu voru til dæmis mættir Leo Östigård, Morten Thorsby og Sander Berge sem raunar var svaramaður í brúðkaupinu. Ljóst er að Ödegaard-hjónin vildu fá að eiga sína stund með fjölskyldu og vinum, án þess að aðrir væru að skipta sér af. Þess vegna voru tveir öryggisverðir fljótir að grípa ljósmyndara norsku útgáfunnar af Séð og Heyrt, þegar hann reyndi að ná myndum af gestunum. Bukayo Saka og kærasta hans, Tolami Benson, á leið upp í bíl eftir athöfnina í kirkjunni í Gjerdrum.EPA-EFE/Thomas Fure Niklas Kokkinn-Thoresen, ritstjóri slúðurtímaritsins, sagði ljóst að ljósmyndarinn hefði mátt taka myndir og að málið myndi draga dilk á eftir sér. „Við bregðumst mjög hart við því að öryggisverðirnir hafi beitt ljósmyndara okkar líkamlegu ofbeldi á vettvangi. Hann var staddur á almannafæri til að fjalla um opinberan viðburð. Þeir höfðu engan rétt til að loka bílastæðinu eða svæðinu í kringum kirkjuna. Atvikið verður því tilkynnt til lögreglu – við getum ekki sætt okkur við að ofbeldi sé beitt gegn blaðamönnum og ljósmyndurum í starfi,“ sagði Kokkinn-Thoresen við Nettavisen. Helene Spilling og Martin Ödegaard voru brosandi og glæsileg eftir brúðkaupsathöfnina í Gjerdrum, á leið í veisluna sem svo tók við.EPA-EFE/Thomas Fure
Noregur Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira