Telja einhvern hér á landi búa yfir vitneskju um hvað kom fyrir Jón Þröst Smári Jökull Jónsson skrifar 23. júní 2025 20:23 Alan Brady og Eiríkur Valberg vinna að rannsókn málsins. Vísir/Sigurjón Fimm írskir lögreglumenn eru staddir hér á landi til að taka skýrslur af fjörtíu og fimm einstaklingum í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Jónssonar. Vonir standa til að vísbendingar berist sem gætu nýst við að upplýsa málið. Í dag hófust skýrslutökur í tengslum við rannsóknina á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fimm írskir lögreglumenn eru komnir hingað til lands vegna skýrslutakanna en ásamt þeim vinnur tíu manna hópur frá íslensku lögreglunni að málinu. „Við erum að vonast til að finna frekari upplýsingar og vísbendingar sem gætu nýst við rannsókn málsins. Það er ómögulegt að segja fyrirfram hvað mun koma úr þessu en við erum að vonast til að finna einhverjar frekari upplýsingar sem gætu nýst við að upplýsa málið,“ sagði Eiríkur Valberg, fulltrúi hjá miðlægri deild lögreglunnar. Allar skýrslutökur verða undir stjórn íslensku lögreglunnar en írskir lögreglumenn verða viðstaddir og fá tækifæri til að spyrja sinna spurninga. Í frétt The Irish Times í síðustu viku kom fram tilgáta að Jón Þröstur hefði verið myrtur fyrir mistök af launmorðingja sem ráðinn hafi verið til að myrða annan íslenskan mann sem staddur var í Dublin á sama tíma. „Ég get ekki farið út í einstaka tilgátur en ég get þó sagt að það hefur í raun ekkert verið útilokað ennþá. Þannig að í raun og veru er allt möguleiki.“ Nöfn þeirra sem boðaðir eru til skýrslutöku eru að megninu komin frá írsku lögreglunni. Fleiri nöfn hafa þó bæst við eftir ábendingar frá íslensku lögreglunni og hefur fjölgað í hópnum sem upphaflega var boðaður. Stefnt er á að taka skýrslu af fjörtíu og fimm manns í vikunni. Allan Brady hjá írsku lögreglunni er staddur hér á landi í tengslum við málið. Hann er bjartsýnn á að skýrslutökurnar skili árangri. „Við höfum fengið vissar upplýsingar sem við höfum fylgt eftir. Við erum hér til að athuga hvort við getum fengið upplýsingar í samfélaginu hér. Því við teljum að einhverjir hérna kunni að hafa vitneskju um hvað kom fyrir Jón,“ sagði Brady í viðtali í morgun. Lögreglan ítrekaði þá ósk að allir þeir sem telja sig hafa einhverjar upplýsingar stigi fram. Hægt er að koma með ábendingar í síma 444-1000 eða með því að senda póst á abending@lrh.is Leitin að Jóni Þresti Írland Lögreglumál Erlend sakamál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Í dag hófust skýrslutökur í tengslum við rannsóknina á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fimm írskir lögreglumenn eru komnir hingað til lands vegna skýrslutakanna en ásamt þeim vinnur tíu manna hópur frá íslensku lögreglunni að málinu. „Við erum að vonast til að finna frekari upplýsingar og vísbendingar sem gætu nýst við rannsókn málsins. Það er ómögulegt að segja fyrirfram hvað mun koma úr þessu en við erum að vonast til að finna einhverjar frekari upplýsingar sem gætu nýst við að upplýsa málið,“ sagði Eiríkur Valberg, fulltrúi hjá miðlægri deild lögreglunnar. Allar skýrslutökur verða undir stjórn íslensku lögreglunnar en írskir lögreglumenn verða viðstaddir og fá tækifæri til að spyrja sinna spurninga. Í frétt The Irish Times í síðustu viku kom fram tilgáta að Jón Þröstur hefði verið myrtur fyrir mistök af launmorðingja sem ráðinn hafi verið til að myrða annan íslenskan mann sem staddur var í Dublin á sama tíma. „Ég get ekki farið út í einstaka tilgátur en ég get þó sagt að það hefur í raun ekkert verið útilokað ennþá. Þannig að í raun og veru er allt möguleiki.“ Nöfn þeirra sem boðaðir eru til skýrslutöku eru að megninu komin frá írsku lögreglunni. Fleiri nöfn hafa þó bæst við eftir ábendingar frá íslensku lögreglunni og hefur fjölgað í hópnum sem upphaflega var boðaður. Stefnt er á að taka skýrslu af fjörtíu og fimm manns í vikunni. Allan Brady hjá írsku lögreglunni er staddur hér á landi í tengslum við málið. Hann er bjartsýnn á að skýrslutökurnar skili árangri. „Við höfum fengið vissar upplýsingar sem við höfum fylgt eftir. Við erum hér til að athuga hvort við getum fengið upplýsingar í samfélaginu hér. Því við teljum að einhverjir hérna kunni að hafa vitneskju um hvað kom fyrir Jón,“ sagði Brady í viðtali í morgun. Lögreglan ítrekaði þá ósk að allir þeir sem telja sig hafa einhverjar upplýsingar stigi fram. Hægt er að koma með ábendingar í síma 444-1000 eða með því að senda póst á abending@lrh.is
Leitin að Jóni Þresti Írland Lögreglumál Erlend sakamál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira