„Honum fylgir auðvitað ákveðinn ófyrirsjáanleiki“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. júní 2025 13:02 Dagur B. Eggertsson leiðir Íslandsdeild þings Atlantshafsbandalagsins og búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti mæti til Haag í kvöld. Vísir/Getty/Einar Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Haag í morgun. Hann er haldinn í skugga áframhaldandi stríðsátaka í Úkraínu og ástandsins í Miðausturlöndum. Búist er við að samþykkt verði að bandalagsríki skuldbindi sig til að auka framlag til öryggis- og varnarmála. Á fundinn í Hollandi koma leiðtogar allra bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins og þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti. Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingar leiðir Íslandsdeild NATO þingsins og hann segir hagsmuni Íslands felast í að Atlantshafsbandalagið sýni samstöðu og komi samhent af fundinum. Hann segir breiðan skilning ríkja á sérstöðu Íslands sem herlaus þjóð. „Það er auðvitað verið að tala um mjög mikla aukningu í varnarútgjöldum hjá þjóðum sem eru með her, upp í 3,5 prósent af þjóðarframleiðslu en síðan 1,5 prósent fyrir varnartengd útgjöld. Þar kemur Ísland við sögu en ekki í þessum beinlínis varnartengdu útgjöldum,“ sagði Dagur í samtali við fréttastofu Sýnar í morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að Ísland sem herlaus þjóð muni ekki verja fimm prósentum þjóðarframleiðslu til varnarmála. Ísland sé þó þegar byrjað að fjárfesta í þeim innviðum sem landinu er gert að fjárfesta í. Fundurinn í Hollandi er haldinn í skugga stríðsátakanna í Úkraínu og ástandsins í Miðausturlöndum. Dagur segir að Ísland muni áfram sýna skýran stuðning við Úkraínu og býst við því sama af NATO. „Þó við séum herlaus þjóð þá höfum við tekið fullan þátt þar. Ég á ekki von á öðru en að NATO muni undirstrika áframhald á því. Þó það sem sé að gerast sé að Evrópa er að axla stærri og stærri hlut af þeim stuðningi en áður voru Bandaríkin lang, lang stærst á því sviði.“ Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti komi til Haag í kvöld. Hann tekur þátt í kvöldverði leiðtoga bandalagsríkjanna í kvöld og fundi þeirra á morgun. Þar verður Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fulltrúi Íslands. „Honum fylgir auðvitað ákveðinn ófyrirsjáanleiki. Ég held að ég lýsi því bara best þannig að fólk haldi niðri í sér andanum hvað það varðar.“ Fjöldi funda fram undan Í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að á hátíðarkvöldverðinum verði einnig meðal gesta forseti Úkraínu, leiðtogar Evrópusambandsins (ESB), forsætisráðherra Nýja Sjálands og háttsettir fulltrúar Japans, Suður Kóreu og Ástralíu verða jafnframt meðal gesta. Á sama tíma muni utanríkisráðherrar bandalagsins í NATO-Úkraínuráðinu funda um stöðu mála í Úkraínu með utanríkisráðherra landsins og utanríkismálastjóra ESB. Þá muni einnig funda varnarmálaráðherrar bandalagsríkja um varnir og skuldbindingar bandalagsins í ljósi gjörbreytts öryggisumhverfis á Evró-Atlantshafssvæðinu. Samkvæmt tilkynningu fer á morgun fram formlegur fundur leiðtoga bandalagsríkja þar sem framlög til varnarmála, ný viðmið og jafnari byrðir verða ofarlega á blaði, sem og ógnin frá Rússlandi og friðarumleitanir og stuðningur við varnarbaráttu Úkraínu. Hægt er að fylgjast með dagskrá leiðtogafundarins á vefsíðu Atlantshafsbandalagsins. NATO Donald Trump Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Á fundinn í Hollandi koma leiðtogar allra bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins og þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti. Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingar leiðir Íslandsdeild NATO þingsins og hann segir hagsmuni Íslands felast í að Atlantshafsbandalagið sýni samstöðu og komi samhent af fundinum. Hann segir breiðan skilning ríkja á sérstöðu Íslands sem herlaus þjóð. „Það er auðvitað verið að tala um mjög mikla aukningu í varnarútgjöldum hjá þjóðum sem eru með her, upp í 3,5 prósent af þjóðarframleiðslu en síðan 1,5 prósent fyrir varnartengd útgjöld. Þar kemur Ísland við sögu en ekki í þessum beinlínis varnartengdu útgjöldum,“ sagði Dagur í samtali við fréttastofu Sýnar í morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að Ísland sem herlaus þjóð muni ekki verja fimm prósentum þjóðarframleiðslu til varnarmála. Ísland sé þó þegar byrjað að fjárfesta í þeim innviðum sem landinu er gert að fjárfesta í. Fundurinn í Hollandi er haldinn í skugga stríðsátakanna í Úkraínu og ástandsins í Miðausturlöndum. Dagur segir að Ísland muni áfram sýna skýran stuðning við Úkraínu og býst við því sama af NATO. „Þó við séum herlaus þjóð þá höfum við tekið fullan þátt þar. Ég á ekki von á öðru en að NATO muni undirstrika áframhald á því. Þó það sem sé að gerast sé að Evrópa er að axla stærri og stærri hlut af þeim stuðningi en áður voru Bandaríkin lang, lang stærst á því sviði.“ Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti komi til Haag í kvöld. Hann tekur þátt í kvöldverði leiðtoga bandalagsríkjanna í kvöld og fundi þeirra á morgun. Þar verður Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fulltrúi Íslands. „Honum fylgir auðvitað ákveðinn ófyrirsjáanleiki. Ég held að ég lýsi því bara best þannig að fólk haldi niðri í sér andanum hvað það varðar.“ Fjöldi funda fram undan Í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að á hátíðarkvöldverðinum verði einnig meðal gesta forseti Úkraínu, leiðtogar Evrópusambandsins (ESB), forsætisráðherra Nýja Sjálands og háttsettir fulltrúar Japans, Suður Kóreu og Ástralíu verða jafnframt meðal gesta. Á sama tíma muni utanríkisráðherrar bandalagsins í NATO-Úkraínuráðinu funda um stöðu mála í Úkraínu með utanríkisráðherra landsins og utanríkismálastjóra ESB. Þá muni einnig funda varnarmálaráðherrar bandalagsríkja um varnir og skuldbindingar bandalagsins í ljósi gjörbreytts öryggisumhverfis á Evró-Atlantshafssvæðinu. Samkvæmt tilkynningu fer á morgun fram formlegur fundur leiðtoga bandalagsríkja þar sem framlög til varnarmála, ný viðmið og jafnari byrðir verða ofarlega á blaði, sem og ógnin frá Rússlandi og friðarumleitanir og stuðningur við varnarbaráttu Úkraínu. Hægt er að fylgjast með dagskrá leiðtogafundarins á vefsíðu Atlantshafsbandalagsins.
NATO Donald Trump Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent