Fínasta grillveður í kortunum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. júní 2025 20:00 Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur. Vísir/Vilhelm Siggi stormur segir að strax í næstu viku sé útlit fyrir þolanlegt veður um sunnan- og vestanvert landið með tilliti til sólar. Vikuna eftir það sé útlit fyrir að hæðarsvæði verði yfir landinu með björtu veðri víða um land. Í veðuráhugamannahópnum Fimbulvetur á Facebook voru menn að velta vöngum yfir nýrri spá frá danskri veðurstofu, sem spáði því að lægð yrði yfir Íslandi með tilheyrandi úrkomu og leiðindum í næstu viku, alveg fram að 14. júlí. Þá ætti lægðarsvæðið að vera komið norður fyrir land og loksins gæti farið að stytta upp og hlýna. „Alls ekki sammála“ Siggi stormur, sem spáði í spilin í Reykjavík síðdegis eins og gjarnan, segir að danska spáin sé alls ekki sammála öðrum kortum sem hann hefur verið að grúska í, frá Evrópumiðstöðinni og kortum vestanhafs. Hann segir ekki hægt að segja annað en að prýðilegt veður hafi verið á Íslandi um landið vítt og endilangt síðustu vikur, þó það hafi verið rigning á köflum. „En við getum sagt að verðurlagið, það er ekkert eðlilegt að menn fái sólskin dag eftir dag, og það er heldur ekki eðlilegt að menn séu í rigningu dag eftir dag.“ Það hefur verið og verður svolítill lægðargangur, við og í kringum landið. Í næstu viku, þá er að sjá að strax á þriðjudag verður nú komið þolanlegt veður um sunnan og vestanvert landið, með tilliti til sólar.“ Þá segir hann um viku 28, 7. til 13. júlí, þar sem Danir spáðu lægð og leiðindum, að aðrar spár geri ráð fyrir hæðarsvæði með björtu veðri víða um land. „Já svona frá þriðjudeginum 8. júlí og áfram eftir það. Svona auðvitað með einhverjum úrkomuflekkjum hér og þar eins og gjarnan er.“ „Þessi danska spá er alveg á skjön það sem að ég er að sjá í þeim spám sem hafa verið að berast í dag.“ Í kortunum er þá fínasta grill- og stuttbuxnaveður? „Jú það er fínasta grillveður, þó það dropi með síðdegisskúrum, á eiga menn bara að fagna því. En fínasta grillveður og það er hægt að setja á sig derhúfu og horfa upp í himin þess vegna og svo á steikina þess á milli, bara til að sjá hversu mikil rigningin kann að verða,“ segir Siggi stormur. Veður Reykjavík síðdegis Bylgjan Tengdar fréttir „Nú hættir þú Sigurður!“ Sigurður Þ. Ragnarsson, aka Siggi stormur, var í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær eins og gjarnan og spáði í veðurhorfur fyrir sumarið. Hann lofaði því að það verði ekki eins kalt og í fyrra en lesendur Vísis taka orðum hans með varúð, svo það sé orðað kurteislega. 23. apríl 2025 09:29 Lofar betra sumri en í fyrra Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, sem er betur þekktur sem Siggi Stormur, segir að engar líkur séu á því að sumarið verði jafn kalt og blautt eins og í fyrra. Hann segir að ekkert í langtímaspánum gefi tilefni til að ætla að sumarið verði slæmt. 22. apríl 2025 19:30 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Í veðuráhugamannahópnum Fimbulvetur á Facebook voru menn að velta vöngum yfir nýrri spá frá danskri veðurstofu, sem spáði því að lægð yrði yfir Íslandi með tilheyrandi úrkomu og leiðindum í næstu viku, alveg fram að 14. júlí. Þá ætti lægðarsvæðið að vera komið norður fyrir land og loksins gæti farið að stytta upp og hlýna. „Alls ekki sammála“ Siggi stormur, sem spáði í spilin í Reykjavík síðdegis eins og gjarnan, segir að danska spáin sé alls ekki sammála öðrum kortum sem hann hefur verið að grúska í, frá Evrópumiðstöðinni og kortum vestanhafs. Hann segir ekki hægt að segja annað en að prýðilegt veður hafi verið á Íslandi um landið vítt og endilangt síðustu vikur, þó það hafi verið rigning á köflum. „En við getum sagt að verðurlagið, það er ekkert eðlilegt að menn fái sólskin dag eftir dag, og það er heldur ekki eðlilegt að menn séu í rigningu dag eftir dag.“ Það hefur verið og verður svolítill lægðargangur, við og í kringum landið. Í næstu viku, þá er að sjá að strax á þriðjudag verður nú komið þolanlegt veður um sunnan og vestanvert landið, með tilliti til sólar.“ Þá segir hann um viku 28, 7. til 13. júlí, þar sem Danir spáðu lægð og leiðindum, að aðrar spár geri ráð fyrir hæðarsvæði með björtu veðri víða um land. „Já svona frá þriðjudeginum 8. júlí og áfram eftir það. Svona auðvitað með einhverjum úrkomuflekkjum hér og þar eins og gjarnan er.“ „Þessi danska spá er alveg á skjön það sem að ég er að sjá í þeim spám sem hafa verið að berast í dag.“ Í kortunum er þá fínasta grill- og stuttbuxnaveður? „Jú það er fínasta grillveður, þó það dropi með síðdegisskúrum, á eiga menn bara að fagna því. En fínasta grillveður og það er hægt að setja á sig derhúfu og horfa upp í himin þess vegna og svo á steikina þess á milli, bara til að sjá hversu mikil rigningin kann að verða,“ segir Siggi stormur.
Veður Reykjavík síðdegis Bylgjan Tengdar fréttir „Nú hættir þú Sigurður!“ Sigurður Þ. Ragnarsson, aka Siggi stormur, var í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær eins og gjarnan og spáði í veðurhorfur fyrir sumarið. Hann lofaði því að það verði ekki eins kalt og í fyrra en lesendur Vísis taka orðum hans með varúð, svo það sé orðað kurteislega. 23. apríl 2025 09:29 Lofar betra sumri en í fyrra Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, sem er betur þekktur sem Siggi Stormur, segir að engar líkur séu á því að sumarið verði jafn kalt og blautt eins og í fyrra. Hann segir að ekkert í langtímaspánum gefi tilefni til að ætla að sumarið verði slæmt. 22. apríl 2025 19:30 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
„Nú hættir þú Sigurður!“ Sigurður Þ. Ragnarsson, aka Siggi stormur, var í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær eins og gjarnan og spáði í veðurhorfur fyrir sumarið. Hann lofaði því að það verði ekki eins kalt og í fyrra en lesendur Vísis taka orðum hans með varúð, svo það sé orðað kurteislega. 23. apríl 2025 09:29
Lofar betra sumri en í fyrra Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, sem er betur þekktur sem Siggi Stormur, segir að engar líkur séu á því að sumarið verði jafn kalt og blautt eins og í fyrra. Hann segir að ekkert í langtímaspánum gefi tilefni til að ætla að sumarið verði slæmt. 22. apríl 2025 19:30