Ákærð fyrir að frelsissvipta dreng eftir dyraat Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. júní 2025 23:55 Maðurinn hljóp drengina uppi eftir að þeir gerðu hjá parinu dyraat. Getty Par á Austurlandi hefur verið ákært fyrir harkaleg viðbrögð í garð drengja sem gerðu hjá þeim dyraat. Samkvæmt ákæru náði maðurinn taki á einum dreng, dró hann inn í húsið og hélt honum þar í nokkrar mínútur. Austurfrétt greinir frá málinu en í fréttinni segir að héraðssaksóknari gefi ákæruna út, og málið verði rekið fyrir Héraðsdómi Austurlands þar sem það var þingfest í byrjun mánaðarins. Atvikið átti sér stað skömmu fyrir jólin 2023. Samkvæmt ákæru hljóp maðurinn uppi hóp drengja sem hafði gert dyraat á heimili parsins. Náði hann svo taki á úlpu drengs og dró hann inn í húsið, þar sem hann hélt honum í nokkrar mínútur þótt hann bæði ítrekað um að fá að fara. Drengurinn meiddist á hálsi. Maðurinn og konan eru ákærð á grundvelli ákvæðis í barnaverndarlögum þar sem bann er lagt við að beita barn andlegri eða líkamlegri refsingu, hótun eða ógnun. Maðurinn er auk þess ákærður fyrir frelsissviptingu. Í ákærunni segir að maðurinn hafi sýnt af sér yfirgang og ruddaskap ásamt ógnandi og vanvirðandi hegðun. Konan er ákærð fyrir hlutdeild í broti mannsins með því að taka á móti þeim og hleypa barninu ekki út. Foreldrar barnsins gera kröfu um hálfa milljón króna í miskabætur. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Réðst á barn sem gerði dyraat Karlmaður hefur hlotið þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að ráðast að ungum dreng. 23. apríl 2024 10:30 Brást of harkalega við dyraati Kona hefur verið sakfelld fyrir að draga ungan dreng sem hafði gert dyraat hjá henni frá leikvelli og upp tröppur að heimili hennar gegn vilja drengsins. Konan sagði háttsemina eins og þá sem viðhöfð sé í grunnskóla þar sem hún starfi en héraðsdómur sagði aðstæður ekki samanburðarhæfar. 23. desember 2024 11:27 Grófur dyraatsfaraldur skekur heilu hverfin Íbúum í Vesturbæ og á Seltjarnarnesi er hætt að litast á blikuna vegna nýstárlegs dyraatsfaraldurs, sem gerir oft vart við sig seint á kvöldin. Þetta er sérstaklega gróft dyraat, sem virðist innblásið af TikTok. 19. október 2021 21:00 Rúmlega níræð kona ökklabrotin eftir harkalegt dyraat Kona á tíræðisaldri slasaðist alvarlega þegar gert var dyraat á heimili hennar í upphafi viku. Lögreglu hafa verið að berast tilkynningar undanfarið um dyraat, sem er óvenjulega harkalegt vegna tísku á TikTok. 22. október 2021 20:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Austurfrétt greinir frá málinu en í fréttinni segir að héraðssaksóknari gefi ákæruna út, og málið verði rekið fyrir Héraðsdómi Austurlands þar sem það var þingfest í byrjun mánaðarins. Atvikið átti sér stað skömmu fyrir jólin 2023. Samkvæmt ákæru hljóp maðurinn uppi hóp drengja sem hafði gert dyraat á heimili parsins. Náði hann svo taki á úlpu drengs og dró hann inn í húsið, þar sem hann hélt honum í nokkrar mínútur þótt hann bæði ítrekað um að fá að fara. Drengurinn meiddist á hálsi. Maðurinn og konan eru ákærð á grundvelli ákvæðis í barnaverndarlögum þar sem bann er lagt við að beita barn andlegri eða líkamlegri refsingu, hótun eða ógnun. Maðurinn er auk þess ákærður fyrir frelsissviptingu. Í ákærunni segir að maðurinn hafi sýnt af sér yfirgang og ruddaskap ásamt ógnandi og vanvirðandi hegðun. Konan er ákærð fyrir hlutdeild í broti mannsins með því að taka á móti þeim og hleypa barninu ekki út. Foreldrar barnsins gera kröfu um hálfa milljón króna í miskabætur.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Réðst á barn sem gerði dyraat Karlmaður hefur hlotið þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að ráðast að ungum dreng. 23. apríl 2024 10:30 Brást of harkalega við dyraati Kona hefur verið sakfelld fyrir að draga ungan dreng sem hafði gert dyraat hjá henni frá leikvelli og upp tröppur að heimili hennar gegn vilja drengsins. Konan sagði háttsemina eins og þá sem viðhöfð sé í grunnskóla þar sem hún starfi en héraðsdómur sagði aðstæður ekki samanburðarhæfar. 23. desember 2024 11:27 Grófur dyraatsfaraldur skekur heilu hverfin Íbúum í Vesturbæ og á Seltjarnarnesi er hætt að litast á blikuna vegna nýstárlegs dyraatsfaraldurs, sem gerir oft vart við sig seint á kvöldin. Þetta er sérstaklega gróft dyraat, sem virðist innblásið af TikTok. 19. október 2021 21:00 Rúmlega níræð kona ökklabrotin eftir harkalegt dyraat Kona á tíræðisaldri slasaðist alvarlega þegar gert var dyraat á heimili hennar í upphafi viku. Lögreglu hafa verið að berast tilkynningar undanfarið um dyraat, sem er óvenjulega harkalegt vegna tísku á TikTok. 22. október 2021 20:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Réðst á barn sem gerði dyraat Karlmaður hefur hlotið þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að ráðast að ungum dreng. 23. apríl 2024 10:30
Brást of harkalega við dyraati Kona hefur verið sakfelld fyrir að draga ungan dreng sem hafði gert dyraat hjá henni frá leikvelli og upp tröppur að heimili hennar gegn vilja drengsins. Konan sagði háttsemina eins og þá sem viðhöfð sé í grunnskóla þar sem hún starfi en héraðsdómur sagði aðstæður ekki samanburðarhæfar. 23. desember 2024 11:27
Grófur dyraatsfaraldur skekur heilu hverfin Íbúum í Vesturbæ og á Seltjarnarnesi er hætt að litast á blikuna vegna nýstárlegs dyraatsfaraldurs, sem gerir oft vart við sig seint á kvöldin. Þetta er sérstaklega gróft dyraat, sem virðist innblásið af TikTok. 19. október 2021 21:00
Rúmlega níræð kona ökklabrotin eftir harkalegt dyraat Kona á tíræðisaldri slasaðist alvarlega þegar gert var dyraat á heimili hennar í upphafi viku. Lögreglu hafa verið að berast tilkynningar undanfarið um dyraat, sem er óvenjulega harkalegt vegna tísku á TikTok. 22. október 2021 20:00