Rektorar allra íslenskra háskóla lýsa yfir miklum áhyggjum Lovísa Arnardóttir skrifar 29. júní 2025 17:43 Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, Kristín Eysteinsdóttir, rektor LHÍ, og Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, skrifa undir yfirlýsinguna ásamt fjórum öðrum rektorum. Samsett Rektorar allra íslenskra háskóla lýsa yfir miklum áhyggjum að því sótt sé að grundvallarstoðum háskólastarfs víða um heim. Í sameiginlegri yfirlýsingu staðfesta þeir grundvallarmikilvægi akademísks frelsis og sjálfstæði stofnana fyrir framgang þekkingar, eflingu lýðræðis og þróun samfélaga. Slétt tuttugu ár eru síðan íslenskir rektorar undirrituðu sams konar yfirlýsingu um akademískt frelsi undir forystu Páls Skúlasonar, þáverandi rektors HÍ, en yfirskrift hennar var „Yfirlýsing um forsendur og frelsi háskóla“. Rektorar háskólanna sjö á Íslandi hittust á vettvangi Samstarfsnefndar háskólastigsins í liðinni viku. Þar var yfirlýsingin, meðal annars, til umræðu. Í henni er undirstrikað að akademískt frelsi sé hornsteinn háskóla- og rannsóknastarfs. Undir yfirlýsinguna skrifa Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri, Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, og Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. „Það felur í sér rétt fræðimanna til að leita sannleikans og þekkingar án óeðlilegra afskipta, til að kenna og ræða hugmyndir frjálst og til að miðla niðurstöðum rannsókna án ótta við ritskoðun eða refsiaðgerðir. Þetta frelsi er lykilatriði til að hlúa að gagnrýninni hugsun, nýsköpun og öflugum skoðanaskiptum sem eru undirstaða lýðræðissamfélaga,“ segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að með stofnanalegu sjálfstæði sé hægt að tryggja að fræðileg markmið séu sett á grundvelli vísindalegra verðleika fremur en pólitískra eða viðskiptalegra hagsmuna. „Við lýsum miklum áhyggjum af vaxandi þrýstingi á akademískt frelsi og sjálfstæði háskóla um allan heim. Pólitísk afskipti, ritskoðun og innleiðing hugmyndafræðilegra sjónarmiða ógna undirstöðum fræðilegra rannsókna og hlutverki háskóla sem vígjum sjálfstæðrar hugsunar og þekkingarleitar,“ segja rektorarnir sjö. Þau hvetja alla háskóla og aðra hagsmunaaðila til að standa vörð um akademískt frelsi og tryggja rétt fræðimanna til að standa rannsóknir, kenna og miðla niðurstöðum sínum án utanaðkomandi afskipta. „Með því að verja akademískt frelsi og sjálfstæði stofnana styrkjum við undirstöður lýðræðis og leggjum okkar af mörkum til sjálfbærrar þróunar samfélaga okkar.“ Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Slétt tuttugu ár eru síðan íslenskir rektorar undirrituðu sams konar yfirlýsingu um akademískt frelsi undir forystu Páls Skúlasonar, þáverandi rektors HÍ, en yfirskrift hennar var „Yfirlýsing um forsendur og frelsi háskóla“. Rektorar háskólanna sjö á Íslandi hittust á vettvangi Samstarfsnefndar háskólastigsins í liðinni viku. Þar var yfirlýsingin, meðal annars, til umræðu. Í henni er undirstrikað að akademískt frelsi sé hornsteinn háskóla- og rannsóknastarfs. Undir yfirlýsinguna skrifa Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri, Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, og Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. „Það felur í sér rétt fræðimanna til að leita sannleikans og þekkingar án óeðlilegra afskipta, til að kenna og ræða hugmyndir frjálst og til að miðla niðurstöðum rannsókna án ótta við ritskoðun eða refsiaðgerðir. Þetta frelsi er lykilatriði til að hlúa að gagnrýninni hugsun, nýsköpun og öflugum skoðanaskiptum sem eru undirstaða lýðræðissamfélaga,“ segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að með stofnanalegu sjálfstæði sé hægt að tryggja að fræðileg markmið séu sett á grundvelli vísindalegra verðleika fremur en pólitískra eða viðskiptalegra hagsmuna. „Við lýsum miklum áhyggjum af vaxandi þrýstingi á akademískt frelsi og sjálfstæði háskóla um allan heim. Pólitísk afskipti, ritskoðun og innleiðing hugmyndafræðilegra sjónarmiða ógna undirstöðum fræðilegra rannsókna og hlutverki háskóla sem vígjum sjálfstæðrar hugsunar og þekkingarleitar,“ segja rektorarnir sjö. Þau hvetja alla háskóla og aðra hagsmunaaðila til að standa vörð um akademískt frelsi og tryggja rétt fræðimanna til að standa rannsóknir, kenna og miðla niðurstöðum sínum án utanaðkomandi afskipta. „Með því að verja akademískt frelsi og sjálfstæði stofnana styrkjum við undirstöður lýðræðis og leggjum okkar af mörkum til sjálfbærrar þróunar samfélaga okkar.“
Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira