Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

B sé ekki best

Foreldri grunnskólabarna segir einkunnakerfi byggt á bókstöfum draga úr hvata nemenda til að gera betur og sé skalinn of víður. Hann segir kennara viðurkenna að kerfið veiti þeim ekki nægar upplýsingar til að sinna starfi sínu og gagnrýnir harðlega „yfirborðskennda“ aðgerðaáætlun menntamálaráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir­lestri ísraelsks fræði­manns af­lýst eftir skamma stund

Fyrirlestri starfsmanns við Bar-Ilan háskólann í Ísrael á Þjóðminjasafninu var aflýst um tuttugu mínútum eftir að hann átti að hefjast í dag. Hópur mótmælenda mætti á fyrirlesturinn og mótmælti því að starfsmaður við stofnun sem styðji Ísraelsher opinberlega flytti fyrirlesturinn. 

Innlent
Fréttamynd

Fjar­lægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“

Framkvæmdastjóri Rafmenntar segir nöfn fyrrverandi starfsmanna við Kvikmyndaskólann hafa verið fjarlægð af vefsíðu skólans þá og þegar hann sá ásakanir þeirra um að nöfn þeirra væru notuð að þeim forspurðum til að auglýsa skólann. Hann furðar sig á því að þau hafi ekki haft samband við hann beint heldur farið beint með mál sitt til fjölmiðla.

Innlent
Fréttamynd

Borgin hafnar yfir­lýsingum KSÍ

Reykjavíkurborg hafnar því að framkvæmdir á nýju skólaþorpi í Laugardal hafi verið settar af stað án þess að samþykkt skipulag á svæðinu liggi fyrir, líkt og fulltrúar KSÍ hafa undanfarna daga haldið fram.

Innlent
Fréttamynd

Þau eru fram­tíðin – en fá ekki að njóta nú­tímans

„Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur. En í raun og veru voru engin vandræði, engin slagsmál og ekki neitt.” Þessi orð lét eigandi tjaldsvæðisins að Hraunborgum falla í samtali við blaðamann Vísis í kjölfar árlegrar útilegu nemenda við Verzlunarskóla Íslands, sem haldin var á svæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Neyðast til að endur­byggja grunn­skólann vegna myglu

Mygla kom upp í Grunnskólanum á Þórshöfn fyrr í vor. Sveitastjórnin stendur nú frammi fyrir vali um að rífa og byggja nýjan skóla á sama grunni eða reisa glænýjan skóla, en báðar lausnir kosta hundruði milljóna króna. Sveitarstjóri segir málið áfall fyrir kennslu á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Sérsveitin mætti í úti­legu MRinga

Sérsveit ríkislögreglustjóra hafði afskipti af útilegu nemenda við Menntaskólann í Reykjavík við Laugarvatn. Óboðnir gestir höfðu látið sjá sig og neitað að fara. Þeir sögðust vera vopnaðir hnífum.

Innlent
Fréttamynd

Flug­nám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykja­víkur­flug­vallar í flugnámi

Reykjavíkurflugvöllur uppfyllir öll þau skilyrði sem krafist er fyrir flugnám. Þeir sem hafa talað um að neyða flugnámið burt frá fllugvellinum þekkja ekki hvaða kröfur þarf að uppfylla skv. EASA - Evrópsku flugöryggisstofnuninni og hvaða skaða þeir valda með því að hrekja flugnámið burt. Þó svo að flugskólarnir yrðu hraktir í burtu myndi flugumferð lítið minnka um Reykjavíkurflugvöll því flugnemarnir þyrftu hvort eð er að fljúga til og frá vellinum í sínu einkaflugnámi og í blindflugsæfingum.

Skoðun
Fréttamynd

Þriggja ára barn ráfaði af leik­skólanum og í Bónus

Þriggja ára barn fór í gær af leikskólanum Urriðabóli í Garðabæ og gekk inn í Bónus í Kauptúni. Þar var hringt á lögreglu eftir að nágranni barnsins varð þess var og lét bæði móður og lögreglu vita. Starfsfólk leikskólans vissi ekki að barnið væri týnt þegar lögregla ræddi við þau. Leikskólastjóri harmar atvikið og segist hafa farið yfir verklag með starfsfólki í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Reyk­víkingur ársins til­einkar sam­starfs­fólki út­nefninguna

Reykvíkingur ársins var útnefndur í morgun í Elliðarárdal líkt og venjan hefur verið undanfarin ár. Að þessu sinni er það Ingi Garðar Erlendsson stjórnandi Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar. Hann renndi fyrir laxi í Elliðará í morgun og var eðli málsins samkvæmt í sólskinsskapi þegar fréttastofa náði af honum tali.

Lífið
Fréttamynd

Ingi Garðar er Reyk­víkingur ársins

Reykvíkingur ársins 2025 er Ingi Garðar Erlendsson stjórnandi Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri tilkynnti valið á bökkum Elliðaár í morgun, en þetta er í fimmtánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn.

Innlent