Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júní 2025 11:29 Dómsmálaráðherra óskaði svara eftir að í ljós kom að fyrrverandi starfsmenn sérstaks saksóknara hefðu viðkvæm gögn undir höndum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari telur að fyrrverandi starfsmenn embættis sérstaks saksóknara hafi afritað gögn er vörðuðu símhleranir á tímabilinu 2009 til fyrri hluta árs 2012. Hann segir að á þeim tíma hafi fáum málum sem embættið hafði með höndum verið endanlega lokið og gögnunum þess vegna ekki verið eytt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum Ólafs Þórs við fyrirspurn dómsmálaráðuneytisins en fjölmiðlar greindu frá því á vormánuðum að Jón Óttar Ólafsson lögreglumaður og Guðmundur Haukur Gunnarsson lögmaður, báðir fyrrverandi starfsmenn sérstaks saksóknara, hefðu haft á brott með sér gögn þegar þeir hættu. Þeir stofnuðu í kjölfarið njósnafyrirtækið PPP sf. sem er meðal annars sagt hafa stundað njósnir fyrir Björgólf Thor Björgólfsson, í tengslum við mál fyrrverandi hlutahafa Landsbankans gegn auðmanninum. Meintur stuldur Jóns Óttars og Guðmundar Hauks á gögnunum var kærður árið 2012 en málið fellt niður af ríkissaksóknara. Í svörum Ólafs Þórs til dómsmálaráðuneytisins rekur hann meðal annars stofnun embættis sérstaks saksóknara, sem var komið á laggirnar í kjölfar bankahrunsins 2008 og lagt niður 2015. Þá er fjallað um tölvukerfi embættisins, verklag við símhleranir og varðveislu gagna. Almennt var verklagið þannig að sérstakur saksóknari lagði símhlerunarkröfu fyrir héraðsdóm og að henni samþykktri var viðkomandi símanúmer tengt í hlerun af tölvu- og rafeindadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Allar upptökurnar fóru inn á hlustunardrif sem aðeins fáir höfðu aðgang að. Hlustað var á upptökurnar eftir á og skráð hver hlustaði, hvort umrætt símtal hafði þýðingu fyrir rannsókn mála og hvort að varðveita ætti það eða eyða. Öllum símtölum milli viðkomandi og verjenda bar að eyða strax en aðrar upptökur voru geymdar, fyrst samkvæmt íslenskum lögum og síðar samkvæmt dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2009, í málinu Natunen gegn Finnlandi, að yfirvöldum bæri að geyma allar símtalaupptökur þar til umræddum málum væri lokið á öllum dómstigum. Í svörum sínum ítrekar Ólafur Þór að aðgangur að hlustunardrifinu hafi verið afmarkaður við rannsakendur sem unnu að rannsókn viðkomandi máls. Aðgengi hafi verið stjórnað með aðgangsstýringu og frá áramótunum 2011 til 2012 hafi verið hægt að rekja rafræn spor starfsmanna. Þá var settur upp læsingarhugbúnaður sem virkjaðist þegar gögn voru afrituð á minniskubba. Hér má finna svör héraðssaksóknara við fyrirspurn dómsmálaráðuneytisins. Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum Ólafs Þórs við fyrirspurn dómsmálaráðuneytisins en fjölmiðlar greindu frá því á vormánuðum að Jón Óttar Ólafsson lögreglumaður og Guðmundur Haukur Gunnarsson lögmaður, báðir fyrrverandi starfsmenn sérstaks saksóknara, hefðu haft á brott með sér gögn þegar þeir hættu. Þeir stofnuðu í kjölfarið njósnafyrirtækið PPP sf. sem er meðal annars sagt hafa stundað njósnir fyrir Björgólf Thor Björgólfsson, í tengslum við mál fyrrverandi hlutahafa Landsbankans gegn auðmanninum. Meintur stuldur Jóns Óttars og Guðmundar Hauks á gögnunum var kærður árið 2012 en málið fellt niður af ríkissaksóknara. Í svörum Ólafs Þórs til dómsmálaráðuneytisins rekur hann meðal annars stofnun embættis sérstaks saksóknara, sem var komið á laggirnar í kjölfar bankahrunsins 2008 og lagt niður 2015. Þá er fjallað um tölvukerfi embættisins, verklag við símhleranir og varðveislu gagna. Almennt var verklagið þannig að sérstakur saksóknari lagði símhlerunarkröfu fyrir héraðsdóm og að henni samþykktri var viðkomandi símanúmer tengt í hlerun af tölvu- og rafeindadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Allar upptökurnar fóru inn á hlustunardrif sem aðeins fáir höfðu aðgang að. Hlustað var á upptökurnar eftir á og skráð hver hlustaði, hvort umrætt símtal hafði þýðingu fyrir rannsókn mála og hvort að varðveita ætti það eða eyða. Öllum símtölum milli viðkomandi og verjenda bar að eyða strax en aðrar upptökur voru geymdar, fyrst samkvæmt íslenskum lögum og síðar samkvæmt dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2009, í málinu Natunen gegn Finnlandi, að yfirvöldum bæri að geyma allar símtalaupptökur þar til umræddum málum væri lokið á öllum dómstigum. Í svörum sínum ítrekar Ólafur Þór að aðgangur að hlustunardrifinu hafi verið afmarkaður við rannsakendur sem unnu að rannsókn viðkomandi máls. Aðgengi hafi verið stjórnað með aðgangsstýringu og frá áramótunum 2011 til 2012 hafi verið hægt að rekja rafræn spor starfsmanna. Þá var settur upp læsingarhugbúnaður sem virkjaðist þegar gögn voru afrituð á minniskubba. Hér má finna svör héraðssaksóknara við fyrirspurn dómsmálaráðuneytisins.
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira