Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2025 09:58 Þingmenn stjórnarandstöðunnar í þingsal í vor. Málþóf um veiðigjöld og bókun 35 hafa sett svip sinn á þingveturinn. Vísir/Anton Samfylkingin og Viðreisn eru einu flokkarnir sem fleiri telja hafa staðið sig vel en illa á síðasta þingvetri í skoðanakönnun Maskínu. Mikill minnihluti svarenda telur stjórnarandstöðuflokkanna þrjá hafa staðið sig vel og innan við fimmtungur að Flokkur fólksins hafi gert það. Spurt var hversu vel eða illa fólki fyndist flokkarnir hefðu staðið sig á þingvetrinum sem er að ljúka í könnun Maskínu sem var gerð dagana 20. til 24. júní. Tveir ríkisstjórnarflokkanna komu áberandi best út úr könnuninni. Þannig sögðust 47 prósent svarenda telja Samfylkinguna hafa staðið sig vel en 27 prósent illa. Rúmur fjórðungur taldi frammistöðuna í meðallagi. Viðreisn töldu 43 prósent hafa staðið sig vel en þrjátíu prósent illa. Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra.Vísir/Anton Mun fleiri sögðu alla hina flokkana á þingi hafa staðið sig illa en vel, þar á meðal þriðja ríkisstjórnarflokkinn, Flokk fólksins. Aðeins átján prósent sögðu Flokk fólksins hafa staðið sig vel en 52 prósent illa. Tæpur þriðjungur taldi hann hafa staðið sig í meðallagi. Flokkurinn hefur glímt við ýmis konar vandræðamál í vetur og sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir meðal annars af sér sem menntamálaráðherra eftir að upplýst var um kynferðislegt samband hennar við ungan pilt fyrir nokkrum áratugum. Yfir sextíu prósent óánægð með frammistöðu stjórnarandstöðunnar Útreið stjórnarandstöðuflokkanna þriggja var enn verri en Flokks fólksins. Mun fleiri sögðu þá hafa staðið sig illa en vel. Sautján prósent sögðu Miðflokkinn hafa staðið sig vel en 64 prósent illa. Fimmtán prósent töldu Sjálfstæðisflokkinn hafa staðið sig í stykkinu en 63 prósent illa. Framsóknarflokkurinn kom verst út. Aðeins níu prósent töldu hann hafa staðið sig vel en 62 prósent illa. Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins. Flokkur hans hefur átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið.Vísir/Vilhelm Ekki var spurt nánar út í hvers vegna svarendur teldu flokkana hafa staðið sig vel eða illa. Maskína birti hins vegar í síðustu viku könnun sem benti til þess að svarendum mislíkaði málþóf á Alþingi. Þingveturinn hefur einkennst af málþófi stjórnarandstöðunnar, bæði um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar og um svonefnda bókun 35. Enn sér ekki fyrir endann á þingvetrinum vegna þeirra tafa sem hafa orðið á dagskrá þingsins. Minnst ánægja á meðal sjálfstæðismanna með sinn flokk Þegar aðeins er litið til stuðningsmanna flokkanna sjálfra þarf ef til vill ekki að koma á óvart að kjósendur ríkisstjórnarflokkanna þriggja eru ánægðastir með frammistöðu síns flokks. Tæp 94 prósent þeirra sem sögðust kjósa Samfylkinguna voru þannig ánægð með frammistöðu flokksins og tæp 82 kjósenda Viðreisnar töldu sinn flokk hafa staðið sig vel. Tæplega þrír af hverjum fjórum kjósendum Flokks fólksins voru ánægðir með hann. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Hlutföllin voru lægri hjá stjórnarandstöðuflokkunum. Um og yfir 65 prósent kjósenda Miðflokksins og Framsóknarflokksins sögðu sína flokka hafa staðið sig vel. Rétt undir sextíu prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins töldu frammistöðu hans góða í vetur. Ólík sýn á frammistöðu samstarfsflokkanna Mun fleiri kjósendur Flokks fólksins eru ánægðir með frammistöðu samstarfsflokkanna í ríkisstjórn en hinna flokkanna tveggja með Flokk fólksins. Rúm 48 prósent kjósenda Flokks fólksins lýstu ánægju með Samfylkinguna og rúm 45 prósent með Viðreisn. Á móti taldi aðeins fjórðungur samfylkingarfólks í könnuninni Flokk fólksins hafa staðið sig vel og innan við fimmtungur viðreisnarfólks. Skoðanakannanir Alþingi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Spurt var hversu vel eða illa fólki fyndist flokkarnir hefðu staðið sig á þingvetrinum sem er að ljúka í könnun Maskínu sem var gerð dagana 20. til 24. júní. Tveir ríkisstjórnarflokkanna komu áberandi best út úr könnuninni. Þannig sögðust 47 prósent svarenda telja Samfylkinguna hafa staðið sig vel en 27 prósent illa. Rúmur fjórðungur taldi frammistöðuna í meðallagi. Viðreisn töldu 43 prósent hafa staðið sig vel en þrjátíu prósent illa. Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra.Vísir/Anton Mun fleiri sögðu alla hina flokkana á þingi hafa staðið sig illa en vel, þar á meðal þriðja ríkisstjórnarflokkinn, Flokk fólksins. Aðeins átján prósent sögðu Flokk fólksins hafa staðið sig vel en 52 prósent illa. Tæpur þriðjungur taldi hann hafa staðið sig í meðallagi. Flokkurinn hefur glímt við ýmis konar vandræðamál í vetur og sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir meðal annars af sér sem menntamálaráðherra eftir að upplýst var um kynferðislegt samband hennar við ungan pilt fyrir nokkrum áratugum. Yfir sextíu prósent óánægð með frammistöðu stjórnarandstöðunnar Útreið stjórnarandstöðuflokkanna þriggja var enn verri en Flokks fólksins. Mun fleiri sögðu þá hafa staðið sig illa en vel. Sautján prósent sögðu Miðflokkinn hafa staðið sig vel en 64 prósent illa. Fimmtán prósent töldu Sjálfstæðisflokkinn hafa staðið sig í stykkinu en 63 prósent illa. Framsóknarflokkurinn kom verst út. Aðeins níu prósent töldu hann hafa staðið sig vel en 62 prósent illa. Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins. Flokkur hans hefur átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið.Vísir/Vilhelm Ekki var spurt nánar út í hvers vegna svarendur teldu flokkana hafa staðið sig vel eða illa. Maskína birti hins vegar í síðustu viku könnun sem benti til þess að svarendum mislíkaði málþóf á Alþingi. Þingveturinn hefur einkennst af málþófi stjórnarandstöðunnar, bæði um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar og um svonefnda bókun 35. Enn sér ekki fyrir endann á þingvetrinum vegna þeirra tafa sem hafa orðið á dagskrá þingsins. Minnst ánægja á meðal sjálfstæðismanna með sinn flokk Þegar aðeins er litið til stuðningsmanna flokkanna sjálfra þarf ef til vill ekki að koma á óvart að kjósendur ríkisstjórnarflokkanna þriggja eru ánægðastir með frammistöðu síns flokks. Tæp 94 prósent þeirra sem sögðust kjósa Samfylkinguna voru þannig ánægð með frammistöðu flokksins og tæp 82 kjósenda Viðreisnar töldu sinn flokk hafa staðið sig vel. Tæplega þrír af hverjum fjórum kjósendum Flokks fólksins voru ánægðir með hann. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Hlutföllin voru lægri hjá stjórnarandstöðuflokkunum. Um og yfir 65 prósent kjósenda Miðflokksins og Framsóknarflokksins sögðu sína flokka hafa staðið sig vel. Rétt undir sextíu prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins töldu frammistöðu hans góða í vetur. Ólík sýn á frammistöðu samstarfsflokkanna Mun fleiri kjósendur Flokks fólksins eru ánægðir með frammistöðu samstarfsflokkanna í ríkisstjórn en hinna flokkanna tveggja með Flokk fólksins. Rúm 48 prósent kjósenda Flokks fólksins lýstu ánægju með Samfylkinguna og rúm 45 prósent með Viðreisn. Á móti taldi aðeins fjórðungur samfylkingarfólks í könnuninni Flokk fólksins hafa staðið sig vel og innan við fimmtungur viðreisnarfólks.
Skoðanakannanir Alþingi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira