Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. júlí 2025 07:03 Guðrún Blöndal greindist með Hodgkin’s eitilfrumukrabbamein snemma árs 2022, þá aðeins 21 árs gömul. Laimonas Dom Baranauskas „Þær voru flestar áratugi eldri en ég og með gjörólíkar áskoranir í sínum veikindum Ég var að missa af útskriftarveislum og þurfti að útskýra fyrir glænýjum kærasta að ég væri á leið í lyfjameðferð,“ segir Guðrún Blöndal, eða Gunna eins og hún er oftast kölluð. Gunna greindist með Hodgkin’s eitilfrumukrabbamein snemma árs 2022, þá aðeins 21 árs gömul. Gunna er ein af þeim kraftmiklu viðmælendum sem rætt er við í veglegu blaði Krafts sem kom út á dögunum og má finna hér. Hrædd við sprautunálar í löngu greiningarferli Þegar Gunna greindist var hún nýútskrifuð úr frá Tækniskólanum úr málaranámi og að hjálpa frænku sinni sem er læknir. Án þess að hafa gríðarlegar áhyggjur bað hún frænku sína að kíkja á hnúð á bringunni sem henni fannst einkennilegur. Frænka hennar sendi hana strax í nánari skoðun og skömmu síðar hófst baráttan við þennan óboðna gest. Greiningarferlið reyndist 21 árs stúlku erfitt, skiljanlega, og var greiningin mikið áfall fyrir alla fjölskylduna. Það tók tíma að greina meinið sem reyndist Gunnu áskorun enda að eigin sögn frekar hrædd við sprautunálar. Það var gríðarlegt áfall fyrir Gunnu að greinast einungis 21 árs gömul.Aðsend Eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir um hver sjúkdómurinn væri fékk hún meðarferðaráætlun sem hún hélt fast í en þess fyrir utan vildi hún ekki eyða of miklum tíma í að hugsa um þetta. Djammið ekki lengur hluti af veruleikanum Gunna viðurkennir að hún hafi fjarlægst vinahópana úr menntaskóla, hittingar og djammið voru einfaldlega ekki lengur hluti af hennar veruleika. Meðferðin var krefjandi, en vonin um að „endurræsa“ lífið hélt henni gangandi. Gunna leitaði til Krafts og stundaði endurhæfingu hjá Ljósinu. Hún er mikil félagsvera, ötull skáti og segir hún jafningjastuðninginn hjá Krafti hafa skipt miklu máli fyrir sig. Gunna var þakklát fyrir jafningjastuðninginn hjá Krafti sem reyndist henni vel á erfiðum tímum.Aðsend Þó svo hún hafi fundið fyrir aldursbili milli sín og annarra í hópnum StelpuKrafti, þar sem fáar stúlkur hafi verið á sama reki og hún sjálf, segist hún hafa fundið fyrir miklum stuðningi frá stelpunum þar. „Þær voru flestar áratug eldri en ég og með gjörólíkar áskoranir í sínum veikindum en ég – hvernig á að halda heimili og koma börnunum í skólann? Ég var að missa af útskriftarveislum og þurfti að útskýra fyrir glænýjum kærasta að ég væri á leið í lyfjameðferð,“ segir Gunna. Meira áfall að greinast í annað sinn Meðferðin gekk vel, þrátt fyrir eðlilega fylgikvilla. Gunna fékk mikinn stuðning frá fjölskyldu sinni og Kristjáni, kærastanum sínum, sem eins og hún orðar það var „all in“ og stóð þétt við bakið á henni allan tímann. Fallegt par. Kristján stóð þétt við bakið á Gunnu í gegnum allt ferlið.Aðsend Fjölskyldan öll sá fram á nýtt upphaf og var Gunna spennt að hefja líf sitt aftur. Aðeins hálfu ári eftir að meðferð lauk var þó ljóst að frekari inngrip þyrfti til þess að losa líkamann við vágestinn. Áfallið var ekki aðeins það að greinast aftur, heldur þurfti að setja aftur öll plönin á ís og hefja stofnfrumumeðferð, mun flóknari og erfiðari meðferð en þá fyrri. Gunna lýsir vonbrigðum yfir því að planið hefði ekki gengið eftir. Hvernig mátti þetta vera? Hún sem var með svo „gott“ og auðlæknanlegt krabbamein. Stofnfrumumeðferðinni fylgdu fleiri sprautur. Kristján lærði að gefa Gunnu sprauturnar og bjó unga parið sér til ákveðna athöfn í kringum þetta verkefni þar sem Gunnu líkar ekki við sprautunálarnar. „Við spiluðum Miley Cyrus í botni – lag númer þrjú – og bamm, hann sprautaði mig í magann,“ rifjar Gunna upp. Hélt þetta væri síðasti séns og lét frysta egg Ein af mögulegum afleiðingum krabbameinsmeðferðar er skert frjósemi. Oft þarf að hafa hraðar hendur þegar ungt fólk greinist með krabbamein til þess að reyna að varðveita egg eða sæðisfrumur fyrir meðferð, sem er þá mögulega hægt að nota eftir meðferð. Við fyrri greiningu segist Gunna hafa haft lítinn tíma til þess að huga að því að láta frysta egg og að endingu hafi hún sjálf ákveðið að sleppa því. Hugsunin um aðra meðferð og allar sprauturnar var ógnvekjandi. Gunna lét frysta egg þegar hún þurfti aftur að fara í krabbameinsmeðferð.Laimonas Dom Baranauskas „Það var á þeim tíma svo fjarlægt að ætla að stofna fjölskyldu, ég var 21 árs, nýbúin að kynnast kærastanum mínum og tímapressan var mikil.“ Þegar Gunna átti að fara í stofnfrumumeðferð ári síðar var meðvitundin um að sjúkdómurinn og mögulegar afleiðingar af meðferðinni væru alvarlegar orðin miklu sterkari. Hún hugsaði að kannski væri þetta síðasti séns og lét þá frysta egg. Stutt í kraftaverkin Í eftirliti eftir stofnfrumumeðferðina hringdi læknirinn hennar með tvöfaldar gleðifréttir. Krabbameinið var horfið og lítið kraftaverk hafði fundist í jáeindaskannanum, Gunna var ólétt. Fréttirnar komu öllum að óvörum og kaldhæðnislega kom reikningur sama dag inn í heimabankann fyrir eggfrystingargjaldinu, sem var þó greiddur engu að síður. Meðgangan gekk vel og litla kraftaverkabarnið Erna Kristín dafnar vel. Fallegu mæðgurnar Gunna og Erna Kristín.Laimonas Dom Baranauskas Gunna segist fá áminningu daglega um það hversu dýrmætt lífið er þegar hún leggur litlu stelpuna sína á brjóst og horfir á lyfjabrunninn sem lúrir enn þá á bringunni. Í dag er Gunna í fæðingarorlofi en hún starfaði á leikskóla fyrir orlofið. Hún segir óvíst hvort hún snúi aftur í málningarvinnuna og hún er spennt fyrir því að prófa eitthvað alveg nýtt. Hefur ekki tíma fyrir leiðinlega hluti Eftir veikindin finnur Gunna að hún eigi auðveldara með að standa með sjálfri sér og nennir engu kjaftæði, eða eins og hún orðar það: „Ég er orðin meiri „no bullshit“ týpa sem kann að forgangsraða, hefur ekki tíma fyrir leiðinlega hluti og kann að segja nei.“ Gunna segist daglega fá áminningu um hve verðmætt lífið sé.Laimonas Dom Baranauskas Gunna segist hafa tekið út ákveðinn þroska í sínum veikindum og segir hún ágætis mælikvarða á það að hafa fullorðnast hratt að hún og Kristján séu að íhuga kaup á fellihýsi fyrir sumarið. „Það er ekki svona almennt það sem vinir mínir eru að spá í,“ segir hún að lokum og hlær. Krabbamein Barnalán Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Gunna er ein af þeim kraftmiklu viðmælendum sem rætt er við í veglegu blaði Krafts sem kom út á dögunum og má finna hér. Hrædd við sprautunálar í löngu greiningarferli Þegar Gunna greindist var hún nýútskrifuð úr frá Tækniskólanum úr málaranámi og að hjálpa frænku sinni sem er læknir. Án þess að hafa gríðarlegar áhyggjur bað hún frænku sína að kíkja á hnúð á bringunni sem henni fannst einkennilegur. Frænka hennar sendi hana strax í nánari skoðun og skömmu síðar hófst baráttan við þennan óboðna gest. Greiningarferlið reyndist 21 árs stúlku erfitt, skiljanlega, og var greiningin mikið áfall fyrir alla fjölskylduna. Það tók tíma að greina meinið sem reyndist Gunnu áskorun enda að eigin sögn frekar hrædd við sprautunálar. Það var gríðarlegt áfall fyrir Gunnu að greinast einungis 21 árs gömul.Aðsend Eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir um hver sjúkdómurinn væri fékk hún meðarferðaráætlun sem hún hélt fast í en þess fyrir utan vildi hún ekki eyða of miklum tíma í að hugsa um þetta. Djammið ekki lengur hluti af veruleikanum Gunna viðurkennir að hún hafi fjarlægst vinahópana úr menntaskóla, hittingar og djammið voru einfaldlega ekki lengur hluti af hennar veruleika. Meðferðin var krefjandi, en vonin um að „endurræsa“ lífið hélt henni gangandi. Gunna leitaði til Krafts og stundaði endurhæfingu hjá Ljósinu. Hún er mikil félagsvera, ötull skáti og segir hún jafningjastuðninginn hjá Krafti hafa skipt miklu máli fyrir sig. Gunna var þakklát fyrir jafningjastuðninginn hjá Krafti sem reyndist henni vel á erfiðum tímum.Aðsend Þó svo hún hafi fundið fyrir aldursbili milli sín og annarra í hópnum StelpuKrafti, þar sem fáar stúlkur hafi verið á sama reki og hún sjálf, segist hún hafa fundið fyrir miklum stuðningi frá stelpunum þar. „Þær voru flestar áratug eldri en ég og með gjörólíkar áskoranir í sínum veikindum en ég – hvernig á að halda heimili og koma börnunum í skólann? Ég var að missa af útskriftarveislum og þurfti að útskýra fyrir glænýjum kærasta að ég væri á leið í lyfjameðferð,“ segir Gunna. Meira áfall að greinast í annað sinn Meðferðin gekk vel, þrátt fyrir eðlilega fylgikvilla. Gunna fékk mikinn stuðning frá fjölskyldu sinni og Kristjáni, kærastanum sínum, sem eins og hún orðar það var „all in“ og stóð þétt við bakið á henni allan tímann. Fallegt par. Kristján stóð þétt við bakið á Gunnu í gegnum allt ferlið.Aðsend Fjölskyldan öll sá fram á nýtt upphaf og var Gunna spennt að hefja líf sitt aftur. Aðeins hálfu ári eftir að meðferð lauk var þó ljóst að frekari inngrip þyrfti til þess að losa líkamann við vágestinn. Áfallið var ekki aðeins það að greinast aftur, heldur þurfti að setja aftur öll plönin á ís og hefja stofnfrumumeðferð, mun flóknari og erfiðari meðferð en þá fyrri. Gunna lýsir vonbrigðum yfir því að planið hefði ekki gengið eftir. Hvernig mátti þetta vera? Hún sem var með svo „gott“ og auðlæknanlegt krabbamein. Stofnfrumumeðferðinni fylgdu fleiri sprautur. Kristján lærði að gefa Gunnu sprauturnar og bjó unga parið sér til ákveðna athöfn í kringum þetta verkefni þar sem Gunnu líkar ekki við sprautunálarnar. „Við spiluðum Miley Cyrus í botni – lag númer þrjú – og bamm, hann sprautaði mig í magann,“ rifjar Gunna upp. Hélt þetta væri síðasti séns og lét frysta egg Ein af mögulegum afleiðingum krabbameinsmeðferðar er skert frjósemi. Oft þarf að hafa hraðar hendur þegar ungt fólk greinist með krabbamein til þess að reyna að varðveita egg eða sæðisfrumur fyrir meðferð, sem er þá mögulega hægt að nota eftir meðferð. Við fyrri greiningu segist Gunna hafa haft lítinn tíma til þess að huga að því að láta frysta egg og að endingu hafi hún sjálf ákveðið að sleppa því. Hugsunin um aðra meðferð og allar sprauturnar var ógnvekjandi. Gunna lét frysta egg þegar hún þurfti aftur að fara í krabbameinsmeðferð.Laimonas Dom Baranauskas „Það var á þeim tíma svo fjarlægt að ætla að stofna fjölskyldu, ég var 21 árs, nýbúin að kynnast kærastanum mínum og tímapressan var mikil.“ Þegar Gunna átti að fara í stofnfrumumeðferð ári síðar var meðvitundin um að sjúkdómurinn og mögulegar afleiðingar af meðferðinni væru alvarlegar orðin miklu sterkari. Hún hugsaði að kannski væri þetta síðasti séns og lét þá frysta egg. Stutt í kraftaverkin Í eftirliti eftir stofnfrumumeðferðina hringdi læknirinn hennar með tvöfaldar gleðifréttir. Krabbameinið var horfið og lítið kraftaverk hafði fundist í jáeindaskannanum, Gunna var ólétt. Fréttirnar komu öllum að óvörum og kaldhæðnislega kom reikningur sama dag inn í heimabankann fyrir eggfrystingargjaldinu, sem var þó greiddur engu að síður. Meðgangan gekk vel og litla kraftaverkabarnið Erna Kristín dafnar vel. Fallegu mæðgurnar Gunna og Erna Kristín.Laimonas Dom Baranauskas Gunna segist fá áminningu daglega um það hversu dýrmætt lífið er þegar hún leggur litlu stelpuna sína á brjóst og horfir á lyfjabrunninn sem lúrir enn þá á bringunni. Í dag er Gunna í fæðingarorlofi en hún starfaði á leikskóla fyrir orlofið. Hún segir óvíst hvort hún snúi aftur í málningarvinnuna og hún er spennt fyrir því að prófa eitthvað alveg nýtt. Hefur ekki tíma fyrir leiðinlega hluti Eftir veikindin finnur Gunna að hún eigi auðveldara með að standa með sjálfri sér og nennir engu kjaftæði, eða eins og hún orðar það: „Ég er orðin meiri „no bullshit“ týpa sem kann að forgangsraða, hefur ekki tíma fyrir leiðinlega hluti og kann að segja nei.“ Gunna segist daglega fá áminningu um hve verðmætt lífið sé.Laimonas Dom Baranauskas Gunna segist hafa tekið út ákveðinn þroska í sínum veikindum og segir hún ágætis mælikvarða á það að hafa fullorðnast hratt að hún og Kristján séu að íhuga kaup á fellihýsi fyrir sumarið. „Það er ekki svona almennt það sem vinir mínir eru að spá í,“ segir hún að lokum og hlær.
Krabbamein Barnalán Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira