Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júlí 2025 16:26 Hljómsveitin tók lagið upp á Íslandi og myndbandið sömuleiðis. Eva Schram Hljómsveitin Of Monsters and Men gefur í dag út lagið Television Love. Fimm ár eru frá því að sveitin gaf síðast út lag. Í tilkynningu kemur fram að lagið hafi verið skrifað og tekið upp í hljóðveri hljómsveitarinnar á Íslandi. Lagið sé eins og samtal sem haldi áfram þar sem því lauk síðast. Laginu fylgir myndband þar sem hljómsveitinni er fylgt í gegnum augnablik sem eiga að sýna hvernig tíminn líður. „Við erum svo spennt að deila laginu Television Love. Undanfarin ár höfum við haldið okkur til hlés í stúdíóinu okkar og verið að semja tónlist í kyrrþey, svo það er virkilega gott að leyfa fólki að heyra loksins hvað við höfum verið að gera. Í kjarna sínum er Television Love samtal á milli tveggja einstaklinga sem teygir sig yfir tíma. Lagið hefur fylgt okkur í nokkur ár og við komum aftur og aftur að því á mismunandi augnablikum í lífi okkar. Í hvert skipti höfðum við eitthvað nýtt að deila og bæta við í sögu lagsins. Lífið gerist, hlutirnir breytast, vonleysi breytist í von. Hljóðheimurinn og samtalið urðu smám saman samofin eigin sögu okkar,“ segir hljómsveitin um lagið í tilkynningunni. Sumarnótt á Íslandi Um myndbandið segja þau að það hafi verið tekið upp og leikstýrt af Erlendi Sveinssyni. Myndbandið snúist um samtal við matarborðið þar sem hljómsveitin og borðið hreyfast í gegnum tíma og rúm „Í gegnum ringulreið og ró, á meðan þau eru bæði tengd og ótengd við umhverfið. Myndbandið var allt tekið upp á 35mm filmu á sumarnótt á Íslandi. Þar sem það var tekið upp í kringum sumarsólstöður gátum við verið vakandi til morguns án þess að sólin settist. Það skapaði undarlegt, tímalaust andrúmsloft sem passaði fullkomlega við Television Love.“ Of Monsters and Men urðu heimsfræg með frumraun sinni My Head Is An Animal. Smellur þeirra, Littla Talks, hefur fengið meira en einn milljarð spilana á Spotify. Þau gáfu svo út plötuna Beneath The Skin. Tónlist þeirra hefur verið spiluð í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmyndum eins og The Hunger Games, The Secret Life of Walter Mitty og víðar. Tónlist Of Monsters and Men Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að lagið hafi verið skrifað og tekið upp í hljóðveri hljómsveitarinnar á Íslandi. Lagið sé eins og samtal sem haldi áfram þar sem því lauk síðast. Laginu fylgir myndband þar sem hljómsveitinni er fylgt í gegnum augnablik sem eiga að sýna hvernig tíminn líður. „Við erum svo spennt að deila laginu Television Love. Undanfarin ár höfum við haldið okkur til hlés í stúdíóinu okkar og verið að semja tónlist í kyrrþey, svo það er virkilega gott að leyfa fólki að heyra loksins hvað við höfum verið að gera. Í kjarna sínum er Television Love samtal á milli tveggja einstaklinga sem teygir sig yfir tíma. Lagið hefur fylgt okkur í nokkur ár og við komum aftur og aftur að því á mismunandi augnablikum í lífi okkar. Í hvert skipti höfðum við eitthvað nýtt að deila og bæta við í sögu lagsins. Lífið gerist, hlutirnir breytast, vonleysi breytist í von. Hljóðheimurinn og samtalið urðu smám saman samofin eigin sögu okkar,“ segir hljómsveitin um lagið í tilkynningunni. Sumarnótt á Íslandi Um myndbandið segja þau að það hafi verið tekið upp og leikstýrt af Erlendi Sveinssyni. Myndbandið snúist um samtal við matarborðið þar sem hljómsveitin og borðið hreyfast í gegnum tíma og rúm „Í gegnum ringulreið og ró, á meðan þau eru bæði tengd og ótengd við umhverfið. Myndbandið var allt tekið upp á 35mm filmu á sumarnótt á Íslandi. Þar sem það var tekið upp í kringum sumarsólstöður gátum við verið vakandi til morguns án þess að sólin settist. Það skapaði undarlegt, tímalaust andrúmsloft sem passaði fullkomlega við Television Love.“ Of Monsters and Men urðu heimsfræg með frumraun sinni My Head Is An Animal. Smellur þeirra, Littla Talks, hefur fengið meira en einn milljarð spilana á Spotify. Þau gáfu svo út plötuna Beneath The Skin. Tónlist þeirra hefur verið spiluð í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmyndum eins og The Hunger Games, The Secret Life of Walter Mitty og víðar.
Tónlist Of Monsters and Men Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira