Innlent

Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar

Jón Þór Stefánsson skrifar
Atvikið sem málið varðar mun hafa átt sér stað á bílastæðinu við Hagkaup í Garðabæ.
Atvikið sem málið varðar mun hafa átt sér stað á bílastæðinu við Hagkaup í Garðabæ. Vísir/Egill

Fimm einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem á að hafa átt sér stað um nótt í mars árið 2022 á bílastæði við verslun Hagkaupa í Garðabæ.

Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að fimmmenningarnir hafi veist að ofbeldi að manni í kjölfar þess að hann kom öðrum til aðstoðar sem þessi fimm höfðu áður ráðist á.

Fimmmenningarnir eru sagðir hafa slegið manninum í jörðina, sparka og stappa ítrekað á höfði og búk hans meðan hann lá í jörðinni.

Fyrir vikið hafi maðurinn hlotið áverka á höfði, einkum á augnsvæði.

Fyrir hönd mannsins er þess krafist að sakborningarnir fimm greiði honum tvær milljónir króna í miskabætur.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×