Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Jón Þór Stefánsson skrifar 8. júlí 2025 13:41 Efnin voru flutt með Norrænu til Seyðisfjarðar. Vísir/Jóhann K. Þrír karlmenn, á sextugs- og sjötugsaldri, hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að smygla rétt rúmum þremur kílóum af kókaíni til landsins frá Spáni í apríl á þessu ári. Þeim er gefið að sök að smygla efnunum, hvers styrkleiki hafi verið á bilinu 78 til 80 prósent, í þremur pottum frá Spáni til Íslands. Sakborningarnir þrír eru 62 ára gamall maður búsettur á Íslandi, 56 ára gamall ríkisborgari Dómeníska lýðveldisins og 66 ára spænskur ríkisborgari. Í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að lögregla hafi fundið efnin við leit í bíl þann 13. apríl sem mennirnir voru að aka frá Reykjavík að gistihúsi á Akranesi. Fram kemur að mennirnir hafi ætlað að fjarlægja efnin úr pottunum og undirbúa söludreifinguna á þessu gistiheimili. Mennirnir eru sagðir hafa skipt með sér verkum. Spánverjinn er sagður hafa flutt efnin frá Spáni til Íslands með farþegaferjunni Norrrænu, en efnin munu hafa verið falin í pottunum sem voru ofan í ferðatösku. Hann hafi komið hingað til lands, til Seyðisfjarðar, þann 9. apríl og haldið ferð sinni áfram suður með langferðabílum. Hann hafi komið til Reykjavíkur 11. apríl, og dvalið á hóteli í Lágmúla þangað til hann var sóttur tveimur dögum síðar. Þann dag er hann sagður hafa fengið fimm þúsund evrur lagðar inn á bankareikning sinn. Mennirnir eru sagðir hafa ætlað að taka efnin úr pottunum á Akranesi.Vísir/Arnar Dóminíkinn hafi þar áður sett sig í samband við óþekktan mann á Spáni í því skyni að útvega fíkniefnin. Síðan hafi hann afhent Spánverjanum þau, þegar þeir voru á Spáni, þann 4. apríl, og gefið honum leiðbeiningar um ferðatilhögun, og lagt út fyrir ferðakostnaði. Þá hafi hann samið við óþekktan mann um greiðslur til þeirra fyrir að flytja efnin til Íslands. Dóminíkinn mun hafa komið hingað til lands með flugi frá Madríd aðfaranótt 13 apríl. Sá sem er búsettur á Íslandi mun hafa tekið á móti honum á Keflavíkurflugvelli og ekið honum að gistihúsinu á Akranesi. Síðar sama dag hafi Dóminíkinn og sá sem er búsettur á Íslandi sótt Spánverjann á hótelið í Reykjavík, og tekið með í leiðinni vog og smelluláspoka frá öðrum stað í Reykjavík. Samkvæmt ákæru hafði sá sem er búsettur hér á landi átt í samskiptum við óþekktan mann til að útvega þessi verkfæri. Jafnframt hafi hann tekið fimm þúsund evrur úr hraðbanka dagana á undan og afhent Dóminíkanum tvö þúsund evrur sem hluta af greiðslu hans fyrir innflutninginn. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Héraðssaksóknari höfðar málið og krefst þess að ýmsir munir verði gerðir upptækir, líkt og fíkniefnin, vog, smelluláspokar, evrurnar sem mennirnir voru með, og símar þeirra þriggja. Lögreglumál Dómsmál Fíkniefnabrot Norræna Akranes Reykjavík Múlaþing Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Sakborningarnir þrír eru 62 ára gamall maður búsettur á Íslandi, 56 ára gamall ríkisborgari Dómeníska lýðveldisins og 66 ára spænskur ríkisborgari. Í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að lögregla hafi fundið efnin við leit í bíl þann 13. apríl sem mennirnir voru að aka frá Reykjavík að gistihúsi á Akranesi. Fram kemur að mennirnir hafi ætlað að fjarlægja efnin úr pottunum og undirbúa söludreifinguna á þessu gistiheimili. Mennirnir eru sagðir hafa skipt með sér verkum. Spánverjinn er sagður hafa flutt efnin frá Spáni til Íslands með farþegaferjunni Norrrænu, en efnin munu hafa verið falin í pottunum sem voru ofan í ferðatösku. Hann hafi komið hingað til lands, til Seyðisfjarðar, þann 9. apríl og haldið ferð sinni áfram suður með langferðabílum. Hann hafi komið til Reykjavíkur 11. apríl, og dvalið á hóteli í Lágmúla þangað til hann var sóttur tveimur dögum síðar. Þann dag er hann sagður hafa fengið fimm þúsund evrur lagðar inn á bankareikning sinn. Mennirnir eru sagðir hafa ætlað að taka efnin úr pottunum á Akranesi.Vísir/Arnar Dóminíkinn hafi þar áður sett sig í samband við óþekktan mann á Spáni í því skyni að útvega fíkniefnin. Síðan hafi hann afhent Spánverjanum þau, þegar þeir voru á Spáni, þann 4. apríl, og gefið honum leiðbeiningar um ferðatilhögun, og lagt út fyrir ferðakostnaði. Þá hafi hann samið við óþekktan mann um greiðslur til þeirra fyrir að flytja efnin til Íslands. Dóminíkinn mun hafa komið hingað til lands með flugi frá Madríd aðfaranótt 13 apríl. Sá sem er búsettur á Íslandi mun hafa tekið á móti honum á Keflavíkurflugvelli og ekið honum að gistihúsinu á Akranesi. Síðar sama dag hafi Dóminíkinn og sá sem er búsettur á Íslandi sótt Spánverjann á hótelið í Reykjavík, og tekið með í leiðinni vog og smelluláspoka frá öðrum stað í Reykjavík. Samkvæmt ákæru hafði sá sem er búsettur hér á landi átt í samskiptum við óþekktan mann til að útvega þessi verkfæri. Jafnframt hafi hann tekið fimm þúsund evrur úr hraðbanka dagana á undan og afhent Dóminíkanum tvö þúsund evrur sem hluta af greiðslu hans fyrir innflutninginn. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Héraðssaksóknari höfðar málið og krefst þess að ýmsir munir verði gerðir upptækir, líkt og fíkniefnin, vog, smelluláspokar, evrurnar sem mennirnir voru með, og símar þeirra þriggja.
Lögreglumál Dómsmál Fíkniefnabrot Norræna Akranes Reykjavík Múlaþing Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira