Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Siggeir Ævarsson skrifar 8. júlí 2025 22:03 Íslenska karlalandsliðið stillti sér upp áður en mótið hófst Golfsamband Íslands - Golf.is Evrópumót karla, kvenna, stúlkna og pilta í golfi hófst í dag en Ísland teflir fram liði á öllum mótunum. Dagurinn fór frábærlega af stað hjá karlaliðinu sem er í 2. sæti eftir fyrsta keppnisdag. Þeir Gunnlaugur Árni Sveinsson og Veigar Heiðarsson léku best íslensku kylfinganna í dag, báðir á fimm höggum undir pari og Dagbjartur Sigurbrandsson kom næstur á fjórum undir pari. Alls lék íslenska liðið á 347 höggum en Englendingar leiða liðakeppnina á 340 höggum. Þess má geta að í liði Englands er Luke Poulter en hann er sonur Ryder Cup goðsagnarinnar Ian Poulter. Stöðuna í mótinu má sjá hér en mótið heldur áfram á morgun og verður spennandi að sjá hvort íslensku kylfingarnir halda sínu striki og komast áfram í baráttunu um Evrópumeistaratitilinn. Íslenska karlalandsliðið í golfi er að leika frábærlega á Írlandi⛳️🔝 Ég held að þetta sé jafnbesta landslið sem við höfum teflt fram um árabil. Liðið gæti komið á óvart🤝 Gulli, Veigar, Logi, Dagbjartur, Böðvar og Tómas. Þetta eru allt leikmenn sem gætu náð langt🎯 pic.twitter.com/DVh21o6R4L— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) July 8, 2025 Evrópumót karla fer fram á Írlandi á Killarney golfvellinum og leikur Ísland í efstu deild ásamt 15 sterkustu liðum Evrópu. Fyrst er tveggja daga höggleikur og átta efstu liðin eftir þá keppni leika svo um Evrópumeistaratitilinn. Sveit Íslands í ár skipa: Böðvar Bragi Pálsson, GR Dagbjartur Sigurbrandsson, GR Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG Logi Sigurðsson, GS Tómas Eiríksson Hjaltested, GR Veigar Heiðarsson, GA Þjálfari: Ólafur Björn Loftsson Sjúkraþjálfari: Baldur Gunnbjörnsson Grannt er fylgst með gangi mála á öllum fjórum mótunum á vefsíðu Golfsambands Íslands, Golf.is. Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Þeir Gunnlaugur Árni Sveinsson og Veigar Heiðarsson léku best íslensku kylfinganna í dag, báðir á fimm höggum undir pari og Dagbjartur Sigurbrandsson kom næstur á fjórum undir pari. Alls lék íslenska liðið á 347 höggum en Englendingar leiða liðakeppnina á 340 höggum. Þess má geta að í liði Englands er Luke Poulter en hann er sonur Ryder Cup goðsagnarinnar Ian Poulter. Stöðuna í mótinu má sjá hér en mótið heldur áfram á morgun og verður spennandi að sjá hvort íslensku kylfingarnir halda sínu striki og komast áfram í baráttunu um Evrópumeistaratitilinn. Íslenska karlalandsliðið í golfi er að leika frábærlega á Írlandi⛳️🔝 Ég held að þetta sé jafnbesta landslið sem við höfum teflt fram um árabil. Liðið gæti komið á óvart🤝 Gulli, Veigar, Logi, Dagbjartur, Böðvar og Tómas. Þetta eru allt leikmenn sem gætu náð langt🎯 pic.twitter.com/DVh21o6R4L— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) July 8, 2025 Evrópumót karla fer fram á Írlandi á Killarney golfvellinum og leikur Ísland í efstu deild ásamt 15 sterkustu liðum Evrópu. Fyrst er tveggja daga höggleikur og átta efstu liðin eftir þá keppni leika svo um Evrópumeistaratitilinn. Sveit Íslands í ár skipa: Böðvar Bragi Pálsson, GR Dagbjartur Sigurbrandsson, GR Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG Logi Sigurðsson, GS Tómas Eiríksson Hjaltested, GR Veigar Heiðarsson, GA Þjálfari: Ólafur Björn Loftsson Sjúkraþjálfari: Baldur Gunnbjörnsson Grannt er fylgst með gangi mála á öllum fjórum mótunum á vefsíðu Golfsambands Íslands, Golf.is.
Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira