„Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2025 13:02 Kristinn Freyr Sigurðsson fagnar marki sínu á móti KR á dögunum. Vísir/Pawel Valsmenn hefja leik í Evrópukeppninni í kvöld þegar þeir fá eistneska liðið Flora Tallin í heimsókn á Hlíðarenda. Þetta er fyrri leikur liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu 2025-26. Kristinn Freyr Sigurðsson og aðrir leikmenn Valsliðsins koma á mikilli siglingu inn í þetta einvígi á móti Eistunum. Margir leikir undanfarið „Þetta leggst mjög vel í mig. Það eru búnir að vera margir leikir undanfarið og við erum í góðum gír. Við komum fullir sjálfstrausts inn í þetta einvígi,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson í viðtali við Stefán Árna Pálsson. Valsmenn eru í toppbaráttu Bestu deildarinnar, komnir í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og núna að fara af stað í Evrópukeppni. Það eru margir leikir og mikið í gangi. Verða næstu vikur erfiðar fyrir Valsliðið? Klippa: „Við komum fullir sjálfstrausts inn í þetta einvígi“ „Já klárlega. Það er mikið af leikjum en þeir eru skemmtilegir og það miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu sem við erum. Við þurfum bara að gera okkur klára fyrir hvern leik, hugsa um einn leik í einu og mæta bara klárir,“ sagði Kristinn. Æfingarnar öðruvísi Eru æfingar liðsins eitthvað öðruvísi þegar það er svona mikið af leikjum? „Já, það er allt annað og sjálfsögðu er það gert því þetta snýst náttúrulega um leikina og að menn séu eins orkumiklir og hægt er fyrir þá,“ sagði Kristinn. Fyrri leikurinn er á móti Flora er á heimavelli og góð úrslit því nauðsynleg í leik kvöldsins ætli Valsmenn áfram. Vinnst ekki á fyrstu níutíu mínútunum „Þetta er mjög mikilvægt en það eru 180 mínútur í einvíginu. Margt getur gerst en þetta einvígi vinnst ekki á fyrstu níutíu mínútunum. Við þurfum bara að fara út með góð úrslit og klára þá þar,“ sagði Kristinn. Kristinn hefur verið að spila vel með Val síðustu vikurnar. Er einhver sérstök ástæða fyrir því? „Nei, svo sem ekki. Ég reyni bara að vera klár fyrir leiki og stundum gengur þetta og stundum ekki. Liðinu hefur verið að ganga vel núna og margir leikmenn að spila vel. Við þurfum að halda því áfram því mótið er bara hálfnað,“ sagði Kristinn en það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Leikur Vals og Flora hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport. Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira
Þetta er fyrri leikur liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu 2025-26. Kristinn Freyr Sigurðsson og aðrir leikmenn Valsliðsins koma á mikilli siglingu inn í þetta einvígi á móti Eistunum. Margir leikir undanfarið „Þetta leggst mjög vel í mig. Það eru búnir að vera margir leikir undanfarið og við erum í góðum gír. Við komum fullir sjálfstrausts inn í þetta einvígi,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson í viðtali við Stefán Árna Pálsson. Valsmenn eru í toppbaráttu Bestu deildarinnar, komnir í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og núna að fara af stað í Evrópukeppni. Það eru margir leikir og mikið í gangi. Verða næstu vikur erfiðar fyrir Valsliðið? Klippa: „Við komum fullir sjálfstrausts inn í þetta einvígi“ „Já klárlega. Það er mikið af leikjum en þeir eru skemmtilegir og það miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu sem við erum. Við þurfum bara að gera okkur klára fyrir hvern leik, hugsa um einn leik í einu og mæta bara klárir,“ sagði Kristinn. Æfingarnar öðruvísi Eru æfingar liðsins eitthvað öðruvísi þegar það er svona mikið af leikjum? „Já, það er allt annað og sjálfsögðu er það gert því þetta snýst náttúrulega um leikina og að menn séu eins orkumiklir og hægt er fyrir þá,“ sagði Kristinn. Fyrri leikurinn er á móti Flora er á heimavelli og góð úrslit því nauðsynleg í leik kvöldsins ætli Valsmenn áfram. Vinnst ekki á fyrstu níutíu mínútunum „Þetta er mjög mikilvægt en það eru 180 mínútur í einvíginu. Margt getur gerst en þetta einvígi vinnst ekki á fyrstu níutíu mínútunum. Við þurfum bara að fara út með góð úrslit og klára þá þar,“ sagði Kristinn. Kristinn hefur verið að spila vel með Val síðustu vikurnar. Er einhver sérstök ástæða fyrir því? „Nei, svo sem ekki. Ég reyni bara að vera klár fyrir leiki og stundum gengur þetta og stundum ekki. Liðinu hefur verið að ganga vel núna og margir leikmenn að spila vel. Við þurfum að halda því áfram því mótið er bara hálfnað,“ sagði Kristinn en það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Leikur Vals og Flora hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport.
Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira