Golf

Ragn­hildur fyrst Ís­lendinga til að vinna LET Access mót

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sólin skein fyrstu tvo dagana en vindur og væta var þegar Ragnhildur tryggði sigurinn í dag.
Sólin skein fyrstu tvo dagana en vindur og væta var þegar Ragnhildur tryggði sigurinn í dag. LET ACCESS

Ragnhildur Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, varð fyrst Íslendinga til að vinna mót á Ladies European Tour Access mótaröðinni þegar hún fagnaði sigri á opna Vasteras mótinu í Svíþjóð.

Leikið var á Skerike golfvellinum í Svíþjóð síðustu þrjá daga. Ragnhildur lék best allra kylfinga á fyrsta keppnisdegi og fór hringinn á 65 höggum, sjö höggum undir pari vallarins.

Annan daginn fór Ragnhildur hringinn á tveimur höggum undir pari og sat í öðru sæti fyrir lokadaginn sem fór fram í dag.

Ragnhildur spilaði vel í erfiðum veðuraðstæðum í dag og tók fram úr hinni dönsku Amalie Leth-Nissen til að tryggja sigurinn. Ragnhildur fór hring dagsins á 73 höggum, einu höggi yfir pari.

Ragnhildur er fyrsti Íslendingurinn til að fagna sigri á móti í LET Access mótaröðinni, sem er sú næststerkasta á meðal atvinnukylfinga í Evrópu.

Hún hefur spilað virkilega vel síðustu vikur og varð í öðru sæti á Swedish Strokeplay Championship mótinu í síðustu viku. Með því jafnaði hún besta árangur íslensks kylfings á mótaröðinni, þegar hún komst upp í þrettánda sætið. 

Sigurinn á þessu móti mun síðan færa hana enn ofar á listanum, líklega upp í fjórða eða fimmta sætið. Tímabilið er um það bil hálfnað og Ragnhildur er í frábærri stöðu, efstu sjö kylfingarnir komast inn á LET mótaröðina á næsta ári. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×