Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júlí 2025 10:01 Þórunn beitt ákvæðinu í gær, en bæði Sigmundur og Egill höfðu kallað það „kjarnorkuákvæði“ áður en núverandi umræða hófst. Vísir/Vilhelm/Anton Sjötugasta og fyrsta grein þingskaparlaga er vafalaust umtalaðasta lagaákvæðið á Íslandi þessa stundina. Beiting greinarinnar felst í því að forseti Alþingis getur annars vegar sett þinginu tímamörk á ræðutíma í umræðum um ákveðið mál eða lagt til a umræðum verði hætt og gengið strax til atkvæðagreiðslu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti þingsins, beitti atkvæðinu í gærmorgun vegna langrar umræðu um Veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar og kaus þingheimur með tillögunni. 34 kusu með og 20 á móti. Stjórnarandstaðan hafði áður en ákvæðinu var beitt í gær, og nú í kjölfar þess, gagnrýnt meirihlutann harðlega. Talað hefur verið um 71. greinina sem „kjarnorkuákvæðið“, og hefur það hugtak vakið nokkurra athygli. „Skjaldborgin er að senda kjarnorkusprengju inn á Alþingi Íslendinga,“ sagði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og vísaði þar til ávarps Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í fyrradag þar sem hún sagði ríkisstjórnina ætla að vernda lýðræðið í landinu. Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, var á öðru máli og sagði dapurlegt að greininni væri líkt við kjarnorku. „Og öllum þeim hryllingi sem kjarnorku hefur fylgt í gegnum áratugina og söguna. Yfir því er ég mjög dapur.“ Átti sjálfur þátt í að breiða út „orðskrípið“ Orðið „kjarnorkuákvæði“ var ekki notað í fyrsta skipti um 71. greinina í þeirri umræðu um veiðigjöldin sem nú stendur yfir. Egill Helgason, menningarpáfi, bendir á, í færslu á Facebook, að hann hafi sjálfur notað hugtakið vorið 2019 þegar Miðflokksmenn ræddu þriðja orkupakkann fram og til baka. „Úff, hér kemur í ljós að ég hef sjálfur átt þátt í að breiða út orðskrípið „kjarnorkuákvæði“. Þetta er frá 2019. Mea Culpa,“ skrifar Egill og deilir skoðanagreininni Hví er kjarnorkuákvæðinu ekki beitt gegn málþófi Miðflokksins? sem birtist á Eyjunni. Í greininni benti Egill á að málþóf þekkist í bandarískum stjórnmálum, og að þaðan sé hugtakið líklega fengið, en vestanhafs er einnig til ákvæði sem knýir fram atkvæðagreiðslu sem kallast nuclear option eða kjarnorkumöguleikinn. Svarið sem Egill gaf fyrir því að „kjarnorkuákvæðinu“ væri ekki beitt var á þá leið að flokkarnir vildu ekki afsala sér því vopni í framtíðinni. Jafnframt sagði hann að með beitingu greinarinnar gætu þeir sem stæðu í málþófi, sem voru Miðflokksmenn í því tilfelli, litið út eins og píslarvottar sem væru þaggaðir niður í þinginu. Sigmundur sagði ákvæðið gróft fyrir þrettán árum Hægt er að finna enn eldri dæmi um „kjarnorkuákvæðið“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, notaði orðið í viðtali við Morgunblaðið í júní 2012, en þá var flokkur hans í minnihluta. Þegar viðtalið var tekið var uppi sú staða í stjórnmálunum að forsetakosningar voru á næsta leyti, eftir tólf daga, og mörgum þótti ótækt að þingið væri en starfrækt með svo stutt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sigmundur vildi að mál sem stjórnarnandstaðan var ekki sátt, en þar var meðal annars frumvarp um veiðigjöld, með færu ekki í gegn heldur myndi þingið koma aftur saman um miðjan ágúst og taka þau fyrir á ný þá. Sigmundur var þá spurður hvort honum þætti um að beita greininni, stöðva þingræður og koma málinu í atkvæðagreiðslu. „Mér finnst ólíklegt að ríkisstjórnin muni beita því sem í daglegu tali er kallað kjarnorkuákvæðið,“ sagði Sigmundur. „Að beita þessari aðferð til að knýja þetta mál í gegn væri því mjög gróft. En ég geri ráð fyrir að við höldum áfram að funda á morgun og sjáum hvort hægt verði að ná niðurstöðu.“ Umrætt viðtal birtist þann 18. júní 2012, en seinna sama dag var greint frá því að búið væri að semja um þinglok, og að umrætt veiðigjaldafrumvarp færi í gegn. Þá minnast á svipað hugtak sem notað var í Morgunblaðinu árið 2005 um álíka ákvæði sem notað er til að bregðast við málþófi í Bandaríkjunum. Það er orðið „dómsdagsúrræði“. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslensk tunga Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti þingsins, beitti atkvæðinu í gærmorgun vegna langrar umræðu um Veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar og kaus þingheimur með tillögunni. 34 kusu með og 20 á móti. Stjórnarandstaðan hafði áður en ákvæðinu var beitt í gær, og nú í kjölfar þess, gagnrýnt meirihlutann harðlega. Talað hefur verið um 71. greinina sem „kjarnorkuákvæðið“, og hefur það hugtak vakið nokkurra athygli. „Skjaldborgin er að senda kjarnorkusprengju inn á Alþingi Íslendinga,“ sagði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og vísaði þar til ávarps Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í fyrradag þar sem hún sagði ríkisstjórnina ætla að vernda lýðræðið í landinu. Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, var á öðru máli og sagði dapurlegt að greininni væri líkt við kjarnorku. „Og öllum þeim hryllingi sem kjarnorku hefur fylgt í gegnum áratugina og söguna. Yfir því er ég mjög dapur.“ Átti sjálfur þátt í að breiða út „orðskrípið“ Orðið „kjarnorkuákvæði“ var ekki notað í fyrsta skipti um 71. greinina í þeirri umræðu um veiðigjöldin sem nú stendur yfir. Egill Helgason, menningarpáfi, bendir á, í færslu á Facebook, að hann hafi sjálfur notað hugtakið vorið 2019 þegar Miðflokksmenn ræddu þriðja orkupakkann fram og til baka. „Úff, hér kemur í ljós að ég hef sjálfur átt þátt í að breiða út orðskrípið „kjarnorkuákvæði“. Þetta er frá 2019. Mea Culpa,“ skrifar Egill og deilir skoðanagreininni Hví er kjarnorkuákvæðinu ekki beitt gegn málþófi Miðflokksins? sem birtist á Eyjunni. Í greininni benti Egill á að málþóf þekkist í bandarískum stjórnmálum, og að þaðan sé hugtakið líklega fengið, en vestanhafs er einnig til ákvæði sem knýir fram atkvæðagreiðslu sem kallast nuclear option eða kjarnorkumöguleikinn. Svarið sem Egill gaf fyrir því að „kjarnorkuákvæðinu“ væri ekki beitt var á þá leið að flokkarnir vildu ekki afsala sér því vopni í framtíðinni. Jafnframt sagði hann að með beitingu greinarinnar gætu þeir sem stæðu í málþófi, sem voru Miðflokksmenn í því tilfelli, litið út eins og píslarvottar sem væru þaggaðir niður í þinginu. Sigmundur sagði ákvæðið gróft fyrir þrettán árum Hægt er að finna enn eldri dæmi um „kjarnorkuákvæðið“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, notaði orðið í viðtali við Morgunblaðið í júní 2012, en þá var flokkur hans í minnihluta. Þegar viðtalið var tekið var uppi sú staða í stjórnmálunum að forsetakosningar voru á næsta leyti, eftir tólf daga, og mörgum þótti ótækt að þingið væri en starfrækt með svo stutt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sigmundur vildi að mál sem stjórnarnandstaðan var ekki sátt, en þar var meðal annars frumvarp um veiðigjöld, með færu ekki í gegn heldur myndi þingið koma aftur saman um miðjan ágúst og taka þau fyrir á ný þá. Sigmundur var þá spurður hvort honum þætti um að beita greininni, stöðva þingræður og koma málinu í atkvæðagreiðslu. „Mér finnst ólíklegt að ríkisstjórnin muni beita því sem í daglegu tali er kallað kjarnorkuákvæðið,“ sagði Sigmundur. „Að beita þessari aðferð til að knýja þetta mál í gegn væri því mjög gróft. En ég geri ráð fyrir að við höldum áfram að funda á morgun og sjáum hvort hægt verði að ná niðurstöðu.“ Umrætt viðtal birtist þann 18. júní 2012, en seinna sama dag var greint frá því að búið væri að semja um þinglok, og að umrætt veiðigjaldafrumvarp færi í gegn. Þá minnast á svipað hugtak sem notað var í Morgunblaðinu árið 2005 um álíka ákvæði sem notað er til að bregðast við málþófi í Bandaríkjunum. Það er orðið „dómsdagsúrræði“.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslensk tunga Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira