„Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Magnús Jochum Pálsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 13. júlí 2025 20:39 Óli Þór Árnason veðurfræðingur segir raunhæfan möguleika að hitamet falli á morgun. Vísir/Lýður/Anton Brink Hitinn á landinu næstu daga gæti náð hvorki meira né minna en 28 stigum og segir veðurfræðingur það raunhæfan möguleika að hitamet falli á morgun. Á veðurkortum Veðurstofunnar má sjá að á morgun er spáð sól og hita yfir tuttugu stigum á öllu landinu. Oddur Ævar ræddi við Óla Þór Árnason veðurfræðing í kvöldfréttum Sýnar um veðrið næstu daga. Eru hitamet að fara að falla á morgun? „Það er alveg raunhæfur möguleiki. Metin eru frá 1939 í júní, 30,5 gráður á Teigarhorni og aðeins lægri á Kirkjubæjarklaustri og það er alveg rými á morgun til þess að slá metin,“ sagði Óli Þór. Hvar er líklegast að þetta hitamet falli? „Eins og staðan er núna þá er líklegast inn til landsins á norðausturlandi, Mývatn gæti verið góður kandídat til dæmis. Eða jafnvel á Suðurlandsundirlendinu einhvers staðar, þar nær hafgola líklega ekki að hafa áhrif á morgun. Flestir aðrir landshlutar fá einhverja hafgolu þannig það truflar svolítið hæstu tölurnar.“ Fólk fær mikinn hita og líka sól? „Já, það verður býsna bjart og gott veður um allt land. Vissulega svolíið misskipt, það er einhver þokuhætta við norðausturströndina en annars bara mjög gott veður á landinu,“ sagði Óli. Röðin komin að Íslandi Hvenær fara skýin að banka upp á aftur hjá okkur? „Þriðjudagurinn er svipaður, ekki eins háar hitatölur en mjög gott veður. Síðan frá og með miðvikudegi er gert ráð fyrir að það komi síðdegisskúrir nokkuð víða um land. Þannig það er kannski eins gott að njóta þessara daga núna.“ Þetta er alveg einstaklega gott veður þessa dagana, er þetta bara eðlilegt fyrir júlímánuð? „Það er ansi margt sem þarf að hitta, við þurfum að fá þetta hlýja loft frá Evrópu, það þarf að rata alla leið til okkar og vindáttin að vera rétt. Það eru ansi mörg ef sem þurfa að ganga saman til þess að fá þetta. Núna er röðin komin að okkur að fá smá hlýindi,“ sagði Ólafur Þór að lokum. Veður Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Sjá meira
Á veðurkortum Veðurstofunnar má sjá að á morgun er spáð sól og hita yfir tuttugu stigum á öllu landinu. Oddur Ævar ræddi við Óla Þór Árnason veðurfræðing í kvöldfréttum Sýnar um veðrið næstu daga. Eru hitamet að fara að falla á morgun? „Það er alveg raunhæfur möguleiki. Metin eru frá 1939 í júní, 30,5 gráður á Teigarhorni og aðeins lægri á Kirkjubæjarklaustri og það er alveg rými á morgun til þess að slá metin,“ sagði Óli Þór. Hvar er líklegast að þetta hitamet falli? „Eins og staðan er núna þá er líklegast inn til landsins á norðausturlandi, Mývatn gæti verið góður kandídat til dæmis. Eða jafnvel á Suðurlandsundirlendinu einhvers staðar, þar nær hafgola líklega ekki að hafa áhrif á morgun. Flestir aðrir landshlutar fá einhverja hafgolu þannig það truflar svolítið hæstu tölurnar.“ Fólk fær mikinn hita og líka sól? „Já, það verður býsna bjart og gott veður um allt land. Vissulega svolíið misskipt, það er einhver þokuhætta við norðausturströndina en annars bara mjög gott veður á landinu,“ sagði Óli. Röðin komin að Íslandi Hvenær fara skýin að banka upp á aftur hjá okkur? „Þriðjudagurinn er svipaður, ekki eins háar hitatölur en mjög gott veður. Síðan frá og með miðvikudegi er gert ráð fyrir að það komi síðdegisskúrir nokkuð víða um land. Þannig það er kannski eins gott að njóta þessara daga núna.“ Þetta er alveg einstaklega gott veður þessa dagana, er þetta bara eðlilegt fyrir júlímánuð? „Það er ansi margt sem þarf að hitta, við þurfum að fá þetta hlýja loft frá Evrópu, það þarf að rata alla leið til okkar og vindáttin að vera rétt. Það eru ansi mörg ef sem þurfa að ganga saman til þess að fá þetta. Núna er röðin komin að okkur að fá smá hlýindi,“ sagði Ólafur Þór að lokum.
Veður Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Sjá meira