Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Árni Jóhannsson skrifar 13. júlí 2025 20:11 Heimir Guðjónsson var ánægður með ýmislegt í stórsigrinum á KA í dag. Vísir / Erni Eyjólfsson Heimir Guðjónsson þjálfari FH í Bestu deild karla gat leyft sér að vera ánægður með margt í leik hans manna í dag þegar þeir rúlluðu upp KA 5-0. Hann gat líka leyft sér að brýna það að ekkert er í hendi þó að liðið hafi slitið sig örlítið frá botnpakkanum í dag. Heimir var spurður að því fyrst og fremst hvað hann var ánægðastur með eftir þennan sannfærandi sigur. „Ég er bara ánægður með FH liðið í dag. Það var reyndar í fyrri hálfleik þannig að KA var með leikplanið að vera með boltann í háloftunum, vinna seinni boltann og þannig hægja á leiknum. Við duttum dálítið í þá gryfju að láta þá svæfa okkur en komumst verðskuldað yfir. 2-0 í hálfleik og þá breyttu þeir í 4-1-4-1 og það tók okkur smá tíma að átta okkur á því en þegar það kom þá fengum við möguleikana, eins og Kjartan Kári og fleiri. Fínn sigur og við höldum áfram.“ FH-ingar voru harðir í horn að taka, var Heimir ánægður með hugarfarið sem hans menn sýndu í dag? „Já hugarfarið var mjög gott. Þegar hugarfarið er til staðar hjá okkur og menn eru að hjálpa hvorum öðrum inn á vellinum þá gerast góðir hlutir. Við líka spiluðum oft mjög fínan fótbolta og skoruðum fimm mörk á heimavelli.“ „Ég vil líka segja það að fólkið, stuðningsmenn FH, hafa verið ótrúlega duglegir að styðja okkur í sumar. Við höfum fengið mikinn og góðan stuðninga. Það er frábært og hjálpar leikmönnunum.“ Hvað gefur svona sigur FH? „Vonandi hjálpar þetta okkur eitthvað áfram en það eru tvær vikur í næsta leik. Við þurfum að slaka aðeins á, æfa svo vel og vera klárir þegar þetta byrjar aftur. Við þurfum að byggja ofan á þetta. Við áttum ágætis leik á móti Stjörnunni, náðum að fylgja því eftir í dag en við höfum ekki oft náð því og reyna að búa til einhvern stöðugleika.“ Grétar Snær Gunnarsson og Böðvar Böðvarsson þurftu frá að hverfa í dag sökum meiðsla. Gat Heimir fært einhverjar fréttir af þeim tveimur? „Nei, Grétar fékk höfuðhögg en ég held að hann sé fínn. Böðvar fékk slink á hnéið og við vildum ekki taka neina sénsa. Ég held að þeir verði klárir í næsta leik.“ Með sigrinum fara FH-ingar upp í sjöunda sæti með 18 stig og slíta sig örlítið frá botninum. Það hlýtur að var smá léttir? „Já já, þetta hefur þannig hjá okkur að við höfum náð að slíta okkur frá botnsætunum og svo höfum við skitið í deigið og farið þangað aftur. Ok. Náðum einum sigri í dag og eins og ég sagði þá verðum við að halda áfram og finna einhvern smá stöðugleika. Ef við náum því þá erum við í góðum málum.“ FH Besta deild karla Tengdar fréttir Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, leiddi lið sitt til stórsigurs gegn KA í 15. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í dag. Hann skoraði fyrstu tvö mörkin, vonaði að móðir hans lumaði á tveimur Laufeyjar Múmínbollum og lagði línuna fyrir heimsókn FH til Vals eftir tvær vikur. 13. júlí 2025 18:26 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Heimir var spurður að því fyrst og fremst hvað hann var ánægðastur með eftir þennan sannfærandi sigur. „Ég er bara ánægður með FH liðið í dag. Það var reyndar í fyrri hálfleik þannig að KA var með leikplanið að vera með boltann í háloftunum, vinna seinni boltann og þannig hægja á leiknum. Við duttum dálítið í þá gryfju að láta þá svæfa okkur en komumst verðskuldað yfir. 2-0 í hálfleik og þá breyttu þeir í 4-1-4-1 og það tók okkur smá tíma að átta okkur á því en þegar það kom þá fengum við möguleikana, eins og Kjartan Kári og fleiri. Fínn sigur og við höldum áfram.“ FH-ingar voru harðir í horn að taka, var Heimir ánægður með hugarfarið sem hans menn sýndu í dag? „Já hugarfarið var mjög gott. Þegar hugarfarið er til staðar hjá okkur og menn eru að hjálpa hvorum öðrum inn á vellinum þá gerast góðir hlutir. Við líka spiluðum oft mjög fínan fótbolta og skoruðum fimm mörk á heimavelli.“ „Ég vil líka segja það að fólkið, stuðningsmenn FH, hafa verið ótrúlega duglegir að styðja okkur í sumar. Við höfum fengið mikinn og góðan stuðninga. Það er frábært og hjálpar leikmönnunum.“ Hvað gefur svona sigur FH? „Vonandi hjálpar þetta okkur eitthvað áfram en það eru tvær vikur í næsta leik. Við þurfum að slaka aðeins á, æfa svo vel og vera klárir þegar þetta byrjar aftur. Við þurfum að byggja ofan á þetta. Við áttum ágætis leik á móti Stjörnunni, náðum að fylgja því eftir í dag en við höfum ekki oft náð því og reyna að búa til einhvern stöðugleika.“ Grétar Snær Gunnarsson og Böðvar Böðvarsson þurftu frá að hverfa í dag sökum meiðsla. Gat Heimir fært einhverjar fréttir af þeim tveimur? „Nei, Grétar fékk höfuðhögg en ég held að hann sé fínn. Böðvar fékk slink á hnéið og við vildum ekki taka neina sénsa. Ég held að þeir verði klárir í næsta leik.“ Með sigrinum fara FH-ingar upp í sjöunda sæti með 18 stig og slíta sig örlítið frá botninum. Það hlýtur að var smá léttir? „Já já, þetta hefur þannig hjá okkur að við höfum náð að slíta okkur frá botnsætunum og svo höfum við skitið í deigið og farið þangað aftur. Ok. Náðum einum sigri í dag og eins og ég sagði þá verðum við að halda áfram og finna einhvern smá stöðugleika. Ef við náum því þá erum við í góðum málum.“
FH Besta deild karla Tengdar fréttir Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, leiddi lið sitt til stórsigurs gegn KA í 15. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í dag. Hann skoraði fyrstu tvö mörkin, vonaði að móðir hans lumaði á tveimur Laufeyjar Múmínbollum og lagði línuna fyrir heimsókn FH til Vals eftir tvær vikur. 13. júlí 2025 18:26 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, leiddi lið sitt til stórsigurs gegn KA í 15. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í dag. Hann skoraði fyrstu tvö mörkin, vonaði að móðir hans lumaði á tveimur Laufeyjar Múmínbollum og lagði línuna fyrir heimsókn FH til Vals eftir tvær vikur. 13. júlí 2025 18:26