„Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Lovísa Arnardóttir skrifar 14. júlí 2025 09:02 Á myndinni eru frá vinstri Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, Helga Rósa Másdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðingar, Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands og Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Aðsend Félag íslenska hjúkrunarfræðinga, Sjúkraliðafélag Íslands, Læknafélag Íslands og Ljósmæðrafélag Íslands, krefjast þess í sameiginlegri yfirlýsingu að brugðist verði við alvarlegum niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um heilbrigðisþjónustu í landinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu krefjast formenn félaganna þess að raunhæf og tímasett aðgerðaáætlun verði sett fram sem fyrst, en eigi síðar en 15. september, að mönnunarmál í heilbrigðisþjónustu verði sett í forgang og að heilbrigðismál fái fjármagn og heimildir til að manna störf út frá faglegum forsendum. „Við höfum varað við ástandinu árum saman. Nú liggur það skráð í opinberri skýrslu að heilbrigðisþjónusta landsins er rekin með óásættanlegri mönnun, brotakenndri stjórnsýslu og óraunhæfri fjármögnun,“ segir í yfirlýsingunni. Formennirnir segja að nú þurfi faglega forystu og að hana þurfi að sjá í verki. „Við munum ekki samþykkja að ábyrgðin sé færð yfir á fagfólkið sjálft – aftur,“ segir að lokum. Forstjóri fagnaði Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, fagnaði skýrslunni þegar hún kom út í upphafi mánaðar. Hann sagði mönnunarvanda hafa viðgengist of lengi á spítalanum og það þyrfti að tækla með krísustjórnun og ráðast á rót vandans. Skýrsla Ríkisendurskoðunar var kynnt í upphafi mánaðar. Þar var máluð svört mynd af stöðunni hvað varðar mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum. Til að mynda vanti fimmtíu menntaða hjúkrunarfræðinga, fjórtán ljósmæður, þrjátíu lækna og tæplega fjögur hundruð sjúkraliða. Þá hafi viðbrögð yfirstjórnar einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands sagðist búast við því að allt færi í skrúfuna yrði ekki brugðist við. Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisendurskoðun Embætti landlæknis Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Búast má við því að allt fari í skrúfuna ef ekki verður bætt úr mönnunarvanda Landspítalans að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Dökk mynd er dregin upp í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar og þar kemur meðal annars fram að hátt í fjögur hundruð sjúkraliða vanti til starfa. 2. júlí 2025 19:45 „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Ítarleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að ráðist sé að rót vandans í stað þess að festast í krísustjórnun. 2. júlí 2025 13:48 Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Heilbrigðisráðherra hyggst fá utanaðkomandi ráðgjafa til að kanna hvernig ráðuneytið geti haft betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands. Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við samninga stofnunarinnar við sérgreinalækna. 28. júní 2025 20:32 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Í sameiginlegri yfirlýsingu krefjast formenn félaganna þess að raunhæf og tímasett aðgerðaáætlun verði sett fram sem fyrst, en eigi síðar en 15. september, að mönnunarmál í heilbrigðisþjónustu verði sett í forgang og að heilbrigðismál fái fjármagn og heimildir til að manna störf út frá faglegum forsendum. „Við höfum varað við ástandinu árum saman. Nú liggur það skráð í opinberri skýrslu að heilbrigðisþjónusta landsins er rekin með óásættanlegri mönnun, brotakenndri stjórnsýslu og óraunhæfri fjármögnun,“ segir í yfirlýsingunni. Formennirnir segja að nú þurfi faglega forystu og að hana þurfi að sjá í verki. „Við munum ekki samþykkja að ábyrgðin sé færð yfir á fagfólkið sjálft – aftur,“ segir að lokum. Forstjóri fagnaði Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, fagnaði skýrslunni þegar hún kom út í upphafi mánaðar. Hann sagði mönnunarvanda hafa viðgengist of lengi á spítalanum og það þyrfti að tækla með krísustjórnun og ráðast á rót vandans. Skýrsla Ríkisendurskoðunar var kynnt í upphafi mánaðar. Þar var máluð svört mynd af stöðunni hvað varðar mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum. Til að mynda vanti fimmtíu menntaða hjúkrunarfræðinga, fjórtán ljósmæður, þrjátíu lækna og tæplega fjögur hundruð sjúkraliða. Þá hafi viðbrögð yfirstjórnar einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands sagðist búast við því að allt færi í skrúfuna yrði ekki brugðist við.
Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisendurskoðun Embætti landlæknis Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Búast má við því að allt fari í skrúfuna ef ekki verður bætt úr mönnunarvanda Landspítalans að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Dökk mynd er dregin upp í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar og þar kemur meðal annars fram að hátt í fjögur hundruð sjúkraliða vanti til starfa. 2. júlí 2025 19:45 „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Ítarleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að ráðist sé að rót vandans í stað þess að festast í krísustjórnun. 2. júlí 2025 13:48 Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Heilbrigðisráðherra hyggst fá utanaðkomandi ráðgjafa til að kanna hvernig ráðuneytið geti haft betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands. Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við samninga stofnunarinnar við sérgreinalækna. 28. júní 2025 20:32 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Búast má við því að allt fari í skrúfuna ef ekki verður bætt úr mönnunarvanda Landspítalans að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Dökk mynd er dregin upp í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar og þar kemur meðal annars fram að hátt í fjögur hundruð sjúkraliða vanti til starfa. 2. júlí 2025 19:45
„Eftir höfðinu dansa limirnir“ Ítarleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að ráðist sé að rót vandans í stað þess að festast í krísustjórnun. 2. júlí 2025 13:48
Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Heilbrigðisráðherra hyggst fá utanaðkomandi ráðgjafa til að kanna hvernig ráðuneytið geti haft betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands. Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við samninga stofnunarinnar við sérgreinalækna. 28. júní 2025 20:32